Í nýjasta innslagi GameTíví spila Óli og Sverrir leikinn Bloodborne. Leikurinn þykir mjög erfiður og þegar Sverrir fer af stað er hann fljótur að deyja í fyrsta sinn. Óla gengur illa í fyrstu að halda Sverri við efnið, en Sverrir er mikið í því að dansa í leiknum og að klára sér í rassinum, eins skringilega og það hljómar nú.
Hægt er að horfa á aðfarir þeirra bræðra hér að neðan.