Davíð sagði „algjöra einingu“ um neyðarlán til Kaupþings Þorbjörn Þórðarson skrifar 23. febrúar 2015 19:48 Vegna lögbundins sjálfstæðis Seðlabankans getur ríkisstjórnin ekki gefið bankanum bein fyrirmæli um lánveitingar. Bæði fyrrverandi seðlabankastjóri og aðallögfræðingur Seðlabankans hafa sagt það hafa verið ákvörðun bankans að veita Kaupþingi 500 milljóna evra neyðarlán 6. október 2008. Reykjavíkurbréf Morgunblaðsins um helgina vakti athygli en þar fjallar höfundur um þá ákvörðun Seðlabankans að lána Kaupþingi banka 500 milljónir evra hinn 6. október 2008, jafnvirði um 80 milljarða króna. Tjón skattgreiðenda vegna þessarar lánveitingar er 35 milljarðar króna. Tjónið varð meðal annars vegna þess hvernig haldið var á eignarhlut Seðlabankans í danska FIH bankanum eftir hrunið en tekið var allsherjarveð í bankanum þegar lánið var veitt. Lesa má úr dómi Hæstaréttar í Al-Thani málinu svokallaða að Kaupþing banki hafi verið í alvarlegum rekstrarvanda tveimur vikum áður en neyðarlánið var veitt. Í dóminum er t.d. vitnað í tölvubréf sem Hreiðar Már Sigurðsson forstjóri Kaupþings banka sendi 23. september 2008, eftir að búið var að ganga frá Al-Thani fléttunni, þar sem Hreiðar talar um að setja þurfi bankann í „crisis mode“ vegna lausafjárvanda. Bankinn var með öðrum orðum að fara á hausinn en fékk samt nær allan tiltækan gjaldeyrisforða íslenska ríkisins að láni tveimur vikum síðar, hinn 6. október. Í Reykjavíkurbréf sem birtist í Morgunblaðinu um helgina segir m.a: „(Þ)ar sem beðið var um aðstoð í erlendum gjaldeyri vildi S.Í. ekki taka lokaákvörðun í málinu. Stór hluti gjaldeyrisforðans var þannig tilkominn, að íslenska ríkið hafði selt skuldabréf fyrir 1 milljarð evra. S.Í. hafði varðveitt andvirðið og það hafði tekist svo vel að lánið var sjálfbært og ríkissjóður hafði af því engan kostnað. En þar sem forðinn var þannig til kominn litu bankastjórar S.Í. svo á, að vilji ríkisstjórnarinnar, en ekki bankans, yrði að ráða niðurstöðunni..“ Annar tveggja ritstjóra blaðsins er Davíð Oddsson fyrrverandi seðlabankastjóri.Sjálfstæð stofnun að lögum Í lögum um Seðlabanka Íslands kemur fram að bankinn sé sjálfstæð stofnun í eigu ríkisins. Þá kemur fram í lögunum að Seðlabankinn geti veitt lánastofnunum, sem geta átt innlánsviðskipti við bankann, lán með kaupum á verðbréfum eða á annan hátt gegn tryggingum sem bankinn metur gildar. Þar segir jafnframt að þegar sérstaklega stendur á og Seðlabankinn telur þess þörf til að varðveita traust á fjármálakerfi landsins geti hann veitt lánastofnunum í lausafjárvanda ábyrgðir eða önnur lán. Ljóst er að ríkisstjórnin getur ekki gefið Seðlabankanum bindandi fyrirmæli um einstakar lánveitingar vegna sjálfstæðis bankans. Þá leiðir af lögbundnu hlutverki bankans að bankastjórn tekur ákvarðanir um lánveitingar til þrautavara til fjármálafyrirtækja af því tagi sem Kaupþing banki fékk í umrætt sinn. Tilkynnti sjálfur bankastjóra Kaupþings um lánið Davíð Oddsson fyrrverandi seðlabankastjóri sagði sjálfur í viðtali í Kastljósi 7. október 2008 að það hefði verið ákvörðun Seðlabankans að veita umrætt neyðarlán. Í viðtalinu var Davíð spurður: Varstu sammála þeirri aðgerð að veita Kaupþingi þetta lán? Það var orðrómur um ágreining. Davíð svaraði: „Það var algjör eining um það og ég tilkynnti bankastjóra Kaupþings það að það hefði verið niðurstaðan. Það hefur verið eining milli okkar þriggja félaganna í öllum málum.“ Þá sagði Sigríður Logadóttir aðallögfræðingur Seðlabankans fyrir rannsóknarnefnd Alþingis að þetta hefði verið ákvörðun Seðlabankans. Orðrétt sagði Sigríður: „...Kaupþing er í vandræðum og það endar með því að Seðlabankinn ákveður að lána Kaupþingi gegn veði í öllum FIH-bankanum og það er sem sagt ákveðið á hádegi.