Þó svo að veturinn sé að renna sitt skeið er enn vel hægt að finna góða staði fyrir ísklifur. Áður en farið er af stað í ísklifurleiðangra en betra að vera með öll öryggisatriði á hreinu og vita nákvæmlega hvað maður er að gera því svona ferðalag getur verið sannkölluð hættuför. Rikka hitti þær Berglindi Aðalsteinsdóttur og Heiðu Jónsdóttur í Hvalfirðinum og fékk að kynnast íþróttinni nánar.

