Leitað er að tveimur erlendum ferðamönnum við Mýrdalsjökul Stefán Árni Pálsson skrifar 25. febrúar 2015 20:10 Snjóbíll Landsbjargar í Hvanngili við leit um síðustu helgi. vísir/oddgeir sæmundsson Nú stendur yfir leit að tveimur erlendum ferðamönnum sem voru á ferð við Mýrdalsjökul en búið er að kalla út björgunarsveitir frá Hellu, Hvolsvelli og Vík í Mýrdal. Útkallið barst á áttunda tímanum í kvöld en Lögreglan á Suðurlandi stýrir aðgerðum. Um er að ræða tvo erlenda skíðamenn sem voru á ferðinni við Álftavatnakrók. Veðrið er slæmt á öllu landinu og því aðstæður mjög erfiðar. Leitað var að Kerstin Langenberger í tvo daga um síðustu helgi en hún fannst norðan Mýrdalsjökuls á mánudagsmorgun. Konan hafði komið sér fyrir í Skála í Hvanngili.Uppfært klukkan 20:30 - Um er að ræða tvo Þjóðverja á sextugsaldri sem létu vita af stöðu mála fyrr í kvöld. Þá var tjaldið þeirra fokið en síðast barst merki frá þeim norðaustur af Mýrdalsjökli. Uppfært klukkan 20:43 - Tilkynning frá LandsbjörguTveir erlendir skíðamenn eru í vanda í Álftavatnakrók. Sendu þeir neyðarboð eftir að þeir misstu tjald sitt og búnað og voru orðnir hraktir. Björgunarsveitir á Suðurlandi hafa verið kallaðar út til leitar. Eru þær með staðsetningu mannanna en ekki er vitað hversu nákvæm hún er. Búast björgunarmenn við að vera komnir á staðinn á snjósleðum innan tveggja tíma ef vel gengur.Aðgerðir björgunarsveita fyrir norðan, þar sem leitað er erlendra ferðamanna er sendu neyðarboð í gegnum SPOT sendi, ganga þokkalega. Fyrstu hópar eru komnir á Vatnahjalla. Á fjallinu eru engin fjarskipti og því er ekki vitað um hvernig þeim miðar en vitað er að þeir fara hægt yfir enda aftakaveður á svæðinu. Spár gera ráð fyrir að veður gangi hratt niður þegar líður á nóttina. Verið er að senda bjargir úr Skagafirði á staðinn en veður hamlar för þeirra. Á áttunda tug manna taka þátt í aðgerðinni. Veður Tengdar fréttir „Ég er mjög hissa og þetta er auðvitað smá skammarlegt“ Kerstin Langenberger þykir leitt að björgunarsveitarmenn hafi farið og leitað að henni um helgina en hún er mjög ánægð með störf þeirra. 23. febrúar 2015 14:12 Vilja láta rannsaka hvers vegna staðsetningartækið hætti að virka Landsbjörg ætlar að láta rannsaka hvers vegna staðsetningartæki konunnar, sem leitað var að við Mýradalsjökul um helgina, hætti að virka. Konan fannst heil á húfi í Ferðafélagsskála laust fyrir klukkan sex í morgun og er komin til Reykjavíkur. 23. febrúar 2015 13:20 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Sjá meira
Nú stendur yfir leit að tveimur erlendum ferðamönnum sem voru á ferð við Mýrdalsjökul en búið er að kalla út björgunarsveitir frá Hellu, Hvolsvelli og Vík í Mýrdal. Útkallið barst á áttunda tímanum í kvöld en Lögreglan á Suðurlandi stýrir aðgerðum. Um er að ræða tvo erlenda skíðamenn sem voru á ferðinni við Álftavatnakrók. Veðrið er slæmt á öllu landinu og því aðstæður mjög erfiðar. Leitað var að Kerstin Langenberger í tvo daga um síðustu helgi en hún fannst norðan Mýrdalsjökuls á mánudagsmorgun. Konan hafði komið sér fyrir í Skála í Hvanngili.Uppfært klukkan 20:30 - Um er að ræða tvo Þjóðverja á sextugsaldri sem létu vita af stöðu mála fyrr í kvöld. Þá var tjaldið þeirra fokið en síðast barst merki frá þeim norðaustur af Mýrdalsjökli. Uppfært klukkan 20:43 - Tilkynning frá LandsbjörguTveir erlendir skíðamenn eru í vanda í Álftavatnakrók. Sendu þeir neyðarboð eftir að þeir misstu tjald sitt og búnað og voru orðnir hraktir. Björgunarsveitir á Suðurlandi hafa verið kallaðar út til leitar. Eru þær með staðsetningu mannanna en ekki er vitað hversu nákvæm hún er. Búast björgunarmenn við að vera komnir á staðinn á snjósleðum innan tveggja tíma ef vel gengur.Aðgerðir björgunarsveita fyrir norðan, þar sem leitað er erlendra ferðamanna er sendu neyðarboð í gegnum SPOT sendi, ganga þokkalega. Fyrstu hópar eru komnir á Vatnahjalla. Á fjallinu eru engin fjarskipti og því er ekki vitað um hvernig þeim miðar en vitað er að þeir fara hægt yfir enda aftakaveður á svæðinu. Spár gera ráð fyrir að veður gangi hratt niður þegar líður á nóttina. Verið er að senda bjargir úr Skagafirði á staðinn en veður hamlar för þeirra. Á áttunda tug manna taka þátt í aðgerðinni.
Veður Tengdar fréttir „Ég er mjög hissa og þetta er auðvitað smá skammarlegt“ Kerstin Langenberger þykir leitt að björgunarsveitarmenn hafi farið og leitað að henni um helgina en hún er mjög ánægð með störf þeirra. 23. febrúar 2015 14:12 Vilja láta rannsaka hvers vegna staðsetningartækið hætti að virka Landsbjörg ætlar að láta rannsaka hvers vegna staðsetningartæki konunnar, sem leitað var að við Mýradalsjökul um helgina, hætti að virka. Konan fannst heil á húfi í Ferðafélagsskála laust fyrir klukkan sex í morgun og er komin til Reykjavíkur. 23. febrúar 2015 13:20 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Sjá meira
„Ég er mjög hissa og þetta er auðvitað smá skammarlegt“ Kerstin Langenberger þykir leitt að björgunarsveitarmenn hafi farið og leitað að henni um helgina en hún er mjög ánægð með störf þeirra. 23. febrúar 2015 14:12
Vilja láta rannsaka hvers vegna staðsetningartækið hætti að virka Landsbjörg ætlar að láta rannsaka hvers vegna staðsetningartæki konunnar, sem leitað var að við Mýradalsjökul um helgina, hætti að virka. Konan fannst heil á húfi í Ferðafélagsskála laust fyrir klukkan sex í morgun og er komin til Reykjavíkur. 23. febrúar 2015 13:20