“ (RNA, 7. bindi bls. 124). Ljóst er að bankastjórn Seðlabankans vildi að Geir H. Haarde þáverandi forsætisráðherra væri samþykkur lánveitingunni til Kaupþings banka til að styrkja umgjörð ákvörðunarinnar. Hefur Geir sjálfur sagt að hann hafi verið samþykkur lánveitingunni enda hafi verið litið svo á að með umræddu láni væri verið að freista þess að bjarga bankanum. Málið var ekki rætt sérstaklega í ríkisstjórninni. Hins vegar höfðu hvorki seðlabankastjóri né forsætisráðherra örugga vitneskju um raunverulega stöðu Kaupþings banka á þessum tíma og því var lánið veitt í góðri trú. Tengdar fréttir Vill heyra hlið Geirs H. Haarde á málinu Formaður Samfylkingarinnar segir að það væri athyglisvert að heyra hlið Geirs H. Haarde. Allur málatilbúnaður um hrunið byggi á framburði Davíðs. Þetta sé einn angi þess. 21. febrúar 2015 19:30 Fyrrverandi seðlabankastjóri: Bankastjórnin ber ábyrgðina á Kaupþingsláninu Jón Sigurðsson, fyrrverandi seðlabankastjóri, segir skrif Davíðs Oddsonar rugla umræðuna og ekki verði látið þar við sitja. 22. febrúar 2015 19:30 Upplýsir um dularfulla símtalið – Kaupþingslánið á ábyrgð stjórnvalda Seðlabanki Íslands vildi ekki taka lokaákvörðun um lánið til Kaupþings, segir Davíð Oddson í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins í dag. 21. febrúar 2015 13:16 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Fleiri fréttir Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Sjá meira
Vegna lögbundins sjálfstæðis Seðlabankans getur ríkisstjórnin ekki gefið bankanum bein fyrirmæli um lánveitingar. Bæði fyrrverandi seðlabankastjóri og aðallögfræðingur Seðlabankans hafa sagt það hafa verið ákvörðun bankans að veita Kaupþingi 500 milljóna evra neyðarlán 6. október 2008. Reykjavíkurbréf Morgunblaðsins um helgina vakti athygli en þar fjallar höfundur um þá ákvörðun Seðlabankans að lána Kaupþingi banka 500 milljónir evra hinn 6. október 2008, jafnvirði um 80 milljarða króna. Tjón skattgreiðenda vegna þessarar lánveitingar er 35 milljarðar króna. Tjónið varð meðal annars vegna þess hvernig haldið var á eignarhlut Seðlabankans í danska FIH bankanum eftir hrunið en tekið var allsherjarveð í bankanum þegar lánið var veitt. Lesa má úr dómi Hæstaréttar í Al-Thani málinu svokallaða að Kaupþing banki hafi verið í alvarlegum rekstrarvanda tveimur vikum áður en neyðarlánið var veitt. Í dóminum er t.d. vitnað í tölvubréf sem Hreiðar Már Sigurðsson forstjóri Kaupþings banka sendi 23. september 2008, eftir að búið var að ganga frá Al-Thani fléttunni, þar sem Hreiðar talar um að setja þurfi bankann í „crisis mode“ vegna lausafjárvanda. Bankinn var með öðrum orðum að fara á hausinn en fékk samt nær allan tiltækan gjaldeyrisforða íslenska ríkisins að láni tveimur vikum síðar, hinn 6. október. Í Reykjavíkurbréf sem birtist í Morgunblaðinu um helgina segir m.a: „(Þ)ar sem beðið var um aðstoð í erlendum gjaldeyri vildi S.Í. ekki taka lokaákvörðun í málinu. Stór hluti gjaldeyrisforðans var þannig tilkominn, að íslenska ríkið hafði selt skuldabréf fyrir 1 milljarð evra. S.Í. hafði varðveitt andvirðið og það hafði tekist svo vel að lánið var sjálfbært og ríkissjóður hafði af því engan kostnað. En þar sem forðinn var þannig til kominn litu bankastjórar S.Í. svo á, að vilji ríkisstjórnarinnar, en ekki bankans, yrði að ráða niðurstöðunni..