Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Afturelding 26-34 | Mosfellingar sýndu styrk sinn í seinni hálfleik Ingvi Þór Sæmundsson í Mýrinni skrifar 6. mars 2015 11:12 Jóhann Gunnar Einarsson skoraði sex mörk í kvöld. vísir/ernir Afturelding bar sigurorð af Stjörnunni þegar liðin mættust í 21. umferð Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. Með sigrinum endurheimtu Mosfellingar 2. sæti deildarinnar en Stjörnumenn eru enn í 9. og næstneðsta sæti. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en í þeim seinni sýndi Afturelding mátt sinn og meginn og valtaði yfir ráðalausa Stjörnumenn. Mosfellingar skoruðu 21 mark í seinni hálfleik en varnarleikurinn sem Garðbæingar spiluðu var ævintýralega slakur. Heimamenn voru með yfirhöndina framan af leik. Þeir voru duglegir að keyra fram þegar þeir unnu boltann og fengu mörg mörk eftir hraðaupphlaup og hraða miðju. En í stöðunni 5-3, Stjörnunni í vil, kom flottur kafli hjá gestunum sem skoruðu fimm mörk gegn einu og komust tveimur mörkum yfir, 6-8. Stjörnumenn náðu þó fljótlega áttum og liðin héldust í hendur það sem eftir lifði fyrri hálfleiksins. Staðan að honum loknum var jöfn, 13-13. Þórir Ólafsson var frábær í liði Stjörnunni í fyrri hálfleiknum, skoraði fjögur mörk í jafnmörgum skotum, átti nokkrar stoðsendingar auk þess að fiska einn brottrekstur. Hann gaf hins vegar eftir í seinni hálfleik líkt og félagar hans. Stjörnumenn virtust ekkert hafa lært mistökum fyrri hálfleik en á fyrstu þremur mínútum seinni hálfleiks töpuðu heimamenn boltanum í þrígang. Alltaf refsuðu Mosfellingar með mörkum úr hraðaupphlaupum en gestirnir skoruðu fjögur fyrstu mörk seinni hálfleik og komust fjórum mörkum yfir, 13-17. Og þar með var björninn unninn. Vörn gestanna í seinni hálfleik var sterk og þá datt Davíð Svansson í stuð og lokaði markinu á tímabili. Þá gekk sóknin vel og Mosfellingar voru í raun með öll völd á vellinum. Þeir bættu jafnt og þétt við forskotið og unnu að lokum átta marka sigur, 26-34. Lið Aftureldingar hefur oft spilað betur en í fyrri hálfleik en lærisveinar Einars Andra Einarssonar vöknuðu heldur betur til lífsins í þeim seinni og spiluðu þá fantavel. Engir þó betur en Davíð og línumaðurinn Pétur Júníusson. Davíð varði 18 skot og Pétur skoraði sjö mörk úr jafn mörgum skotum og var auk þess öflugur í vörninni. Jóhann Gunnar Einarsson kom næstur með sex mörk en allir útileikmenn Aftureldingar nema einn komust á blað. Stjörnumenn spiluðu ágætlega í fyrri hálfleik en þeir biðu gjaldþrot í seinni hálfleik. Vörnin var skelfileg, markvarslan lítil og tæknifeilarnir fjölmargir. Alls töpuðu Garðbæingar boltanum 17 sinnum í leiknum en lið í þeirri stöðu sem Stjarnan er í hefur ekki efni á að kasta boltanum út af í tíma og ótíma. Þórir og Hilmar Pálsson voru markahæstir í liði Stjörnunnar með sex mörk hvor.Skúli: Sama hvað við reyndum að gera Skúli Gunnsteinsson, þjálfari Stjörnunnar, sagði nær allt hafa farið úrskeiðis í seinni hálfleik þegar Garðbæingar biðu lægri hlut fyrir Aftureldingu á heimavelli, 26-34. Staðan í hálfleik var 13-13 en Mosfellingar unnu seinni hálfleikinn 13-21 og tóku bæði stigin sem í boði voru. "Við spiluðum afleita vörn. Ég held að þeir hafi verið með 70% sóknarnýtingu í seinni hálfleik. Við vorum með sjö tapaða bolta, þeir fá níu mörk eftir hraðaupphlaup og fimm eftir gegnumbrot. "Það var alveg sama hvað við reyndum að gera; við spiluðum 6-0 vörn, 5+1, tókum einn úr umferð og svo tvo en það gekk ekkert. Þetta var alltof andlaust, því miður. Þetta var bara hræðilegt," sagði Skúli en hans bíður erfitt verkefni að rífa