Umfjöllun og viðtöl: Valur - Haukar 25-23 | Laskað lið Vals sigraði Hauka Anton Ingi Leifsson í Vodafone-höllinni skrifar 19. mars 2015 20:45 Kári Kristján Kristjánsson, leikmaður Vals. vísir/ernir Valsmenn unnu Hauka í viðureign frændliðanna á Hlíðarenda í kvöld, en leikurinn var ansi skemmtilegur fyrir þá áhorfendur sem létu sjá sig í kvöld. Lokatölur urðu 25-23 eftir spennandi lokamínútur. Fyrri hálfleikurinn var virkilega jafn og spennandi og gestirnir úr Haukum leiddu með tveimur mörkum í hálfleik, 12-10. Valsmenn byrjuðu af miklu krafti í síðari hálfleikinn og leikurinn var virkilega jafn og spennandi í síðari hálfleik, en heimamenn unnu tveggja marka sigur eins og fyrr segir. Skörð voru höggvin í bæði lið fyrir leikinn, en þó aðallega lið Vals. Alexander Örn Júlíusson, Stephen Nielsen, Geir Guðmundsson og Guðmundur Hólmar Helgason voru allir fjarverandi hjá heimamönnum, en hjá gestunum var það einungis Heimir Óli Heimisson sem var ekki með. Liðin héldust í hendur nánast allan fyrri hálfleikinn, en Haukarnir náðu mest tveggja marka forystu; 5-7. Valsmenn voru fljótir að jafna og staðan stuttu síðar 7-7. Heimamenn nýttu tækifærið einum fleiri virkilega illa í fyrri hálfleik og fóru illa með sínar sóknir þegar gestirnir úr Hafnarfirði voru í kælingu. Haukarnir reyndust örlítið sterkari síðari part fyrri hálfleiks og komust mest þremur mörkum yfir, 11-8. Heimamenn náðu aðeins að laga stöðuna og staðan 12-10 fyrir Val í hálfleik. Átta leikmenn gestana voru búnir að skora í fyrri hálfleik, en einungis þrír hjá Valsmönnum. Ótrúleg tölfræði. Heimamenn byrjuðu síðari hálfleikinn af krafti. Þeir skoruðu fjögur fyrstu mörkin og staðan orðinn 14-12 fyrir þeim. Þeir voru svo ávallt skrefi á undan, en Haukarnir voru aldrei langt undan. Haukarnir náðu forystunni þegar sex mínútur voru eftir 21-22. Heimamenn skoruðu þá fjögur mörk gegn einungis einu Haukamarki og lokatölur 25-23 sigur Vals. Það sem fór með þetta fyrir gestina var án nokkurs vafa færanýtingin. Þeir glutruðu hverju dauðafærinu á eftir öðru, klúðruðu þremur af sjö vítum sínum þar á meðal einu þegar rúmar tvær mínútur voru eftir. Karakterinn virtist vera meiri Valsmegin undir lokin. Kári Kristján Kristjánsson var frábær, eins og svo oft áður, en hann skoraði níu mörk úr tíu skotum í kvöld. Elvar Friðriksson kom næstur með fimm. Hlynur Morthens varði einnig vel í markinu, en hann endaði með tæplega 50% markvörslu. Jón Þorbjörn Jóhannsson reyndist heimamönnum erfiður, en hann skoraði allt í allt sjö mörk. Þó er ég viss um að Jón Þorbjörn sé hundfúll út í sjálfan sig því hann fór með nokkur dauðafæri á mikilvægum tímapunktum. Giedrius Morkunas varði vel í fyrri hálfleik og í síðari hluta seinni hálfleiks. Valsmenn eru því enn á toppnum, en Haukarnir eru nú fjórum stigum á eftir FH sem er í fjórða sætinu. Fjórða sætið gefur heimavallarrétt í úrslitakeppninni, en einungis fjórar umferðir eru eftir af deildarkeppninni.Kári Kristján: Það var kominn tími til! „Ofboðslegur karakter. Það vantaði fjóra leikmenn sem byrja yfirleitt,” voru fyrstu viðbrögð Kára Kristjáns Kristjánsson, markahæsta leikmanns Vals, í leikslok. „Það vantaði fjóra leikmenn sem byrja yfirleitt og ef rasavélin fer í gang þá kom maður manns í stað, þessi hérna og hinn steig upp og við spiluðum meira sem lið heldur en í síðasta leik gegn Fram. Þá small þetta allt. „Bubbi var frábær í markinu, en við vorum í erfiðleikum allan leikinn með Jón Þorbjörn á línunni. Hann var algjörlega frábær.” „Við skoruðum bara tíu mörk í fyrri hálfleik, en við vorum hins vegar að fá ágætis færi. Þeir skoruðu sex mörk af línunni í fyrri hálfleik og þrjú úr hraðarupphlaupum þannig við fengum bara þrjú mörk á okkur utan af velli.” „Þeir héldu svo áfram að dæla inná Jón Þorbjörn í síðari hálfleik og við vorum bara í vandræðum með hann allan leikinn,” en Kári var ánægður með að félagar hans voru girmmir að finna hann á línunni. „Já loksins! Ertu að grínast? Það var kominn tími til.” „Eftir dapran leik síðast þá rifum við okkur upp, en þetta var mjög dapurt síðast. Það sýnir að ef þú mætir á rassgatinu þá verðuru flengdur. Það kom sem betur fer núna heldur en að koma í úrslitakeppninni.” „Það er titill í boði og við ætlum að taka hann,” sagði Kári að lokum aðspurður hvort Valsmenn ætluðu ekki að verja fyrsta sætið með kjafti og klóm.Óskar: Stríðið langt frá því að vera tapað „Við klúðrum of mikið af dauðafærum, við brenndum af vítum og færum af sex metrunum. Við þurfum að klára þannig færi til að fara með sigur af hólmi í svona leikjum,” sagði Óskar Ármannsson í leikslok, en Óskar stýrði liði Hauka í fjarveru Patreks Jóhannessonar sem var í leikbanni. „Það vantaði aðeins upp á að við stýrðum spennustiginu betur. Það vantaði þó ekkert uppá baráttuna og allt slíkt var til fyrirmyndar, en til að klára leiki gegn svona góðu liði þá þarf að klára þessi stóru atriði.” „Það var margt mjög gott í þessum leik. Mér fannst varnarleikurinn full kaflaskiptur. Mér fannst við ekki nægilega sterkir gegn Kára. Við byrjuðum í grimmri 3-2-1 vörn og réðum ekki við Kára.” „Við breyttum því fljótt í 6-0, en Kári er sterkur í þessari stöðu. Mér fannst þetta heldur kaflaskipt varnarlega séð.” „Þó þessi leikur hafi tapast þá er stríðið langt frá því að vera tapað. Það er bara næsti leikur og hann gefur tvö stig,” sagði klisjukenndur Óskar Ármannsson í leikslok. Olís-deild karla Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Fleiri fréttir Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Sjá meira
Valsmenn unnu Hauka í viðureign frændliðanna á Hlíðarenda í kvöld, en leikurinn var ansi skemmtilegur fyrir þá áhorfendur sem létu sjá sig í kvöld. Lokatölur urðu 25-23 eftir spennandi lokamínútur. Fyrri hálfleikurinn var virkilega jafn og spennandi og gestirnir úr Haukum leiddu með tveimur mörkum í hálfleik, 12-10. Valsmenn byrjuðu af miklu krafti í síðari hálfleikinn og leikurinn var virkilega jafn og spennandi í síðari hálfleik, en heimamenn unnu tveggja marka sigur eins og fyrr segir. Skörð voru höggvin í bæði lið fyrir leikinn, en þó aðallega lið Vals. Alexander Örn Júlíusson, Stephen Nielsen, Geir Guðmundsson og Guðmundur Hólmar Helgason voru allir fjarverandi hjá heimamönnum, en hjá gestunum var það einungis Heimir Óli Heimisson sem var ekki með. Liðin héldust í hendur nánast allan fyrri hálfleikinn, en Haukarnir náðu mest tveggja marka forystu; 5-7. Valsmenn voru fljótir að jafna og staðan stuttu síðar 7-7. Heimamenn nýttu tækifærið einum fleiri virkilega illa í fyrri hálfleik og fóru illa með sínar sóknir þegar gestirnir úr Hafnarfirði voru í kælingu. Haukarnir reyndust örlítið sterkari síðari part fyrri hálfleiks og komust mest þremur mörkum yfir, 11-8. Heimamenn náðu aðeins að laga stöðuna og staðan 12-10 fyrir Val í hálfleik. Átta leikmenn gestana voru búnir að skora í fyrri hálfleik, en einungis þrír hjá Valsmönnum. Ótrúleg tölfræði. Heimamenn byrjuðu síðari hálfleikinn af krafti. Þeir skoruðu fjögur fyrstu mörkin og staðan orðinn 14-12 fyrir þeim. Þeir voru svo ávallt skrefi á undan, en Haukarnir voru aldrei langt undan. Haukarnir náðu forystunni þegar sex mínútur voru eftir 21-22. Heimamenn skoruðu þá fjögur mörk gegn einungis einu Haukamarki og lokatölur 25-23 sigur Vals. Það sem fór með þetta fyrir gestina var án nokkurs vafa færanýtingin. Þeir glutruðu hverju dauðafærinu á eftir öðru, klúðruðu þremur af sjö vítum sínum þar á meðal einu þegar rúmar tvær mínútur voru eftir. Karakterinn virtist vera meiri Valsmegin undir lokin. Kári Kristján Kristjánsson var frábær, eins og svo oft áður, en hann skoraði níu mörk úr tíu skotum í kvöld. Elvar Friðriksson kom næstur með fimm. Hlynur Morthens varði einnig vel í markinu, en hann endaði með tæplega 50% markvörslu. Jón Þorbjörn Jóhannsson reyndist heimamönnum erfiður, en hann skoraði allt í allt sjö mörk. Þó er ég viss um að Jón Þorbjörn sé hundfúll út í sjálfan sig því hann fór með nokkur dauðafæri á mikilvægum tímapunktum. Giedrius Morkunas varði vel í fyrri hálfleik og í síðari hluta seinni hálfleiks. Valsmenn eru því enn á toppnum, en Haukarnir eru nú fjórum stigum á eftir FH sem er í fjórða sætinu. Fjórða sætið gefur heimavallarrétt í úrslitakeppninni, en einungis fjórar umferðir eru eftir af deildarkeppninni.Kári Kristján: Það var kominn tími til! „Ofboðslegur karakter. Það vantaði fjóra leikmenn sem byrja yfirleitt,” voru fyrstu viðbrögð Kára Kristjáns Kristjánsson, markahæsta leikmanns Vals, í leikslok. „Það vantaði fjóra leikmenn sem byrja yfirleitt og ef rasavélin fer í gang þá kom maður manns í stað, þessi hérna og hinn steig upp og við spiluðum meira sem lið heldur en í síðasta leik gegn Fram. Þá small þetta allt. „Bubbi var frábær í markinu, en við vorum í erfiðleikum allan leikinn með Jón Þorbjörn á línunni. Hann var algjörlega frábær.” „Við skoruðum bara tíu mörk í fyrri hálfleik, en við vorum hins vegar að fá ágætis færi. Þeir skoruðu sex mörk af línunni í fyrri hálfleik og þrjú úr hraðarupphlaupum þannig við fengum bara þrjú mörk á okkur utan af velli.” „Þeir héldu svo áfram að dæla inná Jón Þorbjörn í síðari hálfleik og við vorum bara í vandræðum með hann allan leikinn,” en Kári var ánægður með að félagar hans voru girmmir að finna hann á línunni. „Já loksins! Ertu að grínast? Það var kominn tími til.” „Eftir dapran leik síðast þá rifum við okkur upp, en þetta var mjög dapurt síðast. Það sýnir að ef þú mætir á rassgatinu þá verðuru flengdur. Það kom sem betur fer núna heldur en að koma í úrslitakeppninni.” „Það er titill í boði og við ætlum að taka hann,” sagði Kári að lokum aðspurður hvort Valsmenn ætluðu ekki að verja fyrsta sætið með kjafti og klóm.Óskar: Stríðið langt frá því að vera tapað „Við klúðrum of mikið af dauðafærum, við brenndum af vítum og færum af sex metrunum. Við þurfum að klára þannig færi til að fara með sigur af hólmi í svona leikjum,” sagði Óskar Ármannsson í leikslok, en Óskar stýrði liði Hauka í fjarveru Patreks Jóhannessonar sem var í leikbanni. „Það vantaði aðeins upp á að við stýrðum spennustiginu betur. Það vantaði þó ekkert uppá baráttuna og allt slíkt var til fyrirmyndar, en til að klára leiki gegn svona góðu liði þá þarf að klára þessi stóru atriði.” „Það var margt mjög gott í þessum leik. Mér fannst varnarleikurinn full kaflaskiptur. Mér fannst við ekki nægilega sterkir gegn Kára. Við byrjuðum í grimmri 3-2-1 vörn og réðum ekki við Kára.” „Við breyttum því fljótt í 6-0, en Kári er sterkur í þessari stöðu. Mér fannst þetta heldur kaflaskipt varnarlega séð.” „Þó þessi leikur hafi tapast þá er stríðið langt frá því að vera tapað. Það er bara næsti leikur og hann gefur tvö stig,” sagði klisjukenndur Óskar Ármannsson í leikslok.
Olís-deild karla Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Fleiri fréttir Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Sjá meira