“ Annar tveggja ritstjóra blaðsins er Davíð Oddsson fyrrverandi seðlabankastjóri.Sjálfstæð stofnun að lögum Í lögum um Seðlabanka Íslands kemur fram að bankinn sé sjálfstæð stofnun í eigu ríkisins. Þá kemur fram í lögunum að Seðlabankinn geti veitt lánastofnunum, sem geta átt innlánsviðskipti við bankann, lán með kaupum á verðbréfum eða á annan hátt gegn tryggingum sem bankinn metur gildar. Þar segir jafnframt að þegar sérstaklega stendur á og Seðlabankinn telur þess þörf til að varðveita traust á fjármálakerfi landsins geti hann veitt lánastofnunum í lausafjárvanda ábyrgðir eða önnur lán. Ljóst er að ríkisstjórnin getur ekki gefið Seðlabankanum bindandi fyrirmæli um einstakar lánveitingar vegna sjálfstæðis bankans. Þá leiðir af lögbundnu hlutverki bankans að bankastjórn tekur ákvarðanir um lánveitingar til þrautavara til fjármálafyrirtækja af því tagi sem Kaupþing banki fékk í umrætt sinn. Tilkynnti sjálfur bankastjóra Kaupþings um lánið Davíð Oddsson fyrrverandi seðlabankastjóri sagði sjálfur í viðtali í Kastljósi 7. október 2008 að það hefði verið ákvörðun Seðlabankans að veita umrætt neyðarlán. Í viðtalinu var Davíð spurður: Varstu sammála þeirri aðgerð að veita Kaupþingi þetta lán? Það var orðrómur um ágreining. Davíð svaraði: „Það var algjör eining um það og ég tilkynnti bankastjóra Kaupþings það að það hefði verið niðurstaðan. Það hefur verið eining milli okkar þriggja félaganna í öllum málum.“ Þá sagði Sigríður Logadóttir aðallögfræðingur Seðlabankans fyrir rannsóknarnefnd Alþingis að þetta hefði verið ákvörðun Seðlabankans. Orðrétt sagði Sigríður: „...Kaupþing er í vandræðum og það endar með því að Seðlabankinn ákveður að lána Kaupþingi gegn veði í öllum FIH-bankanum og það er sem sagt ákveðið á hádegi.“ (RNA, 7. bindi bls. 124). Ljóst er að bankastjórn Seðlabankans vildi að Geir H. Haarde þáverandi forsætisráðherra væri samþykkur lánveitingunni til Kaupþings banka til að styrkja umgjörð ákvörðunarinnar. Hefur Geir sjálfur sagt að hann hafi verið samþykkur lánveitingunni enda hafi verið litið svo á að með umræddu láni væri verið að freista þess að bjarga bankanum. Málið var ekki rætt sérstaklega í ríkisstjórninni. Hins vegar höfðu hvorki seðlabankastjóri né forsætisráðherra örugga vitneskju um raunverulega stöðu Kaupþings banka á þessum tíma og því var lánið veitt í góðri trú.
Tengdar fréttir Vill heyra hlið Geirs H. Haarde á málinu Formaður Samfylkingarinnar segir að það væri athyglisvert að heyra hlið Geirs H. Haarde. Allur málatilbúnaður um hrunið byggi á framburði Davíðs. Þetta sé einn angi þess. 21. febrúar 2015 19:30 Fyrrverandi seðlabankastjóri: Bankastjórnin ber ábyrgðina á Kaupþingsláninu Jón Sigurðsson, fyrrverandi seðlabankastjóri, segir skrif Davíðs Oddsonar rugla umræðuna og ekki verði látið þar við sitja. 22. febrúar 2015 19:30 Upplýsir um dularfulla símtalið – Kaupþingslánið á ábyrgð stjórnvalda Seðlabanki Íslands vildi ekki taka lokaákvörðun um lánið til Kaupþings, segir Davíð Oddson í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins í dag. 21. febrúar 2015 13:16 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Fleiri fréttir Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Sjá meira
Vill heyra hlið Geirs H. Haarde á málinu Formaður Samfylkingarinnar segir að það væri athyglisvert að heyra hlið Geirs H. Haarde. Allur málatilbúnaður um hrunið byggi á framburði Davíðs. Þetta sé einn angi þess. 21. febrúar 2015 19:30
Fyrrverandi seðlabankastjóri: Bankastjórnin ber ábyrgðina á Kaupþingsláninu Jón Sigurðsson, fyrrverandi seðlabankastjóri, segir skrif Davíðs Oddsonar rugla umræðuna og ekki verði látið þar við sitja. 22. febrúar 2015 19:30
Upplýsir um dularfulla símtalið – Kaupþingslánið á ábyrgð stjórnvalda Seðlabanki Íslands vildi ekki taka lokaákvörðun um lánið til Kaupþings, segir Davíð Oddson í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins í dag. 21. febrúar 2015 13:16