sína menn upp fyrir leikinn gegn Haukum á mánudaginn. Dómarar leiksins komu frá Noregi - Eskil Bradseth og Leif Andé Sundet - og áttu ekki góðan dag. Margir dómar voru í furðulegri kantinum og steininn tók svo úr þegar þeir gáfu vitlausum Stjörnumanni rautt spjald undir lok leiksins. "Mér fannst dómgæslan mjög skrítin á köflum. Ég tók s.s. ekki eftir hvað gekk á móti Aftureldingu en það voru nokkrir skrítnir dómar og maður sá hluti sem maður er ekki vanur að sjá. "En við töpuðum leiknum, það var ekki dómurunum að kenna," áréttaði Skúli að endingu.Pétur: Fundið mig ótrúlega vel Pétur Júníusson, línumaður Aftureldingar, var kampakátur í leikslok enda góður sigur í höfn hjá Mosfellingum. "Við komum beinskeyttari til leiks í seinni hálfleik og meira tilbúnir. Við vorum lengi af stað. Sóknin var ágæt en vörnin var ekkert sérstök. Við töluðum um að gefa 15-20% meira í þetta, því það vantaði lítið upp á til að sigla þessu heim," sagði Pétur sem fannst sóknarleikur liðsins í seinni hálfleik góður, en Afturelding skoraði þá 21 mark. "Við erum eiginlega þekktir fyrir að klúðra dauðafærum en erum orðnir meira "kúl" á því. Við vorum að slútta vel. "En við þurfum að halda áfram. Það er barátta framundan og við ætlum að sækja á Val og setja pressu á þá," sagði Pétur sem átti stórleik í kvöld, skoraði sjö mörk úr jafn mörgum skotum og var auk þess sterkur í vörninni. Línumaðurinn ökklabrotnaði fyrir áramót en náði undraverðum bata og var kominn á ferðina þegar keppni hófst að nýju í Olís-deildinni í febrúar. "Ég hef fundið mig ótrúlega vel eftir áramót. Ég bjóst ekki við að koma svona snemma aftur. Ég átti von á að missa af 2-3 leikjum eftir áramót en komst í fyrsta leikinn sem var ákveðið kraftaverk. "Ég var duglegur í endurhæfingunni og er ánægður með að vera kominn á fulla ferð á ný," sagði Pétur að lokum. Olís-deild karla Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Sjá meira
Afturelding bar sigurorð af Stjörnunni þegar liðin mættust í 21. umferð Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. Með sigrinum endurheimtu Mosfellingar 2. sæti deildarinnar en Stjörnumenn eru enn í 9. og næstneðsta sæti. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en í þeim seinni sýndi Afturelding mátt sinn og meginn og valtaði yfir ráðalausa Stjörnumenn. Mosfellingar skoruðu 21 mark í seinni hálfleik en varnarleikurinn sem Garðbæingar spiluðu var ævintýralega slakur. Heimamenn voru með yfirhöndina framan af leik. Þeir voru duglegir að keyra fram þegar þeir unnu boltann og fengu mörg mörk eftir hraðaupphlaup og hraða miðju. En í stöðunni 5-3, Stjörnunni í vil, kom flottur kafli hjá gestunum sem skoruðu fimm mörk gegn einu og komust tveimur mörkum yfir, 6-8. Stjörnumenn náðu þó fljótlega áttum og liðin héldust í hendur það sem eftir lifði fyrri hálfleiksins. Staðan að honum loknum var jöfn, 13-13. Þórir Ólafsson var frábær í liði Stjörnunni í fyrri hálfleiknum, skoraði fjögur mörk í jafnmörgum skotum, átti nokkrar stoðsendingar auk þess að fiska einn brottrekstur. Hann gaf hins vegar eftir í seinni hálfleik líkt og félagar hans. Stjörnumenn virtust ekkert hafa lært mistökum fyrri hálfleik en á fyrstu þremur mínútum seinni hálfleiks töpuðu heimamenn boltanum í þrígang. Alltaf refsuðu Mosfellingar með mörkum úr hraðaupphlaupum en gestirnir skoruðu fjögur fyrstu mörk seinni hálfleik og komust fjórum mörkum yfir, 13-17. Og þar með var björninn unninn. Vörn gestanna í seinni hálfleik var sterk og þá datt Davíð Svansson í stuð og lokaði markinu á tímabili. Þá gekk sóknin vel og Mosfellingar voru í raun með öll völd á