Handbolti

Sjö íslensk mörk í Íslendingaslag

Anton Ingi Leifsson skrifar
Rúnar í landsleik, en hann skoraði fjögur mörk í leiknum í kvöld.
Rúnar í landsleik, en hann skoraði fjögur mörk í leiknum í kvöld. Vísir/Vilhelm
Rúnar Kárason og Arnór Þór Gunnarsson gerðu samtals sjö mörk í Íslendingaslag í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Lið þeirra Bergrischer og Hannover-Burgdorf skildu jöfn, 31-31.

Leikurinn var mjög jafn í fyrri hálfleik og eftir stundarfjórðung var staðan jöfn 8-8. Bergrischer skoraði hins vegar síðustu tvö mörk fyrir hálfleiks og þeir leiddu í hálfleik 16-14.

Í síðari hálfleik var sama uppá teningnum; mikil spenna. Hannover var þó alltaf skrefi á undan nær allan síðari hálfleikinn, en Bergrischer jafnaði metinn í 31-31 þegar 41 sekúnda var eftir.

Þá tóku gestirnir í Hannover-Burgdorf leikhlé, en þeir náðu ekki að troða inn einu marki undir lokin. Lokatölur 31-31.

Maximilian Weiß var markahæstur hjá heimamönnum í Bergrischer með sjö mörk, en Arnór Þór Gunnarsson skoraði fjögur, þar af þrjú af vítalínunni. Björgvin Páll Gústavsson spilaði ekkert samkvæmt opinberri heimasíðu þýska sambandsins.

Rúnar Kárason skoraði þrjú mörk fyrir gestina, en Ólafur Guðmundsson komst ekki á blað. Kai Häfner var markahæstur hjá þeim með níu mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×