Söngvarinn Einar Ágúst Víðisson gefur ekki mikið fyrir Free the Nipple-átakið.
Hann birti rétt í þessu mynd af pungnum á sér á samskiptamiðlinum Twitter og segir:
„#bringouttheballs is ON. Þetta bull um einhverja feministasamstöðu er í besta falli hallærislegt. Stay classy girls“
Íslenskar stúlkur halda í dag upp á dag geirvörtunnar. Í skólum víða um land hafa brjóst fengið að njóta sín til hins ýtrasta. Hið sama má segja um samfélagsmiðla þar sem vart er þverfótað fyrir brjóstum af öllum stærðum og gerðum.
Erfitt er að meta hversu margar konur hafa birt myndir af sér berum að ofan síðastliðinn sólahring en ætla má að þær skipti hundruðum, ef ekki þúsundum.
Uppfært klukkan 21.30: Einar Ágúst hefur nú tekið myndina út og er hún ekki lengur sýnileg á Twitter.
