Davíð sagði „algjöra einingu“ um neyðarlán til Kaupþings Þorbjörn Þórðarson skrifar 23. febrúar 2015 19:48 Vegna lögbundins sjálfstæðis Seðlabankans getur ríkisstjórnin ekki gefið bankanum bein fyrirmæli um lánveitingar. Bæði fyrrverandi seðlabankastjóri og aðallögfræðingur Seðlabankans hafa sagt það hafa verið ákvörðun bankans að veita Kaupþingi 500 milljóna evra neyðarlán 6. október 2008. Reykjavíkurbréf Morgunblaðsins um helgina vakti athygli en þar fjallar höfundur um þá ákvörðun Seðlabankans að lána Kaupþingi banka 500 milljónir evra hinn 6. október 2008, jafnvirði um 80 milljarða króna. Tjón skattgreiðenda vegna þessarar lánveitingar er 35 milljarðar króna. Tjónið varð meðal annars vegna þess hvernig haldið var á eignarhlut Seðlabankans í danska FIH bankanum eftir hrunið en tekið var allsherjarveð í bankanum þegar lánið var veitt. Lesa má úr dómi Hæstaréttar í Al-Thani málinu svokallaða að Kaupþing banki hafi verið í alvarlegum rekstrarvanda tveimur vikum áður en neyðarlánið var veitt. Í dóminum er t.d. vitnað í tölvubréf sem Hreiðar Már Sigurðsson forstjóri Kaupþings banka sendi 23. september 2008, eftir að búið var að ganga frá Al-Thani fléttunni, þar sem Hreiðar talar um að setja þurfi bankann í „crisis mode“ vegna lausafjárvanda. Bankinn var með öðrum orðum að fara á hausinn en fékk samt nær allan tiltækan gjaldeyrisforða íslenska ríkisins að láni tveimur vikum síðar, hinn 6. október. Í Reykjavíkurbréf sem birtist í Morgunblaðinu um helgina segir m.a: „(Þ)ar sem beðið var um aðstoð í erlendum gjaldeyri vildi S.Í. ekki taka lokaákvörðun í málinu. Stór hluti gjaldeyrisforðans var þannig tilkominn, að íslenska ríkið hafði selt skuldabréf fyrir 1 milljarð evra. S.Í. hafði varðveitt andvirðið og það hafði tekist svo vel að lánið var sjálfbært og ríkissjóður hafði af því engan kostnað. En þar sem forðinn var þannig til kominn litu bankastjórar S.Í. svo á, að vilji ríkisstjórnarinnar, en ekki bankans, yrði að ráða niðurstöðunni..“ Annar tveggja ritstjóra blaðsins er Davíð Oddsson fyrrverandi seðlabankastjóri.Sjálfstæð stofnun að lögum Í lögum um Seðlabanka Íslands kemur fram að bankinn sé sjálfstæð stofnun í eigu ríkisins. Þá kemur fram í lögunum að Seðlabankinn geti veitt lánastofnunum, sem geta átt innlánsviðskipti við bankann, lán með kaupum á verðbréfum eða á annan hátt gegn tryggingum sem bankinn metur gildar. Þar segir jafnframt að þegar sérstaklega stendur á og Seðlabankinn telur þess þörf til að varðveita traust á fjármálakerfi landsins geti hann veitt lánastofnunum í lausafjárvanda ábyrgðir eða önnur lán. Ljóst er að ríkisstjórnin getur ekki gefið Seðlabankanum bindandi fyrirmæli um einstakar lánveitingar vegna sjálfstæðis bankans. Þá leiðir af lögbundnu hlutverki bankans að bankastjórn tekur ákvarðanir um lánveitingar til þrautavara til fjármálafyrirtækja af því tagi sem Kaupþing banki fékk í umrætt sinn. Tilkynnti sjálfur bankastjóra Kaupþings um lánið Davíð Oddsson fyrrverandi seðlabankastjóri sagði sjálfur í viðtali í Kastljósi 7. október 2008 að það hefði verið ákvörðun Seðlabankans að veita umrætt neyðarlán. Í viðtalinu var Davíð spurður: Varstu sammála þeirri aðgerð að veita Kaupþingi þetta lán? Það var orðrómur um ágreining. Davíð svaraði: „Það var algjör eining um það og ég tilkynnti bankastjóra Kaupþings það að það hefði verið niðurstaðan. Það hefur verið eining milli okkar þriggja félaganna í öllum málum.“ Þá sagði Sigríður Logadóttir aðallögfræðingur Seðlabankans fyrir rannsóknarnefnd Alþingis að þetta hefði verið ákvörðun Seðlabankans. Orðrétt sagði Sigríður: „...Kaupþing er í vandræðum og það endar með því að Seðlabankinn ákveður að lána Kaupþingi gegn veði í öllum FIH-bankanum og það er sem sagt ákveðið á hádegi.