Innlent

Páskaveðrið: „Ástæða til að hafa varann á“

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Hálka og slæm færð gæti verið á fjallvegum annan í páskum.
Hálka og slæm færð gæti verið á fjallvegum annan í páskum. Vísir/Vilhelm
Reikna má með því að færð á fjallvegum verði leiðinleg annan í páskum og því ástæða til að huga sérstaklega að heimkomu hjá þeim sem ferðast um landið um páskana. „Það er ástæða til að hafa varann á,” segir Óli Þór Árnason, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, aðspurður um páskaveðrið.



Spáin sem nú er í gildi nær viku fram í tímann og segir hann að hún geti tekið breytingum. „Þetta er spá og hún nær alveg viku fram í tíman og það er alveg pláss til breytinga - bæði að hún batni og að þetta verði verra,“ segir hann.



„Á fimmtudaginn fer nú smám saman að breytast, verður komin austanátt og fer að bæta í vind en það verður ágætlega bjart en ansi kalt,“ segir hann. „Á laugardagsmorgun verður líklega orðið frostlaust á öllu landinu.“



Þegar líður á helgina má hins vegar gera ráð fyrir að veðrið fari versnandi en hann segir að besta veðrið verði líklega fyrir norðan.



„Það verður frekar leiðinlegt veður, alla vega yfir fjallvegina. Það verður froslaust líklega á láglendinu en það verður frost og skítaveður á fjallvegunum,“ segir Bjarni um annan í páskum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×