vellinum. Þeir bættu jafnt og þétt við forskotið og unnu að lokum átta marka sigur, 26-34. Lið Aftureldingar hefur oft spilað betur en í fyrri hálfleik en lærisveinar Einars Andra Einarssonar vöknuðu heldur betur til lífsins í þeim seinni og spiluðu þá fantavel. Engir þó betur en Davíð og línumaðurinn Pétur Júníusson. Davíð varði 18 skot og Pétur skoraði sjö mörk úr jafn mörgum skotum og var auk þess öflugur í vörninni. Jóhann Gunnar Einarsson kom næstur með sex mörk en allir útileikmenn Aftureldingar nema einn komust á blað. Stjörnumenn spiluðu ágætlega í fyrri hálfleik en þeir biðu gjaldþrot í seinni hálfleik. Vörnin var skelfileg, markvarslan lítil og tæknifeilarnir fjölmargir. Alls töpuðu Garðbæingar boltanum 17 sinnum í leiknum en lið í þeirri stöðu sem Stjarnan er í hefur ekki efni á að kasta boltanum út af í tíma og ótíma. Þórir og Hilmar Pálsson voru markahæstir í liði Stjörnunnar með sex mörk hvor.Skúli: Sama hvað við reyndum að gera Skúli Gunnsteinsson, þjálfari Stjörnunnar, sagði nær allt hafa farið úrskeiðis í seinni hálfleik þegar Garðbæingar biðu lægri hlut fyrir Aftureldingu á heimavelli, 26-34. Staðan í hálfleik var 13-13 en Mosfellingar unnu seinni hálfleikinn 13-21 og tóku bæði stigin sem í boði voru. "Við spiluðum afleita vörn. Ég held að þeir hafi verið með 70% sóknarnýtingu í seinni hálfleik. Við vorum með sjö tapaða bolta, þeir fá níu mörk eftir hraðaupphlaup og fimm eftir gegnumbrot. "Það var alveg sama hvað við reyndum að gera; við spiluðum 6-0 vörn, 5+1, tókum einn úr umferð og svo tvo en það gekk ekkert. Þetta var alltof andlaust, því miður. Þetta var bara hræðilegt," sagði Skúli en hans bíður erfitt verkefni að rífa sína menn upp fyrir leikinn gegn Haukum á mánudaginn. Dómarar leiksins komu frá Noregi - Eskil Bradseth og Leif Andé Sundet - og áttu ekki góðan dag. Margir dómar voru í furðulegri kantinum og steininn tók svo úr þegar þeir gáfu vitlausum Stjörnumanni rautt spjald undir lok leiksins. "Mér fannst dómgæslan mjög skrítin á köflum. Ég tók s.s. ekki eftir hvað gekk á móti Aftureldingu en það voru nokkrir skrítnir dómar og maður sá hluti sem maður er ekki vanur að sjá. "En við töpuðum leiknum, það var ekki dómurunum að kenna," áréttaði Skúli að endingu.Pétur: Fundið mig ótrúlega vel Pétur Júníusson, línumaður Aftureldingar, var kampakátur í leikslok enda góður sigur í höfn hjá Mosfellingum. "Við komum beinskeyttari til leiks í seinni hálfleik og meira tilbúnir. Við vorum lengi af stað. Sóknin var ágæt en vörnin var ekkert sérstök. Við töluðum um að gefa 15-20% meira í þetta, því það vantaði lítið upp á til að sigla þessu heim," sagði Pétur sem fannst sóknarleikur liðsins í seinni hálfleik góður, en Afturelding skoraði þá 21 mark. "Við erum eiginlega þekktir fyrir að klúðra dauðafærum en erum orðnir meira "kúl" á því. Við vorum að slútta vel. "En við þurfum að halda áfram. Það er barátta framundan og við ætlum að sækja á Val og setja pressu á þá," sagði Pétur sem átti stórleik í kvöld, skoraði sjö mörk úr jafn mörgum skotum og var auk þess sterkur í vörninni. Línumaðurinn ökklabrotnaði fyrir áramót en náði undraverðum bata og var kominn á ferðina þegar keppni hófst að nýju í Olís-deildinni í febrúar. "Ég hef fundið mig ótrúlega vel eftir áramót. Ég bjóst ekki við að koma svona snemma aftur. Ég átti von á að missa af 2-3 leikjum eftir áramót en komst í fyrsta leikinn sem var ákveðið kraftaverk. "Ég var duglegur í endurhæfingunni og er ánægður með að vera kominn á fulla ferð á ný," sagði Pétur að lokum.
Olís-deild karla Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Sjá meira