“ (RNA, 7. bindi bls. 124). Ljóst er að bankastjórn Seðlabankans vildi að Geir H. Haarde þáverandi forsætisráðherra væri samþykkur lánveitingunni til Kaupþings banka til að styrkja umgjörð ákvörðunarinnar. Hefur Geir sjálfur sagt að hann hafi verið samþykkur lánveitingunni enda hafi verið litið svo á að með umræddu láni væri verið að freista þess að bjarga bankanum. Málið var ekki rætt sérstaklega í ríkisstjórninni. Hins vegar höfðu hvorki seðlabankastjóri né forsætisráðherra örugga vitneskju um raunverulega stöðu Kaupþings banka á þessum tíma og því var lánið veitt í góðri trú. Tengdar fréttir Vill heyra hlið Geirs H. Haarde á málinu Formaður Samfylkingarinnar segir að það væri athyglisvert að heyra hlið Geirs H. Haarde. Allur málatilbúnaður um hrunið byggi á framburði Davíðs. Þetta sé einn angi þess. 21. febrúar 2015 19:30 Fyrrverandi seðlabankastjóri: Bankastjórnin ber ábyrgðina á Kaupþingsláninu Jón Sigurðsson, fyrrverandi seðlabankastjóri, segir skrif Davíðs Oddsonar rugla umræðuna og ekki verði látið þar við sitja. 22. febrúar 2015 19:30 Upplýsir um dularfulla símtalið – Kaupþingslánið á ábyrgð stjórnvalda Seðlabanki Íslands vildi ekki taka lokaákvörðun um lánið til Kaupþings, segir Davíð Oddson í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins í dag. 21. febrúar 2015 13:16 Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Fleiri fréttir Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Sjá meira
Vegna lögbundins sjálfstæðis Seðlabankans getur ríkisstjórnin ekki gefið bankanum bein fyrirmæli um lánveitingar. Bæði fyrrverandi seðlabankastjóri og aðallögfræðingur Seðlabankans hafa sagt það hafa verið ákvörðun bankans að veita Kaupþingi 500 milljóna evra neyðarlán 6. október 2008. Reykjavíkurbréf Morgunblaðsins um helgina vakti athygli en þar fjallar höfundur um þá ákvörðun Seðlabankans að lána Kaupþingi banka 500 milljónir evra hinn 6. október 2008, jafnvirði um 80 milljarða króna. Tjón skattgreiðenda vegna þessarar lánveitingar er 35 milljarðar króna. Tjónið varð meðal annars vegna þess hvernig haldið var á eignarhlut Seðlabankans í danska FIH bankanum eftir hrunið en tekið var allsherjarveð í bankanum þegar lánið var veitt. Lesa má úr dómi Hæstaréttar í Al-Thani málinu svokallaða að Kaupþing banki hafi verið í alvarlegum rekstrarvanda tveimur vikum áður en neyðarlánið var veitt. Í dóminum er t.d. vitnað í tölvubréf sem Hreiðar Már Sigurðsson forstjóri Kaupþings banka sendi 23. september 2008, eftir að búið var að ganga frá Al-Thani fléttunni, þar sem Hreiðar talar um að setja þurfi bankann í „crisis mode“ vegna lausafjárvanda. Bankinn var með öðrum orðum að fara á hausinn en fékk samt nær allan tiltækan gjaldeyrisforða íslenska ríkisins að láni tveimur vikum síðar, hinn 6. október. Í Reykjavíkurbréf sem birtist í Morgunblaðinu um helgina segir m.a: „(Þ)ar sem beðið var um aðstoð í erlendum gjaldeyri vildi S.Í. ekki taka lokaákvörðun í málinu. Stór hluti gjaldeyrisforðans var þannig tilkominn, að íslenska ríkið hafði selt skuldabréf fyrir 1 milljarð evra. S.Í. hafði varðveitt andvirðið og það hafði tekist svo vel að lánið var sjálfbært og ríkissjóður hafði af því engan kostnað. En þar sem forðinn var þannig til kominn litu bankastjórar S.Í. svo á, að vilji ríkisstjórnarinnar, en ekki bankans, yrði að ráða niðurstöðunni..