Handbolti

Barcelona niðurlægði Álaborg

Guðjón Valur í leik með Barcelona.
Guðjón Valur í leik með Barcelona. vísir/epa
Leikmenn Álaborgar voru eins og lömb leidd til slátrunar er þeir tóku á móti Barcelona í dag í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.

Það var frábær stemning í Gigantium-höllinni og allt með Álaborg en leikmenn liðsins höfðu ekkert í stórlið Barcelona að gera.

Það var hreinlega labbað yfir þá frá fyrstu mínútu. Staðan í leikhléi var 16-5. Já, 16-5. Leikmenn Álaborgar fundu engar glufur á varnarmúr Barcelona.

Lokatölur voru síðan 11-31 sem eru fáheyrðar tölur á þessu stigi keppninnar. Barcelona er komið áfram í keppninni, það er bara þannig. Leikmenn Álaborgar geta nýtt ferðina til Spánar og bara legið í sólinni.

Guðjón Valur Sigurðsson skoraði tvö mörk fyrir Barcelona í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×