Innlent

Sex eldingum laust niður við Faxaflóa og á Suðurlandi

Atli Ísleifsson skrifar
Þorsteinn segir að þessar eldingar hafi fyrst og fremst komið niður við Faxaflóa, út af Álftanesi.
Þorsteinn segir að þessar eldingar hafi fyrst og fremst komið niður við Faxaflóa, út af Álftanesi. Vísir/Stefán
„Þetta voru alls sex eldingar sem komu úr nokkrum skýjum,“ segir Þorsteinn V. Jónsson veðurfræðingur, aðspurður um þær þrumur sem heyrðust á landinu í dag.

Þorsteinn segir óstöðuga éljaklakka hafa valdið þessum eldingum. „Loftið getur orðið það óstöðugt þannig að eldingar myndast. Þetta virðist vera farið yfir að mestu núna en svo eykst þetta aftur í fyrramálið. Það er því einhver hætta á eldingum í fyrramálið líka, fyrst og fremst vestanlands.“

Þorsteinn segir að þessar eldingar hafa fyrst of fremst komið niður við Faxaflóa, út af Álftanesi. „Þetta var þó ekki mikið og hefur oft verið meira.“

Hann segir að einnig hafi lostið niður eldingum á Suðurlandi, suður af Langjökli og við Veiðivötn í dag.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×