“ Annar tveggja ritstjóra blaðsins er Davíð Oddsson fyrrverandi seðlabankastjóri.Sjálfstæð stofnun að lögum Í lögum um Seðlabanka Íslands kemur fram að bankinn sé sjálfstæð stofnun í eigu ríkisins. Þá kemur fram í lögunum að Seðlabankinn geti veitt lánastofnunum, sem geta átt innlánsviðskipti við bankann, lán með kaupum á verðbréfum eða á annan hátt gegn tryggingum sem bankinn metur gildar. Þar segir jafnframt að þegar sérstaklega stendur á og Seðlabankinn telur þess þörf til að varðveita traust á fjármálakerfi landsins geti hann veitt lánastofnunum í lausafjárvanda ábyrgðir eða önnur lán. Ljóst er að ríkisstjórnin getur ekki gefið Seðlabankanum bindandi fyrirmæli um einstakar lánveitingar vegna sjálfstæðis bankans. Þá leiðir af lögbundnu hlutverki bankans að bankastjórn tekur ákvarðanir um lánveitingar til þrautavara til fjármálafyrirtækja af því tagi sem Kaupþing banki fékk í umrætt sinn. Tilkynnti sjálfur bankastjóra Kaupþings um lánið Davíð Oddsson fyrrverandi seðlabankastjóri sagði sjálfur í viðtali í Kastljósi 7. október 2008 að það hefði verið ákvörðun Seðlabankans að veita umrætt neyðarlán. Í viðtalinu var Davíð spurður: Varstu sammála þeirri aðgerð að veita Kaupþingi þetta lán? Það var orðrómur um ágreining. Davíð svaraði: „Það var algjör eining um það og ég tilkynnti bankastjóra Kaupþings það að það hefði verið niðurstaðan. Það hefur verið eining milli okkar þriggja félaganna í öllum málum.“ Þá sagði Sigríður Logadóttir aðallögfræðingur Seðlabankans fyrir rannsóknarnefnd Alþingis að þetta hefði verið ákvörðun Seðlabankans. Orðrétt sagði Sigríður: „...Kaupþing er í vandræðum og það endar með því að Seðlabankinn ákveður að lána Kaupþingi gegn veði í öllum FIH-bankanum og það er sem sagt ákveðið á hádegi.“ (RNA, 7. bindi bls. 124). Ljóst er að bankastjórn Seðlabankans vildi að Geir H. Haarde þáverandi forsætisráðherra væri samþykkur lánveitingunni til Kaupþings banka til að styrkja umgjörð ákvörðunarinnar. Hefur Geir sjálfur sagt að hann hafi verið samþykkur lánveitingunni enda hafi verið litið svo á að með umræddu láni væri verið að freista þess að bjarga bankanum. Málið var ekki rætt sérstaklega í ríkisstjórninni. Hins vegar höfðu hvorki seðlabankastjóri né forsætisráðherra örugga vitneskju um raunverulega stöðu Kaupþings banka á þessum tíma og því var lánið veitt í góðri trú.
Tengdar fréttir Vill heyra hlið Geirs H. Haarde á málinu Formaður Samfylkingarinnar segir að það væri athyglisvert að heyra hlið Geirs H. Haarde. Allur málatilbúnaður um hrunið byggi á framburði Davíðs. Þetta sé einn angi þess. 21. febrúar 2015 19:30 Fyrrverandi seðlabankastjóri: Bankastjórnin ber ábyrgðina á Kaupþingsláninu Jón Sigurðsson, fyrrverandi seðlabankastjóri, segir skrif Davíðs Oddsonar rugla umræðuna og ekki verði látið þar við sitja. 22. febrúar 2015 19:30 Upplýsir um dularfulla símtalið – Kaupþingslánið á ábyrgð stjórnvalda Seðlabanki Íslands vildi ekki taka lokaákvörðun um lánið til Kaupþings, segir Davíð Oddson í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins í dag. 21. febrúar 2015 13:16 Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Fleiri fréttir Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Sjá meira
Vill heyra hlið Geirs H. Haarde á málinu Formaður Samfylkingarinnar segir að það væri athyglisvert að heyra hlið Geirs H. Haarde. Allur málatilbúnaður um hrunið byggi á framburði Davíðs. Þetta sé einn angi þess. 21. febrúar 2015 19:30
Fyrrverandi seðlabankastjóri: Bankastjórnin ber ábyrgðina á Kaupþingsláninu Jón Sigurðsson, fyrrverandi seðlabankastjóri, segir skrif Davíðs Oddsonar rugla umræðuna og ekki verði látið þar við sitja. 22. febrúar 2015 19:30
Upplýsir um dularfulla símtalið – Kaupþingslánið á ábyrgð stjórnvalda Seðlabanki Íslands vildi ekki taka lokaákvörðun um lánið til Kaupþings, segir Davíð Oddson í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins í dag. 21. febrúar 2015 13:16