Geðþokki Sigga og skeggvöxtur heillaði OMAM: „Hann er bara svo flottur gæi“ Birgir Olgeirsson skrifar 18. mars 2015 11:15 Frammistaða leikarans Sigurðar Sigurjónssonar í myndbandinu Crystals hefur vakið mikla eftirtekt. „Hugmyndin var að fá einhvern til að syngja með laginu af lífi og sál og útlitið á honum er svo gott contrast á móti röddinni hennar Nönnu,“ sagði Ragnar Þórhallsson, annar af söngvurum hljómsveitarinnar Of Monsters and Men við Rúnar Róberts á Bylgjunni um ástæðu þess að leikarinn Sigurður Sigurjónsson varð fyrir valinu fyrir myndband þeirra við lagið Crystals. „Svo er hann bara eitthvað svo „likeable“ gæi,“ sagði Ragnar um Sigurð sem hefur vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína í myndbandinu þar sem hann syngur með laginu Crystals af mikilli innlifun. Ragnar tók þó fram að hann hefði ekki verið á landinu þegar myndbandið var tekið upp en hins vegar var söngkona Of Monsters and Men, Nanna Bryndís Hilmarsdóttir, á staðnum og segir Sigurð hafa staðið sig ótrúlega vel. „Hann er bara svo flottur gæi. Þetta var hugmynd sem kom svo rosalega skyndilega,“ sagði Nanna og sagði skeggvöxt Sigurðar hafa heillað þau í bandinu upp úr skónum. „Svo stóð hann sig alveg ótrúlega vel. Hafði ekki mikið fyrir þessu,“ sagði Nanna. Vísir ræddi við Sigurð á mánudag skömmu eftir að myndbandið hafði verið birt á myndbandavefnum YouTube og sagði hann við það tilefni að hann sé mikill aðdáandi Of Monsters and Men og það hefði ekki minnkað þegar þau báðu hann um að syngja með laginu. Hljómsveitin mun senda frá sér sína aðra breiðskífu í sumar sem mun bera titilinn Beneath the Skin og mun halda tónleika í tónlistar- og ráðstefnuhúsinu Hörpu í ágúst.Hér má sjá myndbandið við lagið Crystals. Tónlist Tengdar fréttir Of Monsters and Men heldur tónleika á Íslandi "Það verður gott að koma aðeins heim og fá skammt af íslensku sumri í leiðinni,“ segir Ragnar Þórhallsson. 17. mars 2015 08:30 Siggi Sigurjóns fer á kostum í myndbandi Of Monsters and Men: "Of spennandi og skrýtið til að hafna því“ Syngur af mikilli innlifun með laginu Crystals. 16. mars 2015 19:31 Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi Tíska og hönnun Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Lífið Fleiri fréttir Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
„Hugmyndin var að fá einhvern til að syngja með laginu af lífi og sál og útlitið á honum er svo gott contrast á móti röddinni hennar Nönnu,“ sagði Ragnar Þórhallsson, annar af söngvurum hljómsveitarinnar Of Monsters and Men við Rúnar Róberts á Bylgjunni um ástæðu þess að leikarinn Sigurður Sigurjónsson varð fyrir valinu fyrir myndband þeirra við lagið Crystals. „Svo er hann bara eitthvað svo „likeable“ gæi,“ sagði Ragnar um Sigurð sem hefur vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína í myndbandinu þar sem hann syngur með laginu Crystals af mikilli innlifun. Ragnar tók þó fram að hann hefði ekki verið á landinu þegar myndbandið var tekið upp en hins vegar var söngkona Of Monsters and Men, Nanna Bryndís Hilmarsdóttir, á staðnum og segir Sigurð hafa staðið sig ótrúlega vel. „Hann er bara svo flottur gæi. Þetta var hugmynd sem kom svo rosalega skyndilega,“ sagði Nanna og sagði skeggvöxt Sigurðar hafa heillað þau í bandinu upp úr skónum. „Svo stóð hann sig alveg ótrúlega vel. Hafði ekki mikið fyrir þessu,“ sagði Nanna. Vísir ræddi við Sigurð á mánudag skömmu eftir að myndbandið hafði verið birt á myndbandavefnum YouTube og sagði hann við það tilefni að hann sé mikill aðdáandi Of Monsters and Men og það hefði ekki minnkað þegar þau báðu hann um að syngja með laginu. Hljómsveitin mun senda frá sér sína aðra breiðskífu í sumar sem mun bera titilinn Beneath the Skin og mun halda tónleika í tónlistar- og ráðstefnuhúsinu Hörpu í ágúst.Hér má sjá myndbandið við lagið Crystals.
Tónlist Tengdar fréttir Of Monsters and Men heldur tónleika á Íslandi "Það verður gott að koma aðeins heim og fá skammt af íslensku sumri í leiðinni,“ segir Ragnar Þórhallsson. 17. mars 2015 08:30 Siggi Sigurjóns fer á kostum í myndbandi Of Monsters and Men: "Of spennandi og skrýtið til að hafna því“ Syngur af mikilli innlifun með laginu Crystals. 16. mars 2015 19:31 Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi Tíska og hönnun Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Lífið Fleiri fréttir Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Of Monsters and Men heldur tónleika á Íslandi "Það verður gott að koma aðeins heim og fá skammt af íslensku sumri í leiðinni,“ segir Ragnar Þórhallsson. 17. mars 2015 08:30
Siggi Sigurjóns fer á kostum í myndbandi Of Monsters and Men: "Of spennandi og skrýtið til að hafna því“ Syngur af mikilli innlifun með laginu Crystals. 16. mars 2015 19:31
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“