Íslandsmeistararnir byrjuðu úrslitakeppnina á sannfærandi sigri | Úrslit kvöldsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. apríl 2015 20:57 Kristen Denise McCarthy skoraði 40 stig í kvöld. Vísir/Stefán Snæfellskonur eru komnar í 1-0 í undanúrslitaeinvígi sínu á móti Grindavík eftir 22 stiga heimasigur, 66-44, í fyrsta leik sínum í titilvörninni í Dominos-deild kvenna í körfubolta. Snæfellsliðið var undir eftir fyrsta leikhlutann en sigur liðsins var öruggur eftir góðan seinni hálfleik sem Hólmarar unnu með sautján stiga mun. Kristen Denise McCarthy, besti leikmaður seinni hlutans, átti frábæran leik en hún var með 40 stig og 19 fráköst í kvöld. Gunnhildur Gunnarsdóttir kom næst með 11 stig og 8 fráköst. Kristina King var með 18 stig og 11 fráköst fyrir Grindavík og Petrúnella Skúladóttir skoraði 10 stig og tók 12 fráköst. Grindavíkurliðið komst lítið áleiðis gegn Snæfellsvörninni en það hjálpaði ekki mikið að aðeins 1 af 20 þriggja stiga skotum liðsins rataði rétta leið. Snæfell skoraði sjö fyrstu stig leiksins þar af var Gunnhildur Gunnarsdóttir með fimm þeirra. Grindavíkurkonur voru þó búnar að jafna metin í 9-9 og leiddu síðan með tveimur stigum, 13-11, eftir fyrsta leikhlutann. Pálína Gunnlaugsdóttir (5) og Petrúnella Skúladóttir (4) voru með níu stig saman í leikhlutanum. Snæfellsliðið tók aftur frumkvæðið í öðrum leikhlutanum sem liðið vann 15-8 sem skilaði fimm stiga forskoti í hálfleik, 26-21. Kristen Denise McCarthy var komin með 15 stig í hálfleik en fyrirliðinn Hildur Sigurðardóttir átti enn eftir að skora. Snæfell vann þriðja leikhlutann 16-13 og stakk síðan af í lokaleikhlutanum sem liðið vann með fjórtán stiga mun, 24-10. Sigurinn var því aldrei í mikilli hættu í seinni hálfleiknum. Snæfell er þar með komið í 1-0 en þrjá sigra þarf til að komast í lokaúrslitin. Næsti leikur er í Grindavík á laugardaginn kemur.Úrslit og stigaskor í leikjum kvöldsins:Snæfell-Grindavík 66-44 (11-13, 15-8, 16-13, 24-10)Snæfell: Kristen Denise McCarthy 40/19 fráköst/5 stolnir, Gunnhildur Gunnarsdóttir 11/8 fráköst, Berglind Gunnarsdóttir 5, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 5/5 fráköst, Alda Leif Jónsdóttir 3, Hildur Sigurðardóttir 2/10 fráköst/5 stoðsendingar.Grindavík: Kristina King 18/11 fráköst, Petrúnella Skúladóttir 10/12 fráköst, Pálína María Gunnlaugsdóttir 7/9 fráköst, Jeanne Lois Figeroa Sicat 4, Lilja Ósk Sigmarsdóttir 2, Jóhanna Rún Styrmisdóttir 2, Guðlaug Björt Júlíusdóttir 1.Keflavík-Haukar 82-51 (18-13, 25-13, 22-7, 17-18)Keflavík: Carmen Tyson-Thomas 33/14 fráköst/4 varin skot, Sara Rún Hinriksdóttir 14/5 fráköst, Ingunn Embla Kristínardóttir 7, Marín Laufey Davíðsdóttir 6, Lovísa Falsdóttir 5, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 4/4 fráköst, Bryndís Guðmundsdóttir 4/8 fráköst, Sandra Lind Þrastardóttir 3/7 fráköst, Thelma Dís Ágústsdóttir 2, Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 2/4 fráköst, Hallveig Jónsdóttir 2.Haukar: LeLe Hardy 15/6 fráköst/7 stolnir/3 varin skot, Sólrún Inga Gísladóttir 8, María Lind Sigurðardóttir 8, Dagbjört Samúelsdóttir 7, Guðrún Ósk Ámundadóttir 5/8 fráköst, Rósa Björk Pétursdóttir 2, Dýrfinna Arnardóttir 2, Þóra Kristín Jónsdóttir 2/5 fráköst, Sylvía Rún Hálfdanardóttir 2/8 fráköst. Dominos-deild kvenna Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Fótbolti Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Sjá meira
