Upplifði fundinn með Davíð sem „keim af misnotkun“ Þorbjörn Þórðarson skrifar 18. apríl 2015 13:15 Hallgrímur Helgason og Emmsjé Gauti. 365/ÞÞ Hallgrímur Helgason rithöfundur og rapparinn Gauti Þeyr Másson, betur þekktur sem Emmsjé Gauti, voru gestir í nýjasta þætti hlaðvarpsins Hip Hop og Pólitík. Í þættinum var Hallgrímur spurður um fræga grein sína frá árinu 2002, Baugur og bláa höndin, en þar setti hann fram hvassa gagnrýni á Davíð Oddsson þáverandi forsætisráðherra og sakaði hann um að standa á bak við húsleit lögreglu hjá Baugi en þá stóð rannsókn Baugsmálsins yfir. Greinin þótti umdeild og fór hún mikið fyrir brjóstið á Davíð sem boðaði Hallgrím á sinn fund í kjölfarið. Fyrirbærið Bláa höndin varð strax vinsælt sem einhvers konar myndlíking fyrir valdið í samfélaginu (Sjálfstæðisflokkinn og Davíð) og birtist í skopmyndum og grínþáttum þess tíma. „Það gerðist í rauninni bara af því ég var kallaður á teppið og þá varð það ennþá frægara,“ sagði Hallgrímur í þættinum. Hvernig gerðist þetta nákvæmlega? „Þeir reyndu að hringja og ég var í einhverjum fasa á þessum tíma að svara aldrei í síma. Þá fekk ég tölvupóst þar sem ég var spurður hvort ég gæti komið niður í forsætisráðuneyti. Mig grunaði hvað væri að fara að gerast en forvitnin var svo mikil. Mig langaði svo að sjá skrifstofu forsætisráðherra.“Var þetta langur fundur? „Já, alveg einn og hálfur tími. Hann (Davíð) talaði og talaði. Ég speisaði aðeins út á tímabili eins og maður gerir þegar einhverjum er mikið niðri fyrir. Hann var ekkert hoppandi en þetta lág þungt á honum. Ég fattaði eftir á að þetta var svona starfsaðferð hjá honum. Fólk var kallað á teppið ef það var ekki til friðs og enginn þorði að segja frá því.“Heldurðu að hann hafi kallað þig á teppið af því hann bar virðingu fyrir þér sem listamanni og honum sárnaði að þú værir að bera þessar sakir á hann? „Já, ætli það ekki. Hann hafði gert sér einhverjar vonir af því ég hafði skrifað Höfund Íslands og hún tók hart á kommúnismanum. Hægrimenn tóku svolítið þá bók í fangið og gerðu að sinni. Sem var mjög skrýtin aðstaða.“Hvað hugsaðir þú, í hvaða leikriti er ég lentur? „Þetta var smá keimur af einhverri misnotkun. Þetta var hálf asnalegt eitthvað.“ Hallgrímur var líka spurður um það þegar hann bankaði í bílrúðu á bíl Geirs H. Haarde forsætisráðherra fyrir aftan stjórnarráðshúsið í Búsáhaldabyltingunni í janúar 2009. Hann sagði að þetta hefði verið nokkurs konar „andleg hreinsun“ og Geir hafi brugðið en kvaðst ekkert hafa hitt Geir eftir þetta. „Ég bankaði á rúðuna með flötum lófa og öskraði á hann að hann ætti að segja af sér. Fólk var orðið svo þreytt og þeir voru ekkert að hlusta. Þeir ætluðu að sitja áfram og voru búnir að setja Ísland á hausinn og fannst það bara allt í lagi,“ sagði Hallgrímur. Líða listamenn fyrir skoðanir sínar um stjórnmál? Nokkur umræða skapaðist um það í þættinum hvort listamenn líði fyrir skoðanir sínar um stjórnmál. Ýmsir meginstraums listamenn hafa komist upp með að birta sköpunarverk með mjög harðri ádeilu á stjórnmál eða ríkjandi öfl í samfélaginu. Bandaríski rapparinn Eminem gerði þetta til dæmis með laginu Mosh þar sem hann gagnrýndi Íraksstríðið og ríkisstjórn Bush yngri harðlega. Þetta kom ekkert niður á plötusölu. Hallgrímur sagðist skynja að pólitískar skoðanir hans hefðu haft neikvæð áhrif á einhverja lesendur. „Ég tek eftir því að 40 prósent þjóðarinnar kaupir ekki bækurnar. Ég kemst aldrei upp fyrir sjö þúsund eintök. Nema það gerðist einu sinni og þá fekk ég svona blessun frá Sjálfstæðisflokknum þegar Hannes Hólmsteinn skrifaði um Höfund Íslands að það væri frábær bók,“ sagði Hallgrímur. Umræða um þessi mál hefst á 39. mínútu í þættinum sem hægt er að spila hér ofar. Kjartan Atli og ÞorbjörnHip Hip og Pólitík er vikulegt hlaðvarp (e. podcast) sem birtist vikulega á Vísi. Hip hop og Pólitík mældist vinsælasta podcast á Íslandi á dögunum og hefur frá byrjun verið "New and noteworthy" hjá Apple iTunes undir Podcasts. Það er fáanlegt undir Podcasts í öllum snjalltækjum frá Apple. Tækni Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Fleiri fréttir Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Sjá meira
Hallgrímur Helgason rithöfundur og rapparinn Gauti Þeyr Másson, betur þekktur sem Emmsjé Gauti, voru gestir í nýjasta þætti hlaðvarpsins Hip Hop og Pólitík. Í þættinum var Hallgrímur spurður um fræga grein sína frá árinu 2002, Baugur og bláa höndin, en þar setti hann fram hvassa gagnrýni á Davíð Oddsson þáverandi forsætisráðherra og sakaði hann um að standa á bak við húsleit lögreglu hjá Baugi en þá stóð rannsókn Baugsmálsins yfir. Greinin þótti umdeild og fór hún mikið fyrir brjóstið á Davíð sem boðaði Hallgrím á sinn fund í kjölfarið. Fyrirbærið Bláa höndin varð strax vinsælt sem einhvers konar myndlíking fyrir valdið í samfélaginu (Sjálfstæðisflokkinn og Davíð) og birtist í skopmyndum og grínþáttum þess tíma. „Það gerðist í rauninni bara af því ég var kallaður á teppið og þá varð það ennþá frægara,“ sagði Hallgrímur í þættinum. Hvernig gerðist þetta nákvæmlega? „Þeir reyndu að hringja og ég var í einhverjum fasa á þessum tíma að svara aldrei í síma. Þá fekk ég tölvupóst þar sem ég var spurður hvort ég gæti komið niður í forsætisráðuneyti. Mig grunaði hvað væri að fara að gerast en forvitnin var svo mikil. Mig langaði svo að sjá skrifstofu forsætisráðherra.“Var þetta langur fundur? „Já, alveg einn og hálfur tími. Hann (Davíð) talaði og talaði. Ég speisaði aðeins út á tímabili eins og maður gerir þegar einhverjum er mikið niðri fyrir. Hann var ekkert hoppandi en þetta lág þungt á honum. Ég fattaði eftir á að þetta var svona starfsaðferð hjá honum. Fólk var kallað á teppið ef það var ekki til friðs og enginn þorði að segja frá því.“Heldurðu að hann hafi kallað þig á teppið af því hann bar virðingu fyrir þér sem listamanni og honum sárnaði að þú værir að bera þessar sakir á hann? „Já, ætli það ekki. Hann hafði gert sér einhverjar vonir af því ég hafði skrifað Höfund Íslands og hún tók hart á kommúnismanum. Hægrimenn tóku svolítið þá bók í fangið og gerðu að sinni. Sem var mjög skrýtin aðstaða.“Hvað hugsaðir þú, í hvaða leikriti er ég lentur? „Þetta var smá keimur af einhverri misnotkun. Þetta var hálf asnalegt eitthvað.“ Hallgrímur var líka spurður um það þegar hann bankaði í bílrúðu á bíl Geirs H. Haarde forsætisráðherra fyrir aftan stjórnarráðshúsið í Búsáhaldabyltingunni í janúar 2009. Hann sagði að þetta hefði verið nokkurs konar „andleg hreinsun“ og Geir hafi brugðið en kvaðst ekkert hafa hitt Geir eftir þetta. „Ég bankaði á rúðuna með flötum lófa og öskraði á hann að hann ætti að segja af sér. Fólk var orðið svo þreytt og þeir voru ekkert að hlusta. Þeir ætluðu að sitja áfram og voru búnir að setja Ísland á hausinn og fannst það bara allt í lagi,“ sagði Hallgrímur. Líða listamenn fyrir skoðanir sínar um stjórnmál? Nokkur umræða skapaðist um það í þættinum hvort listamenn líði fyrir skoðanir sínar um stjórnmál. Ýmsir meginstraums listamenn hafa komist upp með að birta sköpunarverk með mjög harðri ádeilu á stjórnmál eða ríkjandi öfl í samfélaginu. Bandaríski rapparinn Eminem gerði þetta til dæmis með laginu Mosh þar sem hann gagnrýndi Íraksstríðið og ríkisstjórn Bush yngri harðlega. Þetta kom ekkert niður á plötusölu. Hallgrímur sagðist skynja að pólitískar skoðanir hans hefðu haft neikvæð áhrif á einhverja lesendur. „Ég tek eftir því að 40 prósent þjóðarinnar kaupir ekki bækurnar. Ég kemst aldrei upp fyrir sjö þúsund eintök. Nema það gerðist einu sinni og þá fekk ég svona blessun frá Sjálfstæðisflokknum þegar Hannes Hólmsteinn skrifaði um Höfund Íslands að það væri frábær bók,“ sagði Hallgrímur. Umræða um þessi mál hefst á 39. mínútu í þættinum sem hægt er að spila hér ofar. Kjartan Atli og ÞorbjörnHip Hip og Pólitík er vikulegt hlaðvarp (e. podcast) sem birtist vikulega á Vísi. Hip hop og Pólitík mældist vinsælasta podcast á Íslandi á dögunum og hefur frá byrjun verið "New and noteworthy" hjá Apple iTunes undir Podcasts. Það er fáanlegt undir Podcasts í öllum snjalltækjum frá Apple.
Tækni Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Fleiri fréttir Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Sjá meira