Innlent

Hált víða um land

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/GVA
Víða um landið er hálka eða hálkublettir. Hálkublettir eru á Sandskeiði, Hellisheiði og í Þrengslum og hálka eða hálkublettir eru nokkrum öðrum leiðum  á Suðurlandi, einkum á útvegum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni. Frekari upplýsingar um færð á vegum má sjá á heimasíðu Vegagerðarinnar.

Á Vesturlandi eru víða hálkublettir á vegum en snjóþekja á Holtavörðuheiði, Bröttubrekku, Svínadal og Vatnaleið.

Snjóþekja er nokkuð víða á Vestfjörðum en þæfingsfærð á Gemlufallsheiði en unnið að hreinsun. Ennþá er ófært á Mikladal, Hálfdán, Kleifaheiði, Klettshálsi og Steingrímsfjarðarheiði unnið að hreinsun á þessum leiðum.

Á Norðurlandi eru víða hálkublettir eða hálka á vegum en snjóþekja á Siglufjarðarvegi og á flestum fjallvegum.

Hálka eða hálkublettir eru á vegum á Austurlandi en snjóþekja á Vatnsskarði eystra og einnig snjóþekja eða krap með suðausturströndinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×