Gert grín að barnaníði í MORFÍs: „Svona framkoma verður ekki liðin“ Bjarki Ármannsson skrifar 20. mars 2015 10:45 Málflutningur liðsmanna FSu þótti óviðeigandi. Vísir/Egill Bjarnason/Jóhann Hinrik Stjórn MORFÍs, mælsku- og rökræðukeppni íslenskra framhaldsskóla, hefur sent nemendaráði FSu og skólastjórn skólans formlega kvörtun vegna framkomu ræðuliðs skólans í keppni gærkvöldsins. Í fyrri umferð fór einn liðsmaður FSu með hlutverk Steingríms Njálssonar, dæmds kynferðisafbrotamanns, og segist stjórnin í tilkynningu á Facebook-síðu sinni fordæma orðræðu liðsins. „Dæmin sem þau tóku í ræðum sínum voru óviðeigandi á allan hátt,“ segir í tilkynningunni. „Við gerum ekki grín að barnaníði, nauðgunum, morðum og eyðum ekki púðri í að ræða um nafngreinda afbrotamenn.“ Sjá einnig: Kvenfyrirlitning og klámkjaftur á ekki heima í Morfís Í tilkynningunni er einnig gagnrýnt að liðsmenn FSu hafi ekki tekið mark á athugasemdum oddadómara í seinni umferð en hann á að hafa beðið ræðumenn sérstaklega um að gæta orða sinna í kjölfar leikþátts meðmælanda FSu. Fundarstjóri var rétt í þessu að biðja ræðumenn um að gæta orða sinna.— MORFÍs tweetar (@MorfisTweetar) March 19, 2015 „Við lýstum því yfir í upphafi keppnisárs að svona framkoma væri ekki liðin og við það stöndum við,“ segir í tilkynningu stjórnar MORFÍs. „Áfram heilbrigð orðræða, virðing og málefnaleg samskipti.“ Sjá einnig: Saka ræðulið um kvenfyrirlitningu og áreitni Halldóra Íris Magnúsdóttir, formaður Nemendafélags FSu, segir nemendur skólans almennt sammála um það að gengið hafi verið of langt í keppninni í gær. „Þetta er auðvitað ekki í lagi, þessi orð sem þau létu falla“ segir Halldóra. „Það verður tekið á þessu og afsökunarbeiðni mun koma frá liðinu.“ Umræðuefni keppninnar var Rök umfram tilfinningar og mælti FSu með en Kvennaskólinn á móti. Kvennaskólinn vann með 526 stigum. Keppnina í heild sinni má sjá hér fyrir neðan en ræðan sem um ræðir hefst þegar 39 mínútur eru liðnar. Morfís Tengdar fréttir Sigmundur Davíð komst víst í Morfís-liðið Forsætisráðherra neyðist til að leiðrétta dómara og spyrla Gettu betur. 5. mars 2015 10:02 Saka ræðulið um kvenfyrirlitningu og áreitni Ræðulið Menntaskólans á Ísafirði er sakað um grófa áreitni og kvenfyrirlitningu í garð stúlku í liði Menntaskólans á Akureyri. 14. febrúar 2014 14:33 Segja hátterni liðsmanna óhreinka MORFÍs Stjórn MORFÍs sendi frá sér tilkynningu í kvöld um hegðun liðsmanna MÍ. 15. febrúar 2014 20:27 Sér eftir því að hafa ekki kært Tinna Rut Bjarnadóttir Isebarn, fyrrverandi MORFÍs-keppandi, rifjar upp atvik þar sem andstæðingur hennar í ræðuliði Borgarholtsskóla dró upp berbrjósta mynd af henni og sýndi fullum sal fólks í miðri keppni. 16. febrúar 2014 23:23 Kvenfyrirlitning og klámkjaftur á ekki heima í Morfís Ný stjórn ræðukeppni framhaldsskólanna hefur breytt reglum og vill rétta af orðspor keppninnar. 14. september 2014 13:25 „Manni finnst þetta vera viðloðandi MORFÍs“ „Annaðhvort finna menn einhverjar leiðir til að stöðva svona lagað og menn læra að haga sér eða að skólarnir þurfi að velta fyrir sér hvort þetta sé þáttur í félagslífinu sem þeir vilja standa að," segir Már Vilhjálmsson, skólameistari MS. 11. apríl 2014 13:30 Leiðréttingar forsætisráðherra halda ekki vatni Stefán Pálsson segir Sigmund Davíð aldrei hafa komist í ræðulið MR. Því miður. 5. mars 2015 11:23 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Fleiri fréttir Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Sjá meira
Stjórn MORFÍs, mælsku- og rökræðukeppni íslenskra framhaldsskóla, hefur sent nemendaráði FSu og skólastjórn skólans formlega kvörtun vegna framkomu ræðuliðs skólans í keppni gærkvöldsins. Í fyrri umferð fór einn liðsmaður FSu með hlutverk Steingríms Njálssonar, dæmds kynferðisafbrotamanns, og segist stjórnin í tilkynningu á Facebook-síðu sinni fordæma orðræðu liðsins. „Dæmin sem þau tóku í ræðum sínum voru óviðeigandi á allan hátt,“ segir í tilkynningunni. „Við gerum ekki grín að barnaníði, nauðgunum, morðum og eyðum ekki púðri í að ræða um nafngreinda afbrotamenn.“ Sjá einnig: Kvenfyrirlitning og klámkjaftur á ekki heima í Morfís Í tilkynningunni er einnig gagnrýnt að liðsmenn FSu hafi ekki tekið mark á athugasemdum oddadómara í seinni umferð en hann á að hafa beðið ræðumenn sérstaklega um að gæta orða sinna í kjölfar leikþátts meðmælanda FSu. Fundarstjóri var rétt í þessu að biðja ræðumenn um að gæta orða sinna.— MORFÍs tweetar (@MorfisTweetar) March 19, 2015 „Við lýstum því yfir í upphafi keppnisárs að svona framkoma væri ekki liðin og við það stöndum við,“ segir í tilkynningu stjórnar MORFÍs. „Áfram heilbrigð orðræða, virðing og málefnaleg samskipti.“ Sjá einnig: Saka ræðulið um kvenfyrirlitningu og áreitni Halldóra Íris Magnúsdóttir, formaður Nemendafélags FSu, segir nemendur skólans almennt sammála um það að gengið hafi verið of langt í keppninni í gær. „Þetta er auðvitað ekki í lagi, þessi orð sem þau létu falla“ segir Halldóra. „Það verður tekið á þessu og afsökunarbeiðni mun koma frá liðinu.“ Umræðuefni keppninnar var Rök umfram tilfinningar og mælti FSu með en Kvennaskólinn á móti. Kvennaskólinn vann með 526 stigum. Keppnina í heild sinni má sjá hér fyrir neðan en ræðan sem um ræðir hefst þegar 39 mínútur eru liðnar.
Morfís Tengdar fréttir Sigmundur Davíð komst víst í Morfís-liðið Forsætisráðherra neyðist til að leiðrétta dómara og spyrla Gettu betur. 5. mars 2015 10:02 Saka ræðulið um kvenfyrirlitningu og áreitni Ræðulið Menntaskólans á Ísafirði er sakað um grófa áreitni og kvenfyrirlitningu í garð stúlku í liði Menntaskólans á Akureyri. 14. febrúar 2014 14:33 Segja hátterni liðsmanna óhreinka MORFÍs Stjórn MORFÍs sendi frá sér tilkynningu í kvöld um hegðun liðsmanna MÍ. 15. febrúar 2014 20:27 Sér eftir því að hafa ekki kært Tinna Rut Bjarnadóttir Isebarn, fyrrverandi MORFÍs-keppandi, rifjar upp atvik þar sem andstæðingur hennar í ræðuliði Borgarholtsskóla dró upp berbrjósta mynd af henni og sýndi fullum sal fólks í miðri keppni. 16. febrúar 2014 23:23 Kvenfyrirlitning og klámkjaftur á ekki heima í Morfís Ný stjórn ræðukeppni framhaldsskólanna hefur breytt reglum og vill rétta af orðspor keppninnar. 14. september 2014 13:25 „Manni finnst þetta vera viðloðandi MORFÍs“ „Annaðhvort finna menn einhverjar leiðir til að stöðva svona lagað og menn læra að haga sér eða að skólarnir þurfi að velta fyrir sér hvort þetta sé þáttur í félagslífinu sem þeir vilja standa að," segir Már Vilhjálmsson, skólameistari MS. 11. apríl 2014 13:30 Leiðréttingar forsætisráðherra halda ekki vatni Stefán Pálsson segir Sigmund Davíð aldrei hafa komist í ræðulið MR. Því miður. 5. mars 2015 11:23 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Fleiri fréttir Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Sjá meira
Sigmundur Davíð komst víst í Morfís-liðið Forsætisráðherra neyðist til að leiðrétta dómara og spyrla Gettu betur. 5. mars 2015 10:02
Saka ræðulið um kvenfyrirlitningu og áreitni Ræðulið Menntaskólans á Ísafirði er sakað um grófa áreitni og kvenfyrirlitningu í garð stúlku í liði Menntaskólans á Akureyri. 14. febrúar 2014 14:33
Segja hátterni liðsmanna óhreinka MORFÍs Stjórn MORFÍs sendi frá sér tilkynningu í kvöld um hegðun liðsmanna MÍ. 15. febrúar 2014 20:27
Sér eftir því að hafa ekki kært Tinna Rut Bjarnadóttir Isebarn, fyrrverandi MORFÍs-keppandi, rifjar upp atvik þar sem andstæðingur hennar í ræðuliði Borgarholtsskóla dró upp berbrjósta mynd af henni og sýndi fullum sal fólks í miðri keppni. 16. febrúar 2014 23:23
Kvenfyrirlitning og klámkjaftur á ekki heima í Morfís Ný stjórn ræðukeppni framhaldsskólanna hefur breytt reglum og vill rétta af orðspor keppninnar. 14. september 2014 13:25
„Manni finnst þetta vera viðloðandi MORFÍs“ „Annaðhvort finna menn einhverjar leiðir til að stöðva svona lagað og menn læra að haga sér eða að skólarnir þurfi að velta fyrir sér hvort þetta sé þáttur í félagslífinu sem þeir vilja standa að," segir Már Vilhjálmsson, skólameistari MS. 11. apríl 2014 13:30
Leiðréttingar forsætisráðherra halda ekki vatni Stefán Pálsson segir Sigmund Davíð aldrei hafa komist í ræðulið MR. Því miður. 5. mars 2015 11:23