Handbolti

PSG hleraði leikhlé Dunkerque

Þýska landsliðið tekur hér leikhlé og hljóðneminn á sínum stað. Kannski mun hann heyra sögunni til á næsta tímabili?
Þýska landsliðið tekur hér leikhlé og hljóðneminn á sínum stað. Kannski mun hann heyra sögunni til á næsta tímabili? vísir/getty
Nú er hafin umræðu um upptökur á leikhléum í handbolta eftir að PSG misnotaði tæknina í Meistaradeildarleik sínum gegn Dunkerque.

Í leikhléum má heyra og sjá hvað þjálfarar liðanna eru að leggja upp. Lið hafa hingað til virt friðhelgi andstæðingsins og ekki reynt að nota upplýsingarnar sem þar koma fram sér í hag.

Þar til um síðustu helgi er aðstoðarþjálfari PSG hlustaði á leikhlé Dunkerque í spjaldtölvunni sinni og kom upplýsingunum síðan áleiðis til þjálfara liðsins.

Það varð þess valdandi að þjálfari Dunkerque, Patrick Cazal, leyfði enga hljóðnema er hann tók leikhlé í síðari hálfleiknum.

„Ég skil vel að þetta sé gert til þess að hleypa áhorfendum nær leiknum en ef menn ætla að misnota þetta þá verður að banna hljóðnemana," sagði Cazal.

Þjálfarinn segir að einnig sé hægt að skoða að banna spjaldtölvur eða álíka búnað á bekknum svo ekki sé hægt að hlera andstæðinginn. Hann bendir reyndar líka á að sum lið séu farin að safna saman leikhléum andstæðinganna til þess að læra betur inn á liðið.

PSG vann fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitunum með tveim mörkum og mikil spenna fyrir síðari leikinn.

Nú er hafin umræðu um upptökur á leikhléum í handbolta eftir að

PSG misnotaði tæknina í Meistaradeildarleik sínum gegn

Dunkerque.

Í leikhléum má heyra og sjá hvað þjálfarar liðanna eru að

leggja upp. Lið hafa hingað til virt friðhelgi andstæðingsins

og ekki reynt að nota upplýsingarnar sem þar koma fram sér í

hag.

Þar til um síðustu helgi er aðstoðarþjálfari PSG hlustaði á

leikhlé Dunkerque í spjaldtölvunni sinni og kom upplýsingunum

síðan áleiðis til þjálfara liðsins.

Það varð þess valdandi að þjálfari Dunkerque, Patrick Cazal,

leyfði enga hljóðnema er hann tók leikhlé í síðari hálfleiknum.

„Ég skil vel að þetta sé gert til þess að hleypa áhorfendum nær

leiknum en ef menn ætla að misnota þetta þá verður að banna

hljóðnemanna," sagði Cazal.

Þjálfarinn segir að einnig sé hægt að skoða að banna

spjaldtölvur eða álíka búnað á bekknum svo ekki sé hægt að

hlera andstæðinginn.

PSG vann fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitunum með tveim

mörkum og mikil spenna fyrir síðari leikinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×