Umfjöllun og viðtöl: Akureyri - ÍBV 25-19 | Mikilvægur sigur Norðanmanna Birgir H. Stefánsson í Höllinni á Akureyri skrifar 21. mars 2015 00:01 Kristján Orri Jóhannsson skoraði níu mörk í dag. Vísir/Andri Marinó Eyjamenn voru lengi í gang í kvöld og í upphafi leiks virtist vera sem svo að leikmenn liðsins hefðu verið aðeins of duglegir að horfa á sólmyrkva gærdagsins án þess að notast við viðeigandi búnað. Skot þeirra fyrstu mínútur leiksins voru hér, þar og allstaðar þangað til að Magnús Stefánsson kom inn í sóknarleik liðsins eftir um tíu mínútur og skoraði þrjú mörk í röð. Lítið var um markvörslu þangað til bæði lið höfðu skipt um markmenn en bæði Haukur Jónsson hjá ÍBV og Hreiðar Levý Guðmundsson hjá Akureyri komu inn af krafti og skiluðu af sér mjög góðri vakt út hálfleikinn. Eftir að heimamenn náðu fimm marka forsutu á 21. mínútu, þegar Bergvin Þór Gíslason skoraði, náðu Eyjamenn að svara aðeins fyrir sig og skora þrjú mörk í röð. Það voru þó heimamenn sem skoruðu síðustu tvö mörk hálfleiksins og staðan því 13-9 þegar flautað var til hálfleiks. Hægt og rólega náðu Eyjamenn að vinna niður forskot Akureyrar og þegar Theodór Sigurbjörnsson skoraði úr víti á 42. mínútu leiksins var munurinn kominn niður í eitt mark, en nær komust gestirnir ekki. Varnarleikur heimamanna þéttist og Hreiðar Levý var hreint út sagt frábær í markinu, varði oft afar mikilvæg skot og þ.á.m. þrjú vítaköst. Munurinn jókst aftur hægt og rólega og þegar 60 mínúturnar voru búnar var lokastaðan 25-19, heimamönnum í vil.Atli: Búnir að lenda illa í þeim"Frábær leikur", var svar Atla Hilmarssonar þjálfara Akureyrar þegar hann var spurður út í fyrstu viðbrögð strax eftir leik. "Ég er mjög ánægður með það hvernig liðið kemur til leiks, vörnin einstaklega góð og við vorum skynsamir frammi. Við erum búnir að lenda illa í þeim núna tvisvar en vorum mun skynsamari í dag. Fyrst og fremst er þetta þó vörn og markvarsla." Hreiðar byrjaði ekki leikinn en kom nokkuð snemma inn og endaði með sautján varin skot. "Já og þar af þrjú víti. Það er auðvitað alveg frábært að vera með tvo svona góða markmenn. Tomas er búinn að vera frábær í allan vetur og svo er aldeilis flott að eiga svo einn svona á bekknum sem kemur og hjálpar til. "Fyrir okkur er þetta fyrst og fremst gott veganesti inn í úrslitakeppnina. Núna erum við komnir þangað og ætlum að klifra eitthvað ofar ef það er hægt ásamt því að nota þessa leiki til að koma liðinu í gang fyrir úrslitakeppni. "Vonandi getum við svo farið að stilla upp okkar besta liði."Gunnar: Verðum að nýta tímann ef við ætlum að vera með í þessu "Við gerum okkur þetta rosalega erfitt," sagði Gunnar Magnússon strax eftir leik. "Við förum með einhver þrjú víti á ögurstundu og sex eða sjö hraðaupphlaup sem gerir þetta svo hrikalega erfitt. Það er ekki hægt að koma hingað norður og fara svona illa með þessi hraðaupphlaup og víti." Eyjamenn virtust ekki geta hitt á markið í upphafi leiks og náðu svo ekki að vinna upp það forskot seinna í leiknum. "Já, við vorum lengi í gang og í heildina þá vantaði bara upp á allt saman. Vörnin var ekki nægilega góð, sóknarlega voru flestir kaldir og ekki neinn að draga vagninn og hraðaupphlaupin voru ekki til staðar. "Akureyri var betra en við á öllum sviðum í dag og við verðum að spýta í lófanna, þetta er ekki nægilega gott. "Ég er ekki nógu ánægður með standið á liðinu í dag og það er stutt í úrslitakeppni, við þurfum að nýta tímann fram að því gríðarlega vel ef við ætlum að vera með í þessu." Olís-deild karla Mest lesið Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Fleiri fréttir Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Sjá meira
Eyjamenn voru lengi í gang í kvöld og í upphafi leiks virtist vera sem svo að leikmenn liðsins hefðu verið aðeins of duglegir að horfa á sólmyrkva gærdagsins án þess að notast við viðeigandi búnað. Skot þeirra fyrstu mínútur leiksins voru hér, þar og allstaðar þangað til að Magnús Stefánsson kom inn í sóknarleik liðsins eftir um tíu mínútur og skoraði þrjú mörk í röð. Lítið var um markvörslu þangað til bæði lið höfðu skipt um markmenn en bæði Haukur Jónsson hjá ÍBV og Hreiðar Levý Guðmundsson hjá Akureyri komu inn af krafti og skiluðu af sér mjög góðri vakt út hálfleikinn. Eftir að heimamenn náðu fimm marka forsutu á 21. mínútu, þegar Bergvin Þór Gíslason skoraði, náðu Eyjamenn að svara aðeins fyrir sig og skora þrjú mörk í röð. Það voru þó heimamenn sem skoruðu síðustu tvö mörk hálfleiksins og staðan því 13-9 þegar flautað var til hálfleiks. Hægt og rólega náðu Eyjamenn að vinna niður forskot Akureyrar og þegar Theodór Sigurbjörnsson skoraði úr víti á 42. mínútu leiksins var munurinn kominn niður í eitt mark, en nær komust gestirnir ekki. Varnarleikur heimamanna þéttist og Hreiðar Levý var hreint út sagt frábær í markinu, varði oft afar mikilvæg skot og þ.á.m. þrjú vítaköst. Munurinn jókst aftur hægt og rólega og þegar 60 mínúturnar voru búnar var lokastaðan 25-19, heimamönnum í vil.Atli: Búnir að lenda illa í þeim"Frábær leikur", var svar Atla Hilmarssonar þjálfara Akureyrar þegar hann var spurður út í fyrstu viðbrögð strax eftir leik. "Ég er mjög ánægður með það hvernig liðið kemur til leiks, vörnin einstaklega góð og við vorum skynsamir frammi. Við erum búnir að lenda illa í þeim núna tvisvar en vorum mun skynsamari í dag. Fyrst og fremst er þetta þó vörn og markvarsla." Hreiðar byrjaði ekki leikinn en kom nokkuð snemma inn og endaði með sautján varin skot. "Já og þar af þrjú víti. Það er auðvitað alveg frábært að vera með tvo svona góða markmenn. Tomas er búinn að vera frábær í allan vetur og svo er aldeilis flott að eiga svo einn svona á bekknum sem kemur og hjálpar til. "Fyrir okkur er þetta fyrst og fremst gott veganesti inn í úrslitakeppnina. Núna erum við komnir þangað og ætlum að klifra eitthvað ofar ef það er hægt ásamt því að nota þessa leiki til að koma liðinu í gang fyrir úrslitakeppni. "Vonandi getum við svo farið að stilla upp okkar besta liði."Gunnar: Verðum að nýta tímann ef við ætlum að vera með í þessu "Við gerum okkur þetta rosalega erfitt," sagði Gunnar Magnússon strax eftir leik. "Við förum með einhver þrjú víti á ögurstundu og sex eða sjö hraðaupphlaup sem gerir þetta svo hrikalega erfitt. Það er ekki hægt að koma hingað norður og fara svona illa með þessi hraðaupphlaup og víti." Eyjamenn virtust ekki geta hitt á markið í upphafi leiks og náðu svo ekki að vinna upp það forskot seinna í leiknum. "Já, við vorum lengi í gang og í heildina þá vantaði bara upp á allt saman. Vörnin var ekki nægilega góð, sóknarlega voru flestir kaldir og ekki neinn að draga vagninn og hraðaupphlaupin voru ekki til staðar. "Akureyri var betra en við á öllum sviðum í dag og við verðum að spýta í lófanna, þetta er ekki nægilega gott. "Ég er ekki nógu ánægður með standið á liðinu í dag og það er stutt í úrslitakeppni, við þurfum að nýta tímann fram að því gríðarlega vel ef við ætlum að vera með í þessu."
Olís-deild karla Mest lesið Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Fleiri fréttir Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Sjá meira