Innlent

Rúta fauk út af veginum við Hafnarfjall

Stefán Árni Pálsson skrifar
Fastir bílar hafa verið sóttir á Hálfdán, Fjarðarheiði, Steingrímsfjarðarheiði og á Möðrudalsöræfi.
Fastir bílar hafa verið sóttir á Hálfdán, Fjarðarheiði, Steingrímsfjarðarheiði og á Möðrudalsöræfi. Mynd/Björgunarfélag Hornafjarðar
Nokkuð hefur verið um útköll björgunarsveita í dag. Beðið hefur verið um aðstoð vegna foks í Reykjanesbæ, Patreksfirði, Hellu, Reykjavík, Grímsnesi, Skagaströnd og Blönduósi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbjörgu.

Ökumenn hafa svo verið í vandræðum í dag. Við Hafnarfjall fauk rúta út af veginum á þriðja tímanum í dag og ferjuðu björgunarsveitir 17 farþega hennar í hús.

Einnig hafa fastir bílar verið sóttir á Hálfdán, Fjarðarheiði,  Steingrímsfjarðarheiði og á Möðrudalsöræfi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×