Íslandsmeistararnir byrjuðu úrslitakeppnina á sannfærandi sigri | Úrslit kvöldsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. apríl 2015 20:57 Kristen Denise McCarthy skoraði 40 stig í kvöld. Vísir/Stefán Snæfellskonur eru komnar í 1-0 í undanúrslitaeinvígi sínu á móti Grindavík eftir 22 stiga heimasigur, 66-44, í fyrsta leik sínum í titilvörninni í Dominos-deild kvenna í körfubolta. Snæfellsliðið var undir eftir fyrsta leikhlutann en sigur liðsins var öruggur eftir góðan seinni hálfleik sem Hólmarar unnu með sautján stiga mun. Kristen Denise McCarthy, besti leikmaður seinni hlutans, átti frábæran leik en hún var með 40 stig og 19 fráköst í kvöld. Gunnhildur Gunnarsdóttir kom næst með 11 stig og 8 fráköst. Kristina King var með 18 stig og 11 fráköst fyrir Grindavík og Petrúnella Skúladóttir skoraði 10 stig og tók 12 fráköst. Grindavíkurliðið komst lítið áleiðis gegn Snæfellsvörninni en það hjálpaði ekki mikið að aðeins 1 af 20 þriggja stiga skotum liðsins rataði rétta leið. Snæfell skoraði sjö fyrstu stig leiksins þar af var Gunnhildur Gunnarsdóttir með fimm þeirra. Grindavíkurkonur voru þó búnar að jafna metin í 9-9 og leiddu síðan með tveimur stigum, 13-11, eftir fyrsta leikhlutann. Pálína Gunnlaugsdóttir (5) og Petrúnella Skúladóttir (4) voru með níu stig saman í leikhlutanum. Snæfellsliðið tók aftur frumkvæðið í öðrum leikhlutanum sem liðið vann 15-8 sem skilaði fimm stiga forskoti í hálfleik, 26-21. Kristen Denise McCarthy var komin með 15 stig í hálfleik en fyrirliðinn Hildur Sigurðardóttir átti enn eftir að skora. Snæfell vann þriðja leikhlutann 16-13 og stakk síðan af í lokaleikhlutanum sem liðið vann með fjórtán stiga mun, 24-10. Sigurinn var því aldrei í mikilli hættu í seinni hálfleiknum. Snæfell er þar með komið í 1-0 en þrjá sigra þarf til að komast í lokaúrslitin. Næsti leikur er í Grindavík á laugardaginn kemur.Úrslit og stigaskor í leikjum kvöldsins:Snæfell-Grindavík 66-44 (11-13, 15-8, 16-13, 24-10)Snæfell: Kristen Denise McCarthy 40/19 fráköst/5 stolnir, Gunnhildur Gunnarsdóttir 11/8 fráköst, Berglind Gunnarsdóttir 5, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 5/5 fráköst, Alda Leif Jónsdóttir 3, Hildur Sigurðardóttir 2/10 fráköst/5 stoðsendingar.Grindavík: Kristina King 18/11 fráköst, Petrúnella Skúladóttir 10/12 fráköst, Pálína María Gunnlaugsdóttir 7/9 fráköst, Jeanne Lois Figeroa Sicat 4, Lilja Ósk Sigmarsdóttir 2, Jóhanna Rún Styrmisdóttir 2, Guðlaug Björt Júlíusdóttir 1.Keflavík-Haukar 82-51 (18-13, 25-13, 22-7, 17-18)Keflavík: Carmen Tyson-Thomas 33/14 fráköst/4 varin skot, Sara Rún Hinriksdóttir 14/5 fráköst, Ingunn Embla Kristínardóttir 7, Marín Laufey Davíðsdóttir 6, Lovísa Falsdóttir 5, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 4/4 fráköst, Bryndís Guðmundsdóttir 4/8 fráköst, Sandra Lind Þrastardóttir 3/7 fráköst, Thelma Dís Ágústsdóttir 2, Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 2/4 fráköst, Hallveig Jónsdóttir 2.Haukar: LeLe Hardy 15/6 fráköst/7 stolnir/3 varin skot, Sólrún Inga Gísladóttir 8, María Lind Sigurðardóttir 8, Dagbjört Samúelsdóttir 7, Guðrún Ósk Ámundadóttir 5/8 fráköst, Rósa Björk Pétursdóttir 2, Dýrfinna Arnardóttir 2, Þóra Kristín Jónsdóttir 2/5 fráköst, Sylvía Rún Hálfdanardóttir 2/8 fráköst. Dominos-deild kvenna Mest lesið Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn „Ég er ekki Hitler“ Fótbolti United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Enski boltinn Eir Chang fær norrænan styrk fyrir efnilegt íþróttafólk Sport Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Körfubolti Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn Rekinn úr félaginu sínu en valinn í landsliðið á móti Íslandi Sport EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Körfubolti Fleiri fréttir Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Sjá meira
Snæfellskonur eru komnar í 1-0 í undanúrslitaeinvígi sínu á móti Grindavík eftir 22 stiga heimasigur, 66-44, í fyrsta leik sínum í titilvörninni í Dominos-deild kvenna í körfubolta. Snæfellsliðið var undir eftir fyrsta leikhlutann en sigur liðsins var öruggur eftir góðan seinni hálfleik sem Hólmarar unnu með sautján stiga mun. Kristen Denise McCarthy, besti leikmaður seinni hlutans, átti frábæran leik en hún var með 40 stig og 19 fráköst í kvöld. Gunnhildur Gunnarsdóttir kom næst með 11 stig og 8 fráköst. Kristina King var með 18 stig og 11 fráköst fyrir Grindavík og Petrúnella Skúladóttir skoraði 10 stig og tók 12 fráköst. Grindavíkurliðið komst lítið áleiðis gegn Snæfellsvörninni en það hjálpaði ekki mikið að aðeins 1 af 20 þriggja stiga skotum liðsins rataði rétta leið. Snæfell skoraði sjö fyrstu stig leiksins þar af var Gunnhildur Gunnarsdóttir með fimm þeirra. Grindavíkurkonur voru þó búnar að jafna metin í 9-9 og leiddu síðan með tveimur stigum, 13-11, eftir fyrsta leikhlutann. Pálína Gunnlaugsdóttir (5) og Petrúnella Skúladóttir (4) voru með níu stig saman í leikhlutanum. Snæfellsliðið tók aftur frumkvæðið í öðrum leikhlutanum sem liðið vann 15-8 sem skilaði fimm stiga forskoti í hálfleik, 26-21. Kristen Denise McCarthy var komin með 15 stig í hálfleik en fyrirliðinn Hildur Sigurðardóttir átti enn eftir að skora. Snæfell vann þriðja leikhlutann 16-13 og stakk síðan af í lokaleikhlutanum sem liðið vann með fjórtán stiga mun, 24-10. Sigurinn var því aldrei í mikilli hættu í seinni hálfleiknum. Snæfell er þar með komið í 1-0 en þrjá sigra þarf til að komast í lokaúrslitin. Næsti leikur er í Grindavík á laugardaginn kemur.Úrslit og stigaskor í leikjum kvöldsins:Snæfell-Grindavík 66-44 (11-13, 15-8, 16-13, 24-10)Snæfell: Kristen Denise McCarthy 40/19 fráköst/5 stolnir, Gunnhildur Gunnarsdóttir 11/8 fráköst, Berglind Gunnarsdóttir 5, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 5/5 fráköst, Alda Leif Jónsdóttir 3, Hildur Sigurðardóttir 2/10 fráköst/5 stoðsendingar.Grindavík: Kristina King 18/11 fráköst, Petrúnella Skúladóttir 10/12 fráköst, Pálína María Gunnlaugsdóttir 7/9 fráköst, Jeanne Lois Figeroa Sicat 4, Lilja Ósk Sigmarsdóttir 2, Jóhanna Rún Styrmisdóttir 2, Guðlaug Björt Júlíusdóttir 1.Keflavík-Haukar 82-51 (18-13, 25-13, 22-7, 17-18)Keflavík: Carmen Tyson-Thomas 33/14 fráköst/4 varin skot, Sara Rún Hinriksdóttir 14/5 fráköst, Ingunn Embla Kristínardóttir 7, Marín Laufey Davíðsdóttir 6, Lovísa Falsdóttir 5, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 4/4 fráköst, Bryndís Guðmundsdóttir 4/8 fráköst, Sandra Lind Þrastardóttir 3/7 fráköst, Thelma Dís Ágústsdóttir 2, Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 2/4 fráköst, Hallveig Jónsdóttir 2.Haukar: LeLe Hardy 15/6 fráköst/7 stolnir/3 varin skot, Sólrún Inga Gísladóttir 8, María Lind Sigurðardóttir 8, Dagbjört Samúelsdóttir 7, Guðrún Ósk Ámundadóttir 5/8 fráköst, Rósa Björk Pétursdóttir 2, Dýrfinna Arnardóttir 2, Þóra Kristín Jónsdóttir 2/5 fráköst, Sylvía Rún Hálfdanardóttir 2/8 fráköst.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn „Ég er ekki Hitler“ Fótbolti United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Enski boltinn Eir Chang fær norrænan styrk fyrir efnilegt íþróttafólk Sport Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Körfubolti Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn Rekinn úr félaginu sínu en valinn í landsliðið á móti Íslandi Sport EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Körfubolti Fleiri fréttir Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Sjá meira