Nexpo 2015: Plain Vanilla sprotafyrirtæki ársins Atli Ísleifsson skrifar 28. mars 2015 15:54 Þorsteinn Baldur Friðriksson, framkvæmdastjóri Plain Vanilla. Plain Vanilla var valið sprotafyrirtæki ársins á Nexpo verðlaunahátíðinni sem fram fór í gær. Í rökstuðningi dómnefndar segir að Plain Vanilla hafi farið sigurför um heiminn með ávanabindandi appinu QuizUp og hafi verið í samstarfi við fyrirtæki eins og Coca-Cola í kringum HM í fótbolta og HBO í tengslum við Game of Thrones. Verðlaun voru alls veitt í átta flokkum, þar af tveimur nýjum flokkum - sprotafyrirtæki ársins og besti markaðsárangur sprotafyrirtækis. Aðrir verðlaunaflokkar eru vefhetjan, app ársins, vefur, herferð og stafrænt markaðsstarf ársins. Þá var besta óhefðbundna auglýsing ársins verðlaunuð.Tæknivefurinn Simon tók við hátíðinni af fyrirtækinu Silent, sem vann hana í samstarfi við Vísi síðustu ár. Simon annaðist framkvæmd hátíðarinnar í samstarfi við Kjarnann og Klak Innovit.Verðlaunahafar ársins„Vefhetja ársins er Atli Fannar Bjarkason. „Honum einum tókst að koma nýjum fjölmiðli í loftið sem er ætlaður fyrir ungt fólk. Nútíminn fór í loftið 25. ágúst 2014 og hefur sprungið út síðan.App ársins er Strætó appið frá Strætó BS. Gamla appið var rækilega tekið í gegn og útlitið bætt, en helsta viðbótin var greiðslumöguleiki í appinu. Notendur þurfa ekki lengur að vera með klink eða strætómiða og geta því nýtt snjallsímann til þess að greiða fargjöld.Vefur ársins er Blær.is. Vefurinn þykir einstaklega vel hannaður og nýtir nútímatækni til þess að birta áhugavert efni. Blær virkar á öllum tækjum án þess að efnið líði fyrir það.Herferð ársins er Heim um jólin frá Icelandair, þar sem spilað var á tilfinningar áhorfenda. Ekki var annað hægt en að tárast örlítið undir lok auglýsingarinnar. Verðlaun fyrir stafrænt markaðsstarf ársins fékk Nova fyrir Nova Snap. Notkun Nova á nýmiðlinum Snapchat þykir einstaklega frumlegur, en þar sáu þjóðkunnir einstaklingar um að skemmta landsmönnum í stuttum 5-10 sekúndna myndbrotum.Óhefðbunda auglýsing ársins er Örugg borg frá UN Women á Íslandi. Augýsingin sýndi óhugnalegan raunveruleika byggðan á reynslusögum kvenna um allan heim á nýstárlegan hátt, þar sem áhorfendur upplifðu tvær hliðar samtímis með því að tengja snjallsímann við myndbandið. Plain Vanilla vann í flokkinum sprotafyrirtæki ársins. Plain Vanilla hefur farið siguför um heiminn með ávanabindandi appinu QuizUp og hefur verið í samstarfi við fyrirtæki eins og Coca-Cola í kringum HM í fótbolta og HBO í tengslum við Game of Thrones. Dómnefndin valdi svo Meniga fyrir besta markaðsárangur sprotafyrirtækis. Meniga bætti nýju appi í þjónustuflóru sína á árinu og þar sem notandinn getur fundið betri kjör í nágrenni sínu.“ Hér fyrir neðan má sjá myndasafn af verðlaunahöfum og gestum á Nexpo 2015. Game of Thrones Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Plain Vanilla var valið sprotafyrirtæki ársins á Nexpo verðlaunahátíðinni sem fram fór í gær. Í rökstuðningi dómnefndar segir að Plain Vanilla hafi farið sigurför um heiminn með ávanabindandi appinu QuizUp og hafi verið í samstarfi við fyrirtæki eins og Coca-Cola í kringum HM í fótbolta og HBO í tengslum við Game of Thrones. Verðlaun voru alls veitt í átta flokkum, þar af tveimur nýjum flokkum - sprotafyrirtæki ársins og besti markaðsárangur sprotafyrirtækis. Aðrir verðlaunaflokkar eru vefhetjan, app ársins, vefur, herferð og stafrænt markaðsstarf ársins. Þá var besta óhefðbundna auglýsing ársins verðlaunuð.Tæknivefurinn Simon tók við hátíðinni af fyrirtækinu Silent, sem vann hana í samstarfi við Vísi síðustu ár. Simon annaðist framkvæmd hátíðarinnar í samstarfi við Kjarnann og Klak Innovit.Verðlaunahafar ársins„Vefhetja ársins er Atli Fannar Bjarkason. „Honum einum tókst að koma nýjum fjölmiðli í loftið sem er ætlaður fyrir ungt fólk. Nútíminn fór í loftið 25. ágúst 2014 og hefur sprungið út síðan.App ársins er Strætó appið frá Strætó BS. Gamla appið var rækilega tekið í gegn og útlitið bætt, en helsta viðbótin var greiðslumöguleiki í appinu. Notendur þurfa ekki lengur að vera með klink eða strætómiða og geta því nýtt snjallsímann til þess að greiða fargjöld.Vefur ársins er Blær.is. Vefurinn þykir einstaklega vel hannaður og nýtir nútímatækni til þess að birta áhugavert efni. Blær virkar á öllum tækjum án þess að efnið líði fyrir það.Herferð ársins er Heim um jólin frá Icelandair, þar sem spilað var á tilfinningar áhorfenda. Ekki var annað hægt en að tárast örlítið undir lok auglýsingarinnar. Verðlaun fyrir stafrænt markaðsstarf ársins fékk Nova fyrir Nova Snap. Notkun Nova á nýmiðlinum Snapchat þykir einstaklega frumlegur, en þar sáu þjóðkunnir einstaklingar um að skemmta landsmönnum í stuttum 5-10 sekúndna myndbrotum.Óhefðbunda auglýsing ársins er Örugg borg frá UN Women á Íslandi. Augýsingin sýndi óhugnalegan raunveruleika byggðan á reynslusögum kvenna um allan heim á nýstárlegan hátt, þar sem áhorfendur upplifðu tvær hliðar samtímis með því að tengja snjallsímann við myndbandið. Plain Vanilla vann í flokkinum sprotafyrirtæki ársins. Plain Vanilla hefur farið siguför um heiminn með ávanabindandi appinu QuizUp og hefur verið í samstarfi við fyrirtæki eins og Coca-Cola í kringum HM í fótbolta og HBO í tengslum við Game of Thrones. Dómnefndin valdi svo Meniga fyrir besta markaðsárangur sprotafyrirtækis. Meniga bætti nýju appi í þjónustuflóru sína á árinu og þar sem notandinn getur fundið betri kjör í nágrenni sínu.“ Hér fyrir neðan má sjá myndasafn af verðlaunahöfum og gestum á Nexpo 2015.
Game of Thrones Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira