Kíghósti viðvarandi vandamál: Yfir sextíu tilfelli á síðustu þremur árum Aðalsteinn Kjartansson skrifar 26. febrúar 2015 12:52 Kíghóstabólusetning ekki nógu góð segir yfirlæknir sóttvarna hjá Landlækni. Vísir/Getty Images Bólusett er fyrir kíghósta á Íslandi allt frá þriggja mánaða aldri. Engu að síður h efur reglulega komið upp hrina kíghóstatilfella hér á landi. Á síðasta ári greind ist eitt kíghóstatilfelli en árin 201 2 og 201 3 voru þau yfir þrjátíu hvort ár. Þórólfur Guðnason, yfirlæknir sóttvarna hjá LandlæknisembættinuVísir/Stefán Bóluefnið ekki nógu gott Þórólfur Guðnason, yfirlæknir sóttvarna hjá Landlæknisembættinu, segir að kíghósti sé viðvarandi vandamál í samfélaginu. Áhersla sé lögð á að vernda ung börn fyrir kíghósta en sjúkdómurinn getur reynst kornabörnum afar erfið ur . „Kíghósti kemur upp alltaf af og til og ástæðan fyrir því er að bólusetningin er ekki nógu góð. Það er ekki nógu gott bóluefni til. Það endist ekki nógu lengi,“ segir hann. „Aðal markmiðið með kíghóstabólusetning u nni er að vernda þessa litlu krakka.“ Bóluefnið endist í skamman tíma samanborið við önnur bóluefni. Þórólfur talar um að mótefnið með bólusetningunni dvíni eftir einhverja mánuði og ár eftir sprautu. „Kíghósti er viðvarandi sjúkdómur í samfélaginu og okkur tekst aldrei með núverandi bóluefnum að útrýma kíghóstanum,“ segir Þórólfur. „Fullorðnir fá kíghósta en þeir fá ekki eins skæðan og litlu börnin. Það eru yngstu börnin, mánaða gömlu krakkarnir, sem fara illa út úr kíghóstanum.“ Hér má sjá yfirlit yfir hvernig drengurinn stækkaði í kringum kíghóstasmitið. Eins og sést hætti hann nánast að stækka fyrst eftir smitið.Vísir Hætti að stækka eftir kíghóstasmit Kíghósti getur haft mikil áhrif á ung börn. Vísir ræddi við móður drengs sem smitaðist af kíghósta þegar hann var nokkurra vikna gamall. Hann er eitt af rúmlega þrjátíu tilfellum sem greindust árið 2013. Þar var drengurinn í einangrun um tíma. Foreldrar drengsins fylgdust vel með þróuninni og reyndu að halda skráningu yfir hóstaköst. Í gögnunum kemur í ljós hvaða áhrif kíghóstinn hafði á burði drengsins til að stækka í takt við vaxtarkúrfu sína. Í gögnum foreldranna sést hvernig drengurinn hættir nánast að stækka fyrstu vikurnar eftir kíghóstasmitið. Það er ekki fyrr en um hálfu ári eftir að drengurinn smitaðist fyrst sem hann náði sér aftur á réttan stað á vaxtarkúrfunni. Hvað er kíghósti? Unglingar og fullorðnir ráða betur við kíghósta en ungabörn. Hjá þeim birtist sjúkdómurinn sem þrálátur hósti. Samkvæmt gögnum Alþjóðaheilbrigðisstofnun arinnar , WHO, koma á bilinu tuttugu til fjörutíu milljón tilfelli kíghósta upp árlega í heiminum. Í myndbandinu til hliðar má heyra hvernig kíghósti hljómar hjá börnum. Á Íslandi eru börn fyrst bólusett við kíghósta við þriggja mánaða aldur. Bólusetningin er svo endurtekin tveimur mánuðum seinna, aftur við tólf mánaða aldur og svo endurbólusett fjögurra ára og fjórtán ára. Samkvæmt upplýsingum á vef Landlæknis verndar bóluefnið einstaklinga ekki lengur en í tíu ár og er því möguleiki á smiti síðar um ævina. Bólusetningar Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Erlent Fleiri fréttir Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna slyssins og skoðar leiðir til úrbóta Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Sjá meira
Bólusett er fyrir kíghósta á Íslandi allt frá þriggja mánaða aldri. Engu að síður h efur reglulega komið upp hrina kíghóstatilfella hér á landi. Á síðasta ári greind ist eitt kíghóstatilfelli en árin 201 2 og 201 3 voru þau yfir þrjátíu hvort ár. Þórólfur Guðnason, yfirlæknir sóttvarna hjá LandlæknisembættinuVísir/Stefán