Emil lét húðflúra mynd af látnum föður sínum á handlegginn Tómas Þór Þórðarson skrifar 18. mars 2015 10:30 Emil Hallfreðsson og Hallfreður Emilsson. vísir/andri marinó/instagram Emil Hallfreðsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, birti á mánudaginn á Instagram-síðu sinni nýtt húðflúr sem hann lét gera á framhandlegg sinn. Þar skartar hann nú glæsilegu flúri sem er gert eftir mynd af föður hans, Hallfreði Emilssyni, sem lést fyrir aldur fram í september á síðasta ári. Gunnar V, húðflúrlistamaður, ferðaðist til Verona, þar sem Emil spilar, til að flúra landsliðsmanninn. „Ég var svo heppinn að fá boð til Ítalíu til að flúra Emil Hallfreðsson. Ég verð hér í viku og þvílík borg. Þetta er húðflúr af föður hans sem lést nýlega. Þvílíkur heiður að vera treyst til að gera þetta flúr,“ segir Gunnar V á Facebook-síðu sinni þar sem hann birtir einnig myndir af flúrinu. Sjálfur fagnar Emil því að Gunnar hafi komið til Verona. „Ótrúlega gaman að Gunnar V skuli hafa gefið sér tíma og kíkt á mig til Verona og flúrað portrait af pabba mínum svona snilldarlega á mig. Minningin um besta pabba í heimi lifir,“ skrifar hann á Instagram. Emil og Hallfreður voru mjög nánir, en hann talaði mikið um faðir sinn og andlát hans í kringum landsleiki Íslands gegn Lettlandi og Hollandi í september. Þrátt fyrir mikið áfall gaf Emil kost á sér í leikina og spilaði frábærlega. „Kannski hefur pabbi verið með mér hérna í síðustu leikjum. Mig langaði að spila fyrir hann. Eftir hvern einasta leik finn ég fyrir nærveru hans í hjarta mínu,“ sagði Emil við Vísi eftir sigurinn á Hollandi. Emil skoraði svo í lok október glæsilegt mark fyrir Hellas Verona á móti Napoli í ítölsku A-deildinni og táraðist nánast af gleði, en þegar hann fagnaði horfði Emil til himins og tileinkaði föður sínum markið. „Það var erfitt að þurfa að kveðja hann sem föður og minn besta vin í lífinu. Ég mun halda minningu hans á lofti en um leið halda áfram að lifa lífinu. Það hefði hann viljað,“ sagði Emil við Vísi fyrir leik Lettlands og Íslands. Emil hefur spilað frábærlega fyrir Hellas Verona að undanförnu sem eru góð tíðindi fyrir íslenska landsliðið, en það mætir Kasakstan í undankeppni EM 2016 í lok mánaðarins. Þar verður Emil vafalítið í stóru hlutverki eins og alla undankeppnina. Ótrúlega gaman að @gunnar_v_tattoo_artist skuli hafa gefið sér tíma og kíkt á mig til Verona og flúrað portrait af pabba mínum svona snilldarlega á mig. Minningin um besta pabba í heimi lifir A photo posted by @emmihall on Mar 16, 2015 at 10:42am PDT Post by Gunnar V - Icelandic tattoo artist. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Bætti heimsmetið aftur Sport Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Fleiri fréttir Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Sjá meira
Emil Hallfreðsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, birti á mánudaginn á Instagram-síðu sinni nýtt húðflúr sem hann lét gera á framhandlegg sinn. Þar skartar hann nú glæsilegu flúri sem er gert eftir mynd af föður hans, Hallfreði Emilssyni, sem lést fyrir aldur fram í september á síðasta ári. Gunnar V, húðflúrlistamaður, ferðaðist til Verona, þar sem Emil spilar, til að flúra landsliðsmanninn. „Ég var svo heppinn að fá boð til Ítalíu til að flúra Emil Hallfreðsson. Ég verð hér í viku og þvílík borg. Þetta er húðflúr af föður hans sem lést nýlega. Þvílíkur heiður að vera treyst til að gera þetta flúr,“ segir Gunnar V á Facebook-síðu sinni þar sem hann birtir einnig myndir af flúrinu. Sjálfur fagnar Emil því að Gunnar hafi komið til Verona. „Ótrúlega gaman að Gunnar V skuli hafa gefið sér tíma og kíkt á mig til Verona og flúrað portrait af pabba mínum svona snilldarlega á mig. Minningin um besta pabba í heimi lifir,“ skrifar hann á Instagram. Emil og Hallfreður voru mjög nánir, en hann talaði mikið um faðir sinn og andlát hans í kringum landsleiki Íslands gegn Lettlandi og Hollandi í september. Þrátt fyrir mikið áfall gaf Emil kost á sér í leikina og spilaði frábærlega. „Kannski hefur pabbi verið með mér hérna í síðustu leikjum. Mig langaði að spila fyrir hann. Eftir hvern einasta leik finn ég fyrir nærveru hans í hjarta mínu,“ sagði Emil við Vísi eftir sigurinn á Hollandi. Emil skoraði svo í lok október glæsilegt mark fyrir Hellas Verona á móti Napoli í ítölsku A-deildinni og táraðist nánast af gleði, en þegar hann fagnaði horfði Emil til himins og tileinkaði föður sínum markið. „Það var erfitt að þurfa að kveðja hann sem föður og minn besta vin í lífinu. Ég mun halda minningu hans á lofti en um leið halda áfram að lifa lífinu. Það hefði hann viljað,“ sagði Emil við Vísi fyrir leik Lettlands og Íslands. Emil hefur spilað frábærlega fyrir Hellas Verona að undanförnu sem eru góð tíðindi fyrir íslenska landsliðið, en það mætir Kasakstan í undankeppni EM 2016 í lok mánaðarins. Þar verður Emil vafalítið í stóru hlutverki eins og alla undankeppnina. Ótrúlega gaman að @gunnar_v_tattoo_artist skuli hafa gefið sér tíma og kíkt á mig til Verona og flúrað portrait af pabba mínum svona snilldarlega á mig. Minningin um besta pabba í heimi lifir A photo posted by @emmihall on Mar 16, 2015 at 10:42am PDT Post by Gunnar V - Icelandic tattoo artist.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Bætti heimsmetið aftur Sport Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Fleiri fréttir Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn