Mikið álag á 112: Tré upp með rótum og Strætóskýli fjúka Stefán Árni Pálsson skrifar 14. mars 2015 09:42 Skelfilegt veður er á öllu landinu í dag. mynd/Máney Dögg og aðsend Strætóskýli fauk út á veginn í Vallarhverfinu í Hafnarfirði og liggur það á veginum rétt hjá Hauka-heimilinu. Fleiri strætóskýli hafa fokið á höfuðborgarsvæðinu. Þá flettist upp malbik á veginum milli Voga og Grindavíkurafleggjaranum þegar ekið er í átt til Keflavíkur. Lögreglan á Suðurnesjunum vill biðla til fólks að fara varlega og helst ekki ferðast um veginn að óþörfu. Lögreglan er á staðnum og Vegagerðin er á leiðinni til þess að lagfæra veginn. Einnig mun þakið á reiðhöllinni í Víðidal vera að fjúka af. Nokkur tré hafa rifnað upp með rótum á höfuðborgarsvæðinu. Mikið álag er á 112 vegna tilkynninga um foktjón og biðlar 112 til almennings að nota ekki 112 nema í neyðartilvikum núna þegar mesti hvellurinn er að ganga yfir. Hægt sé að senda þeim tilkynningar um minna alvarleg mál gegnum fésbókarsíðu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.mynd/aðsendHér að neðan má sjá nokkrar myndir sem lesendur Vísis hafa sent fréttastofu. Staðan er alvarleg á höfuðborgarsvæðinu og fólk á ekki að vera á ferð. Í tilkynningu frá Strætó segir: „Því miður er ekki hægt að halda úti akstri vagnaflota Strætó bs. sökum veðurs. Ákvörðunin er tekin í samráði við Almannavaranir og Lögreglu. Strætó biður farþega sína innilegrar afsökunar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda en í aðstæðum sem þessum er öryggi farþega og starfsfólks sett umfram tímaáætlun. Athugað verður með akstur upp úr hádegi þegar veður fer að ganga niður.“Búist er við einu versta veðrið vetrarins í dag. Varað hefur verið við roki eða ofsaveðri, þar sem meðalvindur er frá 24 til 30 metrum á sekúndu, og að hætta sé á vatnsflóðum, votum snjóflóðum, krapaflóðum og skriðuföllum víða um land vegna mikilla leysinga. mynd/aðsendmynd/aðsendmynd/aðsend Veður Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Sjá meira
Strætóskýli fauk út á veginn í Vallarhverfinu í Hafnarfirði og liggur það á veginum rétt hjá Hauka-heimilinu. Fleiri strætóskýli hafa fokið á höfuðborgarsvæðinu. Þá flettist upp malbik á veginum milli Voga og Grindavíkurafleggjaranum þegar ekið er í átt til Keflavíkur. Lögreglan á Suðurnesjunum vill biðla til fólks að fara varlega og helst ekki ferðast um veginn að óþörfu. Lögreglan er á staðnum og Vegagerðin er á leiðinni til þess að lagfæra veginn. Einnig mun þakið á reiðhöllinni í Víðidal vera að fjúka af. Nokkur tré hafa rifnað upp með rótum á höfuðborgarsvæðinu. Mikið álag er á 112 vegna tilkynninga um foktjón og biðlar 112 til almennings að nota ekki 112 nema í neyðartilvikum núna þegar mesti hvellurinn er að ganga yfir. Hægt sé að senda þeim tilkynningar um minna alvarleg mál gegnum fésbókarsíðu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.mynd/aðsendHér að neðan má sjá nokkrar myndir sem lesendur Vísis hafa sent fréttastofu. Staðan er alvarleg á höfuðborgarsvæðinu og fólk á ekki að vera á ferð. Í tilkynningu frá Strætó segir: „Því miður er ekki hægt að halda úti akstri vagnaflota Strætó bs. sökum veðurs. Ákvörðunin er tekin í samráði við Almannavaranir og Lögreglu. Strætó biður farþega sína innilegrar afsökunar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda en í aðstæðum sem þessum er öryggi farþega og starfsfólks sett umfram tímaáætlun. Athugað verður með akstur upp úr hádegi þegar veður fer að ganga niður.“Búist er við einu versta veðrið vetrarins í dag. Varað hefur verið við roki eða ofsaveðri, þar sem meðalvindur er frá 24 til 30 metrum á sekúndu, og að hætta sé á vatnsflóðum, votum snjóflóðum, krapaflóðum og skriðuföllum víða um land vegna mikilla leysinga. mynd/aðsendmynd/aðsendmynd/aðsend
Veður Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Sjá meira