Innlent

Ratsjármynd af landinu sýnir hvernig óveðrið var

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Myndin er tekin á SENTINEL-1 frá ESA.
Myndin er tekin á SENTINEL-1 frá ESA. Jarðvísindastofnun Háskólans
Jarðvísindastofnun Háskólans hefur birt ratsjármynd af vestanverðu landinu sem tekin var í hvassviðrinu í morgun. Myndin er tekin á SENTINEL-1 frá ESA, en hún er unnin af Jarðvísindastofnun.

Á ratsjármynd sem þessari sést landið án þess að ský skyggi á það eða birtuskilyrði hafi áhrif á myndina. Öldur og vindstrengir koma hins vegar vel fram á svona myndum.

„Því úfnari sem sjórinn er, því ljósari verður hann á myndinni. Myndin er tekin rétt rúmlega átta í morgun,“ segir í texta með myndinni á Facebook-síðu Jarðvísindastofnunnar. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×