Umfjöllun: ÍBV - Haukar 30-24 | Ester mögnuð og ÍBV tók forystu Guðmundur Tómas Sigfússon skrifar 6. apríl 2015 00:01 Ester Óskarsdóttir, leikmaður ÍBV. Vísir/Vilhelm ÍBV vann Hauka með sex marka mun í fyrsta leik í 8-liða úrslitum í úrslitakeppni kvenna. Sigurinn var nokkuð öruggur en Ester Óskarsdóttir átti stórleik og skoraði þrettán mörk. Tvær sterkar voru fjarri góðu gamni hjá Haukum í dag en þær verða ekki meira með á tímabilinu. Þær Marija Gedroit og Viktoría Valdimarsdóttir höfðu leikið vel í vetur og var þeirra sárt saknað í dag. Sóknarleikur Haukakvenna var einhæfur og enduðu flestar sóknir þeirra á skotum frá tveimur leikmönnum Hauka. Hjá ÍBV vantaði einn besta leikmann liðsins en Telma Amado verður ekki meira með á tímabilinu. ÍBV tókst að fylla skarð hennar vel og spiluðu þær mjög vel í dag eins og í undanförnum leikjum. Stjarnan og Grótta töpuðu fyrir ÍBV í síðustu tveimur leikjum deildarinnar og geta stelpurnar tryggt sig í undanúrslitin með sigri á miðvikudaginn. Leikurinn byrjaði frábærlega fyrir ÍBV en Haukastúlkur virtust áhugalausar í upphafi. Lið ÍBV keyrði yfir gestina á upphafsmínútunum og var staðan orðin 6-1 eftir einungis fimm mínútur. Í stöðunni 8-4 fékk Anna Lillian Þrastardóttir að líta rauða spjaldið. Díana Dögg Magnúsdóttir var komin í hraðaupphlaup en Anna keyrði þá inn í hliðina á Díönu. Haukar mótmæltu dómnum ekki enda engin ástæða til þess. Margir héldu þá að engin leið væri til baka fyrir Haukastelpur. Þeim tókst þó að minnka muninn í þrjú mörk. Ester skoraði þá þrjú mörk á tveimur mínútum og ÍBV skyndilega komið átta mörkum yfir. Markvarslan í fyrri hálfleik var ömurleg en samtals vörðu markverðir liðanna sex skot. Liðin skoruðu því mjög mikið og staðan 19-15 í hálfleik. Halldór Harri Kristjánsson virðist hafa messað yfir sínum stelpum í hálfleik þar sem hann nýtti allar fimmtán mínúturnar. Í síðari hálfleik virtust Haukastúlkur hressari en ÍBV tók frábæra kafla inn á milli þar sem forystan jókst. ÍBV sýndi mikinn styrk í sókninni en þær nýttu sínar sóknir mjög vel. Lokastaðan, 30-24, en munurinn hefði getað orðið mun meiri. Sigrar ÍBV undir lok deildarinnar greinilega mikilvægir þar sem heimaleikjarétturinn vegur þungt. Liðin mætast aftur á miðvikudaginn og þar getur ÍBV tryggt sig áfram í undanúrslitin. Sigri Haukastúlkur verður úrslitaleikur, hér í Eyjum, á laugardaginn. Olís-deild kvenna Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Fleiri fréttir Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Sjá meira
ÍBV vann Hauka með sex marka mun í fyrsta leik í 8-liða úrslitum í úrslitakeppni kvenna. Sigurinn var nokkuð öruggur en Ester Óskarsdóttir átti stórleik og skoraði þrettán mörk. Tvær sterkar voru fjarri góðu gamni hjá Haukum í dag en þær verða ekki meira með á tímabilinu. Þær Marija Gedroit og Viktoría Valdimarsdóttir höfðu leikið vel í vetur og var þeirra sárt saknað í dag. Sóknarleikur Haukakvenna var einhæfur og enduðu flestar sóknir þeirra á skotum frá tveimur leikmönnum Hauka. Hjá ÍBV vantaði einn besta leikmann liðsins en Telma Amado verður ekki meira með á tímabilinu. ÍBV tókst að fylla skarð hennar vel og spiluðu þær mjög vel í dag eins og í undanförnum leikjum. Stjarnan og Grótta töpuðu fyrir ÍBV í síðustu tveimur leikjum deildarinnar og geta stelpurnar tryggt sig í undanúrslitin með sigri á miðvikudaginn. Leikurinn byrjaði frábærlega fyrir ÍBV en Haukastúlkur virtust áhugalausar í upphafi. Lið ÍBV keyrði yfir gestina á upphafsmínútunum og var staðan orðin 6-1 eftir einungis fimm mínútur. Í stöðunni 8-4 fékk Anna Lillian Þrastardóttir að líta rauða spjaldið. Díana Dögg Magnúsdóttir var komin í hraðaupphlaup en Anna keyrði þá inn í hliðina á Díönu. Haukar mótmæltu dómnum ekki enda engin ástæða til þess. Margir héldu þá að engin leið væri til baka fyrir Haukastelpur. Þeim tókst þó að minnka muninn í þrjú mörk. Ester skoraði þá þrjú mörk á tveimur mínútum og ÍBV skyndilega komið átta mörkum yfir. Markvarslan í fyrri hálfleik var ömurleg en samtals vörðu markverðir liðanna sex skot. Liðin skoruðu því mjög mikið og staðan 19-15 í hálfleik. Halldór Harri Kristjánsson virðist hafa messað yfir sínum stelpum í hálfleik þar sem hann nýtti allar fimmtán mínúturnar. Í síðari hálfleik virtust Haukastúlkur hressari en ÍBV tók frábæra kafla inn á milli þar sem forystan jókst. ÍBV sýndi mikinn styrk í sókninni en þær nýttu sínar sóknir mjög vel. Lokastaðan, 30-24, en munurinn hefði getað orðið mun meiri. Sigrar ÍBV undir lok deildarinnar greinilega mikilvægir þar sem heimaleikjarétturinn vegur þungt. Liðin mætast aftur á miðvikudaginn og þar getur ÍBV tryggt sig áfram í undanúrslitin. Sigri Haukastúlkur verður úrslitaleikur, hér í Eyjum, á laugardaginn.
Olís-deild kvenna Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Fleiri fréttir Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Sjá meira