Handbolti

Kim Andersson aftur heim til Svíþjóðar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Kim Andersson í leik gegn íslenska landsliðinu.
Kim Andersson í leik gegn íslenska landsliðinu. Vísir/Getty
Stórskyttan Kim Andersson, fyrrum leikmaður Kiel, hefur ákveðið að yfirgefa herbúðir KIF Kolding Kaupmannahafnar og semja við æskufélag sitt, Ystad, í Svíþjóð.

Þetta tilkynnti danska félagið í kvöld en Andersson hefur verið hjá KIF síðustu þrjú árin en hefur á þeim tíma glímt við þrálát meiðsli í öxl.

Hann tilkynnti eftir HM í Katar fyrr í vetur að hann væri hættur að spila með sænska landsliðinu og nú ætlar hann að minnka álagið enn frekar með því að fara aftur heim til Svíþjóðar.

„Ég hef alltaf sagt að ég vilji ljúka mínum ferli heima í sænsku deildinni og nú hefur Ystad gefið mér tækifæri til þess,“ sagði Andersson á heimasíðu KIF, sem Aron Kristjánsson þjálfar.

Andersson er 32 ára gamall og lék með Ystad sem unglingur, áður en hann hélt til Sävehof og spilaði þar í fjögur ár. Þaðan hélt hann til Kiel og var hann á mála hjá liðinu frá 2005 til 2012.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×