Ólafur: Tel mig eiga jafnmikið erindi í landsliðið og allir aðrir Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. apríl 2015 10:15 Ólafur Ólafsson hefur skemmt öllum í Dominos-deildinni í mörg ár. vísir/valli Ólafur Ólafsson, leikmaður Grindavíkur, samdi í gær við franska félagið St. Clement sem spilar í D-deildinni í Frakklandi en berst um að komast upp í deildina fyrir ofan. Ólafur hefur spilað allan sinn feril með Grindavík þar sem hann er uppalinn, en hann hlakkar til að flytja til Frakklands. „Ég er aðeins búinn að skoða þetta lið en ekki séð neinar tölur. Ég er búinn að skoða hvar liðið er. Þetta er á frægum ferðamannastað og þarna rétt hjá er fræg sólarströnd,“ segir Ólafur við vísi. Ólafur fær ekkert sumarfrí frekar en aðrir íslenskir körfuboltamenn. Hann ætlar sér að vera í lokahóp íslenska landsliðsins sem fer á EM í Berlín í sumar en þetta verður í fyrsta sinn sem Ísland spilar á stórmóti í körfubolta. „Undirbúningurinn hefst í kvöld [gærkvöldi],“ segir Ólafur. „Ég er að fara á æfingu með eldri bróður mínum og svo hefjast lyftingaæfingar í þessum mánuði. Ég ætla að undirbúa mig sem best.“ „Ég kann leikkerfið hjá landsliðinu og svo verður bara gaman ef einhverju nýju verður bætt við. Ég ætla bara að mæta til leiks í sem bestu líkamlegu ástandi.“ Ólafur var í hópnum í síðustu undankeppni en samkeppnin verður mun meiri í sumar. Kristófer Acox mætir til leiks úr bandaríska háskólaboltanum sem og Frank Aron Booker. Þá gæti verið að Jakob Örn Sigurðarson gefi aftur kost á sér. „Ég hef engar áhyggjur af því. Ég tel mig eiga alveg jafnmikinn möguleika og allir aðrir að komast í þeta landslið. Mitt markmið er að fara á EM og vonandi verð ég líka með á Smáþjóðaleikunum,“ segir Ólafur sem er bara spenntur fyrir viðbótunum við hópinn. „Ég er mjög spenntur fyrir því að sjá litla Frank. Þetta er í fyrsta skipti sem svona ungur bandarískur Íslendingur kemur í landsliðið. Ef hann getur hjálpað okkur er það bara frábært. Svo vitum við allir hvað Kristófer getur. Hann er algjört skrímsli sem er eflaust ekkert auðvelt að eiga við.“ „Svo má ekki gleyma ungu strákunum hérna heima eins og Degi Kár hjá Stjörnunni og Jóni Axel hjá okkur. Það verður spennandi að sjá hvað gerist í sumar,“ segir Ólafur Ólafsson. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Ólafur spilar í Frakklandi á næstu leiktíð Grindvíkingurinn öflugi á leið til St. Clement í Frakklandi og byrjar að spila með því eftir Evrópumótið. 7. apríl 2015 13:30 Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Handbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Fleiri fréttir Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga Sjá meira
Ólafur Ólafsson, leikmaður Grindavíkur, samdi í gær við franska félagið St. Clement sem spilar í D-deildinni í Frakklandi en berst um að komast upp í deildina fyrir ofan. Ólafur hefur spilað allan sinn feril með Grindavík þar sem hann er uppalinn, en hann hlakkar til að flytja til Frakklands. „Ég er aðeins búinn að skoða þetta lið en ekki séð neinar tölur. Ég er búinn að skoða hvar liðið er. Þetta er á frægum ferðamannastað og þarna rétt hjá er fræg sólarströnd,“ segir Ólafur við vísi. Ólafur fær ekkert sumarfrí frekar en aðrir íslenskir körfuboltamenn. Hann ætlar sér að vera í lokahóp íslenska landsliðsins sem fer á EM í Berlín í sumar en þetta verður í fyrsta sinn sem Ísland spilar á stórmóti í körfubolta. „Undirbúningurinn hefst í kvöld [gærkvöldi],“ segir Ólafur. „Ég er að fara á æfingu með eldri bróður mínum og svo hefjast lyftingaæfingar í þessum mánuði. Ég ætla að undirbúa mig sem best.“ „Ég kann leikkerfið hjá landsliðinu og svo verður bara gaman ef einhverju nýju verður bætt við. Ég ætla bara að mæta til leiks í sem bestu líkamlegu ástandi.“ Ólafur var í hópnum í síðustu undankeppni en samkeppnin verður mun meiri í sumar. Kristófer Acox mætir til leiks úr bandaríska háskólaboltanum sem og Frank Aron Booker. Þá gæti verið að Jakob Örn Sigurðarson gefi aftur kost á sér. „Ég hef engar áhyggjur af því. Ég tel mig eiga alveg jafnmikinn möguleika og allir aðrir að komast í þeta landslið. Mitt markmið er að fara á EM og vonandi verð ég líka með á Smáþjóðaleikunum,“ segir Ólafur sem er bara spenntur fyrir viðbótunum við hópinn. „Ég er mjög spenntur fyrir því að sjá litla Frank. Þetta er í fyrsta skipti sem svona ungur bandarískur Íslendingur kemur í landsliðið. Ef hann getur hjálpað okkur er það bara frábært. Svo vitum við allir hvað Kristófer getur. Hann er algjört skrímsli sem er eflaust ekkert auðvelt að eiga við.“ „Svo má ekki gleyma ungu strákunum hérna heima eins og Degi Kár hjá Stjörnunni og Jóni Axel hjá okkur. Það verður spennandi að sjá hvað gerist í sumar,“ segir Ólafur Ólafsson.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Ólafur spilar í Frakklandi á næstu leiktíð Grindvíkingurinn öflugi á leið til St. Clement í Frakklandi og byrjar að spila með því eftir Evrópumótið. 7. apríl 2015 13:30 Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Handbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Fleiri fréttir Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga Sjá meira
Ólafur spilar í Frakklandi á næstu leiktíð Grindvíkingurinn öflugi á leið til St. Clement í Frakklandi og byrjar að spila með því eftir Evrópumótið. 7. apríl 2015 13:30