Innlent

Veðrið gæti breyst með skömmum fyrirvara

Birgir Olgeirsson skrifar
Litlu má mun að norðan strengurinn nái betur inn á land á morgun með enn meiri vind
Litlu má mun að norðan strengurinn nái betur inn á land á morgun með enn meiri vind Vísir/Auðunn
Veðurstofa Íslands varar enn við stormi eða roki(meðalvindur 20 - 28 metrar á sekúndu) á landinu í dag og á Vestfjörðum á morgun.

Veðurspáin fyrir næstu 36 klukkustundir er svohljóðandi:

Í dag má búast við austan 20 - 28 metrum á sekúndu með snjókomu sunnan- og vestanlands en síðar slyddu eða rigningu við ströndina, 18 - 28 metrum á sekúndu síðdegis, hvassast við suðurströndina.

Hægari og úrkomulítið á Norður- og Austurlandi í fyrstu en síðan 18 - 23 metrar á sekúndu þar og snjókoma eða skafrenningur. Dregur verulega úr vindi og úrkomu í kvöld og nótt, en áfram stormur eða rok á Vestfjörðum. Norðan 20-28 m/s og snjókoma eða éljagangur á vestast á landinu á morgun, hvassast á Vestfjörðum, en mun hægari suðlæg eða breytileg átt og dálítil él eystra. Heldur hlýnandi veður í bili, en kólnar aftur á morgun. Norðvestan hvassviðri eða stormur víða um land annað kvöld.

Veðurfræðingar á Veðurstofu Íslands segja að litlu megi muna að norðan strengurinn nái betur inn á land á morgun, fimmtudag, með enn meiri vind og geta spár, og þarf af leiðandi veður, breyst með skömmum fyrirvara.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×