Handbolti

Átta mörk Vignis dugðu ekki gegn deildarmeisturunum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vignir í leik með íslenska landsliðinu.
Vignir í leik með íslenska landsliðinu. Vísir/Eva Björk
Vignir Svavarsson skoraði átta mörk og var markahæstur í liði Midtjylland sem mátti þola svekkjandi tap gegn toppliði og deildarmeisturum KIF Kolding Köbenhavn í lokaumferðinni í kvöld.

Eftir jafnan og spennandi leik náði Midtjylland forystu, 28-27, þegar rúmar fjórar mínútur voru eftir. Þá lokuðu lærisveinar Arons Kristjánssonar á heimamenn og tryggðu sér sigur með því að skora síðustu þrjú mörk leiksins.

KIF endaði með 45 stig á toppi deildarinnar en Midtjylland í sjötta sætinu með 28 stig. Álaborg, lið Ólafs Gústafssonar, hafnaði í öðru sæti með 38 stig en liðið vann botnlið Odder í kvöld, 27-22. Ólafur er frá keppni vegna meiðsla.

Sigvaldi Guðjónsson var ekki á meðal markaskorara Bjerringbro/Silkeborg sem vann GOG, 22-20, og hafnaði í þriðja sæti.

Þá skoraði Guðmundur Árni Ólafsson eitt mark fyrir Mors-Thy sem tapaði fyrir Ribe-Esbjerg, 26-24, og missti þar með af úrslitakeppninni. Mors-Thy endaði í tíunda sæti með 24 stig.

Århus var síðasta liðið til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina en liðið vann Skanderborg, 28-26.

Liðin átta skiptast nú í tvo riðla og mætast öll heima og að heiman. Sigurvegarar riðlanna leika svo um Danmerkurmeistaratitilinn í þriggja leikja einvígi.

1. riðill:

KIF 2 stig

Team Tvis 1 stig

Skjern 0 stig

Århus 0 stig

2. riðill:

Aalborg 2 stig

Bjerringbro/Silkeborg 1 stig

Midtjylland 0 stig

GOG 0 stig




Fleiri fréttir

Sjá meira


×