Snæfellskonur eru komnar í 1-0 í undanúrslitaeinvígi sínu á móti Grindavík eftir 22 stiga heimasigur, 66-44, í fyrsta leik sínum í titilvörninni í Dominos-deild kvenna í körfubolta. Snæfellsliðið var undir eftir fyrsta leikhlutann en sigur liðsins var öruggur eftir góðan seinni hálfleik sem Hólmarar unnu með sautján stiga mun. Kristen Denise McCarthy, besti leikmaður seinni hlutans, átti frábæran leik en hún var með 40 stig og 19 fráköst í kvöld. Gunnhildur Gunnarsdóttir kom næst með 11 stig og 8 fráköst. Kristina King var með 18 stig og 11 fráköst fyrir Grindavík og Petrúnella Skúladóttir skoraði 10 stig og tók 12 fráköst. Grindavíkurliðið komst lítið áleiðis gegn Snæfellsvörninni en það hjálpaði ekki mikið að aðeins 1 af 20 þriggja stiga skotum liðsins rataði rétta leið. Snæfell skoraði sjö fyrstu stig leiksins þar af var Gunnhildur Gunnarsdóttir með fimm þeirra. Grindavíkurkonur voru þó búnar að jafna metin í 9-9 og leiddu síðan með tveimur stigum, 13-11, eftir fyrsta leikhlutann. Pálína Gunnlaugsdóttir (5) og Petrúnella Skúladóttir (4) voru með níu stig saman í leikhlutanum. Snæfellsliðið tók aftur frumkvæðið í öðrum leikhlutanum sem liðið vann 15-8 sem skilaði fimm stiga forskoti í hálfleik, 26-21. Kristen Denise McCarthy var komin með 15 stig í hálfleik en fyrirliðinn Hildur Sigurðardóttir átti enn eftir að skora. Snæfell vann þriðja leikhlutann 16-13 og stakk síðan af í lokaleikhlutanum sem liðið vann með fjórtán stiga mun, 24-10. Sigurinn var því aldrei í mikilli hættu í seinni hálfleiknum. Snæfell er þar með komið í 1-0 en þrjá sigra þarf til að komast í lokaúrslitin. Næsti leikur er í Grindavík á laugardaginn kemur.Úrslit og stigaskor í leikjum kvöldsins:Snæfell-Grindavík 66-44 (11-13, 15-8, 16-13, 24-10)Snæfell: Kristen Denise McCarthy 40/19 fráköst/5 stolnir, Gunnhildur Gunnarsdóttir 11/8 fráköst, Berglind Gunnarsdóttir 5, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 5/5 fráköst, Alda Leif Jónsdóttir 3, Hildur Sigurðardóttir 2/10 fráköst/5 stoðsendingar.Grindavík: Kristina King 18/11 fráköst, Petrúnella Skúladóttir 10/12 fráköst, Pálína María Gunnlaugsdóttir 7/9 fráköst, Jeanne Lois Figeroa Sicat 4, Lilja Ósk Sigmarsdóttir 2, Jóhanna Rún Styrmisdóttir 2, Guðlaug Björt Júlíusdóttir 1.Keflavík-Haukar 82-51 (18-13, 25-13, 22-7, 17-18)Keflavík: Carmen Tyson-Thomas 33/14 fráköst/4 varin skot, Sara Rún Hinriksdóttir 14/5 fráköst, Ingunn Embla Kristínardóttir 7, Marín Laufey Davíðsdóttir 6, Lovísa Falsdóttir 5, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 4/4 fráköst, Bryndís Guðmundsdóttir 4/8 fráköst, Sandra Lind Þrastardóttir 3/7 fráköst, Thelma Dís Ágústsdóttir 2, Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 2/4 fráköst, Hallveig Jónsdóttir 2.Haukar: LeLe Hardy 15/6 fráköst/7 stolnir/3 varin skot, Sólrún Inga Gísladóttir 8, María Lind Sigurðardóttir 8, Dagbjört Samúelsdóttir 7, Guðrún Ósk Ámundadóttir 5/8 fráköst, Rósa Björk Pétursdóttir 2, Dýrfinna Arnardóttir 2, Þóra Kristín Jónsdóttir 2/5 fráköst, Sylvía Rún Hálfdanardóttir 2/8 fráköst.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Fótbolti Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Sjá meira