Handbolti

Mikilvæg stig í húsi hjá Geir

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Magdeburg innbyrti í kvöld mikilvæg stig í baráttunni um Meistaradeildarsæti er liðið hafði betur gegn Melsungen, 28-26, á útivelli.

Þrjú efstu lið þýsku deildarinnar fá þátttökurétt í Meistaradeildinni og er Magdeburg í fjórða sætinu með 42 stig, fjórum á eftir Flensburg en á leik til góða. Geir Sveinsson er á sínu fyrsta tímabili með Magdeburg og hefur náð frábærum árangri með liðið.

Melsungen er í sjötta sætinu með 33 stig, rétt eins og Füchse Berlin, og rétti Geir því Degi Sigurðssyni, þjálfara Berlínarliðsins, hjálparhönd í kvöld. Füchse Berlin er að berjast við Melsungen og Göppingen um fimmta og síðasta sætið sem veitir þátttökurétt í Evrópukeppni á næstu leiktíð.

Göppingen er í fimmta sæti með 36 stig en liðin í fjórða og fimmta sæti fara í EHF-bikarinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×