Múslimarnir okkar: Giftist múslima fyrir stórfjölskylduna Bjarki Ármannsson skrifar 2. mars 2015 20:00 Fida er gift Jóni, trúlausum Íslendingi sem ættleiddur var kornungur frá Indónesíu, og þau eiga saman þrjár dætur. Vísir Fida Abu Libdeh var einn viðmælenda Lóu Pindar Aldísardóttur í þættinum Múslimarnir okkar á Stöð 2 í kvöld. Fida kom hingað til lands frá Ísrael sextán ára og lauk hér námi. Hún er gift Jóni, trúlausum Íslendingi sem ættleiddur var kornungur frá Indónesíu, og þau eiga saman þrjár dætur. Í Íslam er bannað að múslimakona giftist einhverjum sem ekki er múslimi og Fida segir að innan stórfjölskyldu hennar hafi verið krafa um það að hún giftist innan trúnnar. „Já, það var krafa um það,“ segir Fida. „Ekki bara múslima, líka araba og helst Palestínumanni.“„Ég vissi ekkert hver ég var“ Hún segist í mörg ár hafa reynt að þóknast bæði stórfjölskyldunni og Íslendingunum í kring um hana. „Þegar ég var svona sautján, átján ára voru kröfur um að fara út að djamma, vera eins lengi og hægt er, lenda í slagsmálum og allt það,“ segir Fida. „Og ég vildi „fitta inn.“ En ég var týnd í lífinu, ég vissi ekkert hver ég var eða hvert ég ætlaði mér. Maður lifði eiginlega tvöföldu lífi mjög lengi.“ Hún segist ekki hafa orðið hamingjusöm fyrr en hún hætti að spá í þetta. Á undan Jóni var hún gift múslima hér á landi, en hjónabandið entist bara í um eitt ár. „Það var svona til að þóknast fjölskyldunni,“ segir hún. „Hann var öðruvísi, en síðan þegar við giftumst þá hélt hann að ég væri eignin hans. Ég ætti að hegða mér eins og hann vildi og gera það sem hann vildi. Þetta bara var ekki ég.“Fyrri hluti Múslimanna okkar var sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld. Þáttinn má sjá í heild sinni hér fyrir neðan. Handrit og leikstjórn er í höndum Lóu Pind Aldísardóttur en Kristinn Þeyr sá um kvikmyndatöku. Múslimarnir okkar Tengdar fréttir Múslimarnir okkar: Myndi útskúfa syni eða dóttur fyrir samkynhneigt líferni Sheikh Muhammad Nasir Uz Zaman er einn þeirra sem rætt er við í þáttunum Múslimanir okkar á Stöð 2. 2. mars 2015 17:46 Múslimarnir okkar: Frumkvöðull og fimm barna fjölskyldufaðir Fylgst er með fjórum múslimafjölskyldum á Íslandi frá morgni til kvölds. 2. mars 2015 13:00 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Sjá meira
Fida Abu Libdeh var einn viðmælenda Lóu Pindar Aldísardóttur í þættinum Múslimarnir okkar á Stöð 2 í kvöld. Fida kom hingað til lands frá Ísrael sextán ára og lauk hér námi. Hún er gift Jóni, trúlausum Íslendingi sem ættleiddur var kornungur frá Indónesíu, og þau eiga saman þrjár dætur. Í Íslam er bannað að múslimakona giftist einhverjum sem ekki er múslimi og Fida segir að innan stórfjölskyldu hennar hafi verið krafa um það að hún giftist innan trúnnar. „Já, það var krafa um það,“ segir Fida. „Ekki bara múslima, líka araba og helst Palestínumanni.“„Ég vissi ekkert hver ég var“ Hún segist í mörg ár hafa reynt að þóknast bæði stórfjölskyldunni og Íslendingunum í kring um hana. „Þegar ég var svona sautján, átján ára voru kröfur um að fara út að djamma, vera eins lengi og hægt er, lenda í slagsmálum og allt það,“ segir Fida. „Og ég vildi „fitta inn.“ En ég var týnd í lífinu, ég vissi ekkert hver ég var eða hvert ég ætlaði mér. Maður lifði eiginlega tvöföldu lífi mjög lengi.“ Hún segist ekki hafa orðið hamingjusöm fyrr en hún hætti að spá í þetta. Á undan Jóni var hún gift múslima hér á landi, en hjónabandið entist bara í um eitt ár. „Það var svona til að þóknast fjölskyldunni,“ segir hún. „Hann var öðruvísi, en síðan þegar við giftumst þá hélt hann að ég væri eignin hans. Ég ætti að hegða mér eins og hann vildi og gera það sem hann vildi. Þetta bara var ekki ég.“Fyrri hluti Múslimanna okkar var sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld. Þáttinn má sjá í heild sinni hér fyrir neðan. Handrit og leikstjórn er í höndum Lóu Pind Aldísardóttur en Kristinn Þeyr sá um kvikmyndatöku.
Múslimarnir okkar Tengdar fréttir Múslimarnir okkar: Myndi útskúfa syni eða dóttur fyrir samkynhneigt líferni Sheikh Muhammad Nasir Uz Zaman er einn þeirra sem rætt er við í þáttunum Múslimanir okkar á Stöð 2. 2. mars 2015 17:46 Múslimarnir okkar: Frumkvöðull og fimm barna fjölskyldufaðir Fylgst er með fjórum múslimafjölskyldum á Íslandi frá morgni til kvölds. 2. mars 2015 13:00 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Sjá meira
Múslimarnir okkar: Myndi útskúfa syni eða dóttur fyrir samkynhneigt líferni Sheikh Muhammad Nasir Uz Zaman er einn þeirra sem rætt er við í þáttunum Múslimanir okkar á Stöð 2. 2. mars 2015 17:46
Múslimarnir okkar: Frumkvöðull og fimm barna fjölskyldufaðir Fylgst er með fjórum múslimafjölskyldum á Íslandi frá morgni til kvölds. 2. mars 2015 13:00