Söguþráður hefur ávallt verið áberandi í leikjunum, öfugt á við marga aðra slagsmálaleiki, og NetherRealm Studios heldur uppteknum hætti.
Framleiðandinn hefur reglulega birt nýjar stiklur fyrir leikinn og óhætt er að fullyrða að blóðug tölvuleikjaslagsmál hafa aldrei litið betur út en í Mortal Kombat X.
Leikurinn fer í sölu 14. apríl næstkomandi en þá munu spilarar kynnast afkomendum þekktra karaktera úr Mortal Kombat-söguheiminum. Þar á meðal Cassie Cage, dóttur Johnny Cage og Sonya Balde ásamt Jacqueline Briggs, dóttur Jax.
Smávægilegar breytingar hafa verið gerðar á sjálfri spilun leiksins en sem fyrr er það ofbeldið og limlestingarnar sem vekja mesta athygli. Mortal Kombat X er hrikalega ógeðfelldur leikur. Hér fyrir neðan er stutt sýnishorn og réttast er að vara viðkvæma við.