Innlent

Snarpasta hviðan fór nálægt Íslandsmetinu

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Það var ansi hvasst í dag.
Það var ansi hvasst í dag. Vísir/Sunna
Snarpasta vindhviðan sem mældist á landinu í dag var 73,5 metrar á sekúndu. Það er rétt undir Íslandsmetinu en snarpasta hviða sem mælst hefur á landinu er 74,5 metrar á sekúndu. RÚV greinir frá þessu.

Vindhviðan í dag mældist á Skarðsheiði en ef hraðinn er umreiknaður var hún 264,6 kílómetrar á klukkustund. Sé Íslandsmetið umreiknað er það 268,2 kílómetrar á klukkustund.

Hraðasti meðalvindur í dag mældist 44,4 metrar á sekúndu og var það við Skarðsmýrarfjall.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×