Innlent

Útlitið ekki gott á Holtavörðuheiði og til skoðunar að opna hjálparmiðstöð

Birgir Olgeirsson skrifar
Frá Holtavörðuheiði fyrr í dag.
Frá Holtavörðuheiði fyrr í dag. Steingrímur Þórðarson.
Enn er ófært um Holtavörðuheiði og hefur engin ákvörðun verið tekin um mokstur. Björgunarsveitir vinna að því að losa bíla á heiðinni og þá er snjómoksturbíll ennþá fastur þar. Til skoðunar er að opna fjöldahjálparmiðstöð í Reykjaskóla í Hrútafirði en engin ákvörðun hefur verið tekin að svo stöddu. Mun það ráðast af því hvort Holtavörðuheiðin verður opnuð en ekki er mikið útlit fyrir það miðað við veðurspá.

Hilmar Frímannsson er formaður svæðistjórnar björgunarsveita á svæði 9, sem nær yfir báðar Húnavatnssýslurnar, en hann segir mokstur ekki hafa verið útilokaðan á Holtavörðuheiði að svo stöddu en útlitið sé ekki gott. Til skoðunar er að opna fjöldahjálparmiðstöð í Reykjaskóla en endanleg ákvörðun hefur ekki verið tekin.

Um 200 ferðalangar eru veðurtepptir í Staðarskála í Hrútafirði en Hilmar segir möguleika á því að fá gistingu í Reykjaskóla og þá hafa einhverjir farið leiðina um Laxárdalsheiði og Heydal til að komast suður. Hilmar segir þá leið færa en ekki gott veður á Laxárdalsheði. „Það er fært og enginn snjór en svolítil veðurhæð,“ segir Hilmar.

Björgunarsveitir vinna nú að því að losa snjómokstursbíl Vegagerðarinnar sem er enn fastur á Holtavörðuheiði.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×