Björt segir í opinni færslu á Facebook í dag að byltingin, sem ungir femínistar hófu í vikunni, hafi ekki aðeins fært henni birtu og yl í brjóst heldur óbilandi trú á kynslóðum framtíðarinnar.
Auðvitað sé hræðsla um að þau lendi mögulega ekki á fótunum en það væri tvískinningur og vond skilaboð til þeirra að kippa þeim til baka núna þegar þau séu að eflast.
„Það munu alltaf vera til dónakarlar sem munu reyna að taka sér pláss og meiða. Þeir geta minna meitt og stjórnað samfélagsviðmiðum ef konunum er bara drullusama um þeirra rúnk einhverstaðar. Það er pönkið krakkar! Það er sjálfstraustið sem þær fá sem er svo frelsandi. Svo munu þessir krakkar bara ráða hvort annað í vinnu, höfum ekki áhyggjur af því.“
Þessi er hérna til að gefa börnum að borða. Troðiði því upp í feðraveldið á ykkur. #FreeTheNipple pic.twitter.com/4HmYzJO08k
— Björt Ólafsdóttir (@bjortolafs) March 25, 2015