Handbolti

Arna Sif með stórleik í sigri Aarhus

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Arna Sif er í lykilhlutverki í íslenska landsliðinu.
Arna Sif er í lykilhlutverki í íslenska landsliðinu. vísir/valli
Arna Sif Pálsdóttir fór á kostum þegar SK Aarhus vann sex marka sigur, 31-25, á Skive fH í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta.

Íslenska landsliðskonan skoraði níu mörk úr 12 skotum og var langmarkahæst í liði Aarhus.

Skive var með yfirhöndina framan af fyrri hálfleik og náði mest fjögurra marka forystu, 3-7. Aarhus átti hins vegar góðan endasprett í fyrri hálfleik og breytti stöðunni úr 6-9 í 18-14 á síðustu 15 mínútum hálfleiksins.

Í seinni hálfleik var aldrei spurning hvort liðið myndi fara með sigur af hólmi. Aarhus hélt Skive í þægilegri fjarlægð og vann að lokum sex marka sigur, 31-25.

Aarhus er í 7. sæti dönsku deildarinnar með 18 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×