Handbolti

Fjórði sigur Hauka í röð | Hrafnhildur fór mikinn í sigri Selfoss

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ragnheiður Ragnarsdóttir skoraði fimm mörk fyrir Hauka í sigrinum á HK.
Ragnheiður Ragnarsdóttir skoraði fimm mörk fyrir Hauka í sigrinum á HK. vísir/vilhelm
Fimm leikir fóru fram í Olís-deild kvenna í handbolta í dag.

Fram og Grótta gerðu jafntefli í toppslagnum og Valur vann stórsigur á botnliði ÍR.

Gott gengi Haukakvenna heldur áfram en Hafnfirðingar unnu auðveldan 10 marka sigur, 33-23, á HK á heimavelli.

Þetta var fjórði sigur Hauka í röð en liðið er búið að koma sér þægilega fyrir í 4. sæti deildarinnar.

Gunnhildur Pétursdóttir var markahæst í liði Hauka með átta mörk, en Marija Gedroit kom næst með sjö.

Emma Havin Sardarsdóttir skoraði átta mörk fyrir HK sem er í 9. sæti með

Selfyssingar unnu góðan sigur á ÍBV á heimavelli, 27-25, og fyrir norðan vann Fylkir KA/Þór með sömu markatölu.

Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir skoraði 10 mörk fyrir Selfoss en Elín Anna Baldursdóttir var markahæst í liði ÍBV, einnig með 10 mörk.

Selfoss er í 8. sæti sem er það síðasta sem gefur sæti í úrslitakeppninni. Eyjakonur eru í 5. sæti, nú fjórum stigum á eftir Haukum.

Thea Imani Sturludóttir stóð upp úr í liði Fylkis en þessi efnilega skytta skoraði átta mörk fyrir Árbæjarliðið. Paula Chrilia var langmarkahæst hjá KA/Þór með 11 mörk.

Fylkiskonur eru í 6. sæti með 19 stig en KA/Þór er í 11. og næstneðsta sæti með aðeins fimm stig.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×