Pavel: Verð ekki með í fyrstu leikjum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. apríl 2015 19:03 Um fátt er meira rætt meðal íslenskra körfuboltaáhugamanna en meiðsli Pavels Ermolinskij, leikstjórnanda Íslandsmeistara KR. Pavel meiddist í 4. leikhluta í bikarúrslitaleik KR og Stjörnunnar 21. febrúar síðastliðinn og hefur verið frá keppni síðan þá, ef frá taldir eru fyrstu tveir leikirnir í einvíginu gegn Grindavík í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Pavel spilaði ekkert í þriðja leiknum gegn Grindavík en það kom ekki að sök því Íslandsmeistararnir sópuðu þeim gulklæddu úr keppni, 3-0. Annað suðurnesjalið, Njarðvík, bíður KR-inga í undanúrslitunum en fyrsti leikur liðanna fer fram í DHL-höllinni annað kvöld. Pavel segir að hann muni ekki spila þann leik né næstu leiki. „Ég verð ekki með í fyrstu leikjunum. Það er misjafnt milli daga hvernig mér líður,“ sagði Pavel í samtali við Guðjón Guðmundsson í kvöldfréttum Stöðvar 2 en Gaupi tók hús á honum í Kjöt & Fisk, sælkerabúð sem Pavel rekur ásamt félaga sínum í íslenska landsliðinu, Jóni Arnóri Stefánssyni. „Við ætlum ekki að taka neina áhættur. Strákarnir stóðu sig vel gegn Grindavík og fóru taplausir í gegnum þá seríu án mín, þannig að þeir ættu að geta séð um þessa seríu líka,“ sagði Pavel ennfremur en hann var einn allra besti leikmaður deildarkeppninnar í vetur og endaði með þrefalda tvennu að meðaltali í leik. Pavel segist hafa farið of snemma af stað eftir meiðslin. „Ég fór kannski of snemma af stað eftir þetta og tók tvö skref aftur þegar ég meiddist aftur á móti Grindavík. Ég var full fljótur á mér en maður vill auðvitað taka þátt og vera með,“ sagði leikstjórnandinn en innslagið í heild sinni má sjá hér að ofan. Leikur KR og Njarðvíkur hefst klukkan 19:15 annað kvöld og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Dominos-deild karla Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Fleiri fréttir Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Sjá meira
Um fátt er meira rætt meðal íslenskra körfuboltaáhugamanna en meiðsli Pavels Ermolinskij, leikstjórnanda Íslandsmeistara KR. Pavel meiddist í 4. leikhluta í bikarúrslitaleik KR og Stjörnunnar 21. febrúar síðastliðinn og hefur verið frá keppni síðan þá, ef frá taldir eru fyrstu tveir leikirnir í einvíginu gegn Grindavík í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Pavel spilaði ekkert í þriðja leiknum gegn Grindavík en það kom ekki að sök því Íslandsmeistararnir sópuðu þeim gulklæddu úr keppni, 3-0. Annað suðurnesjalið, Njarðvík, bíður KR-inga í undanúrslitunum en fyrsti leikur liðanna fer fram í DHL-höllinni annað kvöld. Pavel segir að hann muni ekki spila þann leik né næstu leiki. „Ég verð ekki með í fyrstu leikjunum. Það er misjafnt milli daga hvernig mér líður,“ sagði Pavel í samtali við Guðjón Guðmundsson í kvöldfréttum Stöðvar 2 en Gaupi tók hús á honum í Kjöt & Fisk, sælkerabúð sem Pavel rekur ásamt félaga sínum í íslenska landsliðinu, Jóni Arnóri Stefánssyni. „Við ætlum ekki að taka neina áhættur. Strákarnir stóðu sig vel gegn Grindavík og fóru taplausir í gegnum þá seríu án mín, þannig að þeir ættu að geta séð um þessa seríu líka,“ sagði Pavel ennfremur en hann var einn allra besti leikmaður deildarkeppninnar í vetur og endaði með þrefalda tvennu að meðaltali í leik. Pavel segist hafa farið of snemma af stað eftir meiðslin. „Ég fór kannski of snemma af stað eftir þetta og tók tvö skref aftur þegar ég meiddist aftur á móti Grindavík. Ég var full fljótur á mér en maður vill auðvitað taka þátt og vera með,“ sagði leikstjórnandinn en innslagið í heild sinni má sjá hér að ofan. Leikur KR og Njarðvíkur hefst klukkan 19:15 annað kvöld og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Dominos-deild karla Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Fleiri fréttir Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Sjá meira