Íslenskir bræður slá í gegn á Kickstarter: Snúran sem getur tengst öllu Bjarki Ármannsson skrifar 24. febrúar 2015 21:53 „Við stefnum á að koma vörunni frá okkur í lok júlí.“ Myndir/Janulus Bræðurnir Ágúst Arnar og Einar Ágústssynir eru heilarnir á bak við TOB-snúruna, nýja uppfinningu sem kom inn á vef Kickstarter fyrir rúmri viku og er strax kominn með rúmlega tvöfalt það fjármagn sem stefnt var á að safna. Snúrunni fylgja nokkur millistykki og hana er hægt að tengja við USB-, HDMI, Lightning- eða hljóðtengi.Draumurinn að losna við öll millistykki „Þetta er svo þú þurfir ekki að vera með allar þessar flækjur með þér alltaf,“ segir Ágúst Arnar. „Þú hefur kannski séð svona snúrur þar sem hægt er að setja einn svona „adapter“ á hjá þér, en hérna erum við að bjóða upp á að gera þetta að audio-snúru eða HDMI-snúru, sem er algjörlega brautryðjandi núna. Við erum að bjóða þér upp á að losna við ansi margar snúrur.“ Yfirskrift uppfinningarinnar á Kickstarter-vefnum er „ein snúra fyrir allt,“ og til lengri tíma ætla bræðurnir að þróa snúruna þannig að einnig sé hægt að tengja hana við hleðslutæki, fartölvur og margt fleira. Einn daginn verði vonandi enginn þörf á millistykkjum lengur. „Okkar draumur er að það séu ekki öll þessi tengi, að þú getir gert allt í gegnum TOB,“ segir Ágúst. „En þar er náttúrulega svolítið langt til litið.“Snúran býður meðal annars upp á að tengja snjallsíma við sjónvarpsskjái.Mynd/JanulusVaran varð til fyrir tilviljun Bræðurnir hafa unnið að snúrunni frá því í júní í fyrra. Þróunin hófst fyrir hálfgerða tilviljun, en þeir duttu á hugmyndina þegar þeir voru að vinna að öðru verkefni fyrir Kickstarter: ferðavindtúrbínu. „Við lendum í smá vandræðum með hönnunina á því og okkur vantar að gera vatnshelt USB-kerfi,“ útskýrir Ágúst. „Þannig að við búum til þetta tengi og þannig verður til allt önnur vara sem við áttum okkur á að getur leyst allt önnur vandamál.“ Þá hófst vinna að TOB-snúrunni, sem rataði svo loks inn á Kickstarter í þessum mánuði. Ágúst og Einar settu sér það markmið að ná að safna tuttugu þúsund Bandaríkjadölum á einum mánuði. Það tókst á fyrstu þremur dögunum og nú nemur upphæðin næstum 45 þúsund dölum. „Það er frábært að sjá þetta svona og greinilegt að fólk hefur trú á þessu,“ segir Ágúst. Næsta skref er einfaldlega fjöldaframleiðsla á TOB-snúrunni og heimsending til þeirra sem hafa pantað sér hana á vefnum. Bræðurnir eru nýkomnir frá Kína, þar sem þeir heimsóttu verksmiðjur og kynntu sér „bransann.“ „Um leið og Kickstart-söfnunin er búin förum við í að semja og taka saman pantanir. Við stefnum á að koma vörunni frá okkur í lok júlí.“ Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Sjá meira
Bræðurnir Ágúst Arnar og Einar Ágústssynir eru heilarnir á bak við TOB-snúruna, nýja uppfinningu sem kom inn á vef Kickstarter fyrir rúmri viku og er strax kominn með rúmlega tvöfalt það fjármagn sem stefnt var á að safna. Snúrunni fylgja nokkur millistykki og hana er hægt að tengja við USB-, HDMI, Lightning- eða hljóðtengi.Draumurinn að losna við öll millistykki „Þetta er svo þú þurfir ekki að vera með allar þessar flækjur með þér alltaf,“ segir Ágúst Arnar. „Þú hefur kannski séð svona snúrur þar sem hægt er að setja einn svona „adapter“ á hjá þér, en hérna erum við að bjóða upp á að gera þetta að audio-snúru eða HDMI-snúru, sem er algjörlega brautryðjandi núna. Við erum að bjóða þér upp á að losna við ansi margar snúrur.“ Yfirskrift uppfinningarinnar á Kickstarter-vefnum er „ein snúra fyrir allt,“ og til lengri tíma ætla bræðurnir að þróa snúruna þannig að einnig sé hægt að tengja hana við hleðslutæki, fartölvur og margt fleira. Einn daginn verði vonandi enginn þörf á millistykkjum lengur. „Okkar draumur er að það séu ekki öll þessi tengi, að þú getir gert allt í gegnum TOB,“ segir Ágúst. „En þar er náttúrulega svolítið langt til litið.“Snúran býður meðal annars upp á að tengja snjallsíma við sjónvarpsskjái.Mynd/JanulusVaran varð til fyrir tilviljun Bræðurnir hafa unnið að snúrunni frá því í júní í fyrra. Þróunin hófst fyrir hálfgerða tilviljun, en þeir duttu á hugmyndina þegar þeir voru að vinna að öðru verkefni fyrir Kickstarter: ferðavindtúrbínu. „Við lendum í smá vandræðum með hönnunina á því og okkur vantar að gera vatnshelt USB-kerfi,“ útskýrir Ágúst. „Þannig að við búum til þetta tengi og þannig verður til allt önnur vara sem við áttum okkur á að getur leyst allt önnur vandamál.“ Þá hófst vinna að TOB-snúrunni, sem rataði svo loks inn á Kickstarter í þessum mánuði. Ágúst og Einar settu sér það markmið að ná að safna tuttugu þúsund Bandaríkjadölum á einum mánuði. Það tókst á fyrstu þremur dögunum og nú nemur upphæðin næstum 45 þúsund dölum. „Það er frábært að sjá þetta svona og greinilegt að fólk hefur trú á þessu,“ segir Ágúst. Næsta skref er einfaldlega fjöldaframleiðsla á TOB-snúrunni og heimsending til þeirra sem hafa pantað sér hana á vefnum. Bræðurnir eru nýkomnir frá Kína, þar sem þeir heimsóttu verksmiðjur og kynntu sér „bransann.“ „Um leið og Kickstart-söfnunin er búin förum við í að semja og taka saman pantanir. Við stefnum á að koma vörunni frá okkur í lok júlí.“
Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Sjá meira