Kvenréttindafélag Íslands: #Freethenipple skref í átt að auknu kynfrelsi Atli ÍSleifsson skrifar 27. mars 2015 22:28 Fjöldi kvenna mætti berbrjósta í Laugardalslaugina á fimmtudagskvöld. Vísir/Vilhelm „Sú bylting sem #freethenipple konurnar standa á bak við er skref í átt að auknu kynfrelsi, skref í átt þess að við konur tökum yfirráðarétt yfir okkar eigin líkömum og neitum þeim sem vilja eigna sér þá, neitum því að í nekt kvenna sé falin skömm.“ Þetta segir í ályktun Kvenréttindafélags Íslands sem samþykkt var fyrr í dag. „Það er ekki hægt að panta byltingu, hvorki hvenær hún gerist né hvernig. Byltingar eru í eðli sínu sjálfsprottnar, á bak við þær fólk sem tekur höndum saman og krefst þess að samfélagið breytist. Kvenréttindafélag Íslands er sprottið upp úr einni þvílíkri byltingu, þegar konur risu á fætur og kröfðust þess að fá fullt aðgengi að stofnunum samfélagsins, að fá sjálfan kosningaréttinn. Og nú, rúmlega 100 árum síðar, sitjum við á kantinum og blásum eins fast og við getum í hvatningalúðrana, og hvetjum áfram byltingahetjurnar, feminískar konur í menntaskólum, háskólum og jafnvel grunnskólum landsins. Þessar konur lifa og hrærast í heimi sem formæður þeirra ættu erfitt með að ímynda sér, í stafrænum heimi veraldarvefsins. En ógnirnar sem þær takast á við eru þó gamalkunnugar og rótgrónar. Konur á veraldarvefnum þurfa að takast á við áreitni, við hótanir, við ofsóknir, við kynferðislegt ofbeldi. Ein birtingarmynd þessa ofbeldis er svokallað hrelliklám, þegar ljósmyndum sem sýna einstaklinga nakta og/eða á kynferðislegan máta er dreift án samþykkis þess sem á myndinni er. Í samfélaginu í dag, líkt og fyrir hundrað árum, ganga líkamar kvenna kaupum og sölum. Við búum enn í samfélagi þar sem konur eru markaðsvörur. Sú bylting sem #freethenipple konurnar standa á bak við er skref í átt að auknu kynfrelsi, skref í átt þess að við konur tökum yfirráðarétt yfir okkar eigin líkömum og neitum þeim sem vilja eigna sér þá, neitum því að í nekt kvenna sé falin skömm. Samtakamáttur íslenskra kvenna hefur gjörbreytt íslensku samfélagi síðustu hundrað árin, og skapað okkur betri heim. Enn og aftur standa konur saman, nú á veraldarvefnum, og krefjast þess að samfélagið virði yfirráðarétt kvenna yfir eigin lífi og líkama, að skömmin sem konur hafa dröslast með í gegnum aldirnar séu færðar á sinn rétta stað, í faðm þeirra sem vilja eigna sér og misnota líkama annarra. Þær konur sem hafa hafa tekið þátt í #freethenipple hreyfingunni munu finna fyrir ógnarkrafti feðraveldisins sem þær berjast á móti. Við því vill stjórn Kvenréttindafélagsins segja: Ef þið finnið fyrir mótlætinu, þá getið verið fullvissar um að þið séuð að gera eitthvað rétt. Við berum í (kappklæddum) brjóstum okkar fullan stuðning við aðgerðir ykkar og hlökkum til að takast á við feðraveldið í nýrri mynd,“ segir í ályktuninni. #FreeTheNipple Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Fleiri fréttir Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sjá meira
„Sú bylting sem #freethenipple konurnar standa á bak við er skref í átt að auknu kynfrelsi, skref í átt þess að við konur tökum yfirráðarétt yfir okkar eigin líkömum og neitum þeim sem vilja eigna sér þá, neitum því að í nekt kvenna sé falin skömm.“ Þetta segir í ályktun Kvenréttindafélags Íslands sem samþykkt var fyrr í dag. „Það er ekki hægt að panta byltingu, hvorki hvenær hún gerist né hvernig. Byltingar eru í eðli sínu sjálfsprottnar, á bak við þær fólk sem tekur höndum saman og krefst þess að samfélagið breytist. Kvenréttindafélag Íslands er sprottið upp úr einni þvílíkri byltingu, þegar konur risu á fætur og kröfðust þess að fá fullt aðgengi að stofnunum samfélagsins, að fá sjálfan kosningaréttinn. Og nú, rúmlega 100 árum síðar, sitjum við á kantinum og blásum eins fast og við getum í hvatningalúðrana, og hvetjum áfram byltingahetjurnar, feminískar konur í menntaskólum, háskólum og jafnvel grunnskólum landsins. Þessar konur lifa og hrærast í heimi sem formæður þeirra ættu erfitt með að ímynda sér, í stafrænum heimi veraldarvefsins. En ógnirnar sem þær takast á við eru þó gamalkunnugar og rótgrónar. Konur á veraldarvefnum þurfa að takast á við áreitni, við hótanir, við ofsóknir, við kynferðislegt ofbeldi. Ein birtingarmynd þessa ofbeldis er svokallað hrelliklám, þegar ljósmyndum sem sýna einstaklinga nakta og/eða á kynferðislegan máta er dreift án samþykkis þess sem á myndinni er. Í samfélaginu í dag, líkt og fyrir hundrað árum, ganga líkamar kvenna kaupum og sölum. Við búum enn í samfélagi þar sem konur eru markaðsvörur. Sú bylting sem #freethenipple konurnar standa á bak við er skref í átt að auknu kynfrelsi, skref í átt þess að við konur tökum yfirráðarétt yfir okkar eigin líkömum og neitum þeim sem vilja eigna sér þá, neitum því að í nekt kvenna sé falin skömm. Samtakamáttur íslenskra kvenna hefur gjörbreytt íslensku samfélagi síðustu hundrað árin, og skapað okkur betri heim. Enn og aftur standa konur saman, nú á veraldarvefnum, og krefjast þess að samfélagið virði yfirráðarétt kvenna yfir eigin lífi og líkama, að skömmin sem konur hafa dröslast með í gegnum aldirnar séu færðar á sinn rétta stað, í faðm þeirra sem vilja eigna sér og misnota líkama annarra. Þær konur sem hafa hafa tekið þátt í #freethenipple hreyfingunni munu finna fyrir ógnarkrafti feðraveldisins sem þær berjast á móti. Við því vill stjórn Kvenréttindafélagsins segja: Ef þið finnið fyrir mótlætinu, þá getið verið fullvissar um að þið séuð að gera eitthvað rétt. Við berum í (kappklæddum) brjóstum okkar fullan stuðning við aðgerðir ykkar og hlökkum til að takast á við feðraveldið í nýrri mynd,“ segir í ályktuninni.
#FreeTheNipple Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Fleiri fréttir Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sjá meira