Vörumerkin Coke Light og Zero tekin af markaði Stefán Árni Pálsson skrifar 5. mars 2015 15:02 Carlos Cruz forstjóri Vífilfells. mynd/aðsend Vífilfell kynnti í dag breytingar á drykkjum Coca-Cola þar sem öll vörulína Coke hefur verið sameinuð undir einum hatti – þar á meðal eru Coca-Cola, Coke light og Coke Zero. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vífilfelli. Þar segir að fyrirtækið vilji nýta sér styrk Coca-Cola vörumerkisins betur og um leið undirstrika þá fjölbreyttu valmöguleika sem standa neytendum til boða undir þessu heimsþekkta vörumerki. „Allir drykkirnir munu í framtíðinni heita Coca-Cola en verða í mismunandi lituðum umbúðum og með ólíkri innihaldslýsingu. Ákvörðunin var kynnt samtímis um alla Evrópu en neytendur á Íslandi þurfa að bíða fram í maí til að sjá merki um hana í hillum verslana.“ Coca-Cola hefur verið á borðum Íslendinga í yfir 70 ár en þess er nú jafnframt minnst að 100 ár eru liðin frá því að hin þekkta Coca-Cola flaska var fyrst sett á markað, en hér á landi. „Coca-Cola fyrirtækið hefur reglulega þurft að mæta þörfum breyttum þörfum neytenda útfrá bragðskyni, breyttu neyslumynstri og lífstíl. Það hefur fyrirtækið gert með því að bjóða upp á ný vörumerki með mismunandi ásýnd og boðið fólki upp á mismunandi valmöguleika í bragði, kaloríufjölda og koffeinmagni. Í fortíðinni hafa þessir nýju drykkir staðið sér en nú munu þeir allir flokkast sem Coke og áherslan í markaðssetningu og auglýsingum verður á eitt vörumerki,“ segir í tilkynningunni.Bragðið breytist ekki Eftir breytinguna munu þessi mismunandi vörumerki, auk nýrra sem kunna að koma á markað, sem áður segir sameinast undir hatti Coca-Cola vörumerkisins. Ekki verður þó hvikað frá bragðinu sem neytendur þekkja. Í tilkynningunni segir að sessi nýja nálgun sé talin breikka hið heimsþekkta vörumerki þvert yfir vöruframboð fyrirtækisins. Á sama tíma muni umbúðir og auglýsingar undirstrika mismunandi eiginleika hverrar vöru, sem auðveldi neytendum val á vöru við sitt hæfi. „Þetta er gríðarleg framþróun fyrir þetta sterkasta vörumerki okkar og setur val neytenda sem hjartað í stefnumörkun okkar hjá Vífilfelli, líkt og hefur verið gert annars staðar í Evrópu. Hvort sem neytendur velja hið klassíska rauða Coke eða aðra valmöguleika án sykurs, ertu alltaf að drekka Coke, bara það sem hentar þínum þörfum,“ segir Carlos Cruz sem nýverið tók við sem forstjóri Vífilfells. Hann bætti ennfremur við að með „nýju stefnumörkun fyrirtækisins munum við setja innihaldslýsingu og upplýsingar um Coke drykki okkar á meira áberandi stað á vörunni sem mun aðstoða fólk að velja vöru eftir eigin smekk. Við teljum þetta vera spennandi þróun bæði fyrir okkur og fyrir viðskiptavini okkar. Rétt er að taka fram að engin breyting verður á bragðinu. Annað væri náttúrulega óskynsamlegt.“ Mest lesið Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Viðskipti innlent Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Neytendur Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Viðskipti innlent Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Verð enn lægst í Prís Neytendur Northvolt í þrot Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Fleiri fréttir Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Sjá meira
Vífilfell kynnti í dag breytingar á drykkjum Coca-Cola þar sem öll vörulína Coke hefur verið sameinuð undir einum hatti – þar á meðal eru Coca-Cola, Coke light og Coke Zero. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vífilfelli. Þar segir að fyrirtækið vilji nýta sér styrk Coca-Cola vörumerkisins betur og um leið undirstrika þá fjölbreyttu valmöguleika sem standa neytendum til boða undir þessu heimsþekkta vörumerki. „Allir drykkirnir munu í framtíðinni heita Coca-Cola en verða í mismunandi lituðum umbúðum og með ólíkri innihaldslýsingu. Ákvörðunin var kynnt samtímis um alla Evrópu en neytendur á Íslandi þurfa að bíða fram í maí til að sjá merki um hana í hillum verslana.“ Coca-Cola hefur verið á borðum Íslendinga í yfir 70 ár en þess er nú jafnframt minnst að 100 ár eru liðin frá því að hin þekkta Coca-Cola flaska var fyrst sett á markað, en hér á landi. „Coca-Cola fyrirtækið hefur reglulega þurft að mæta þörfum breyttum þörfum neytenda útfrá bragðskyni, breyttu neyslumynstri og lífstíl. Það hefur fyrirtækið gert með því að bjóða upp á ný vörumerki með mismunandi ásýnd og boðið fólki upp á mismunandi valmöguleika í bragði, kaloríufjölda og koffeinmagni. Í fortíðinni hafa þessir nýju drykkir staðið sér en nú munu þeir allir flokkast sem Coke og áherslan í markaðssetningu og auglýsingum verður á eitt vörumerki,“ segir í tilkynningunni.Bragðið breytist ekki Eftir breytinguna munu þessi mismunandi vörumerki, auk nýrra sem kunna að koma á markað, sem áður segir sameinast undir hatti Coca-Cola vörumerkisins. Ekki verður þó hvikað frá bragðinu sem neytendur þekkja. Í tilkynningunni segir að sessi nýja nálgun sé talin breikka hið heimsþekkta vörumerki þvert yfir vöruframboð fyrirtækisins. Á sama tíma muni umbúðir og auglýsingar undirstrika mismunandi eiginleika hverrar vöru, sem auðveldi neytendum val á vöru við sitt hæfi. „Þetta er gríðarleg framþróun fyrir þetta sterkasta vörumerki okkar og setur val neytenda sem hjartað í stefnumörkun okkar hjá Vífilfelli, líkt og hefur verið gert annars staðar í Evrópu. Hvort sem neytendur velja hið klassíska rauða Coke eða aðra valmöguleika án sykurs, ertu alltaf að drekka Coke, bara það sem hentar þínum þörfum,“ segir Carlos Cruz sem nýverið tók við sem forstjóri Vífilfells. Hann bætti ennfremur við að með „nýju stefnumörkun fyrirtækisins munum við setja innihaldslýsingu og upplýsingar um Coke drykki okkar á meira áberandi stað á vörunni sem mun aðstoða fólk að velja vöru eftir eigin smekk. Við teljum þetta vera spennandi þróun bæði fyrir okkur og fyrir viðskiptavini okkar. Rétt er að taka fram að engin breyting verður á bragðinu. Annað væri náttúrulega óskynsamlegt.“
Mest lesið Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Viðskipti innlent Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Neytendur Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Viðskipti innlent Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Verð enn lægst í Prís Neytendur Northvolt í þrot Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Fleiri fréttir Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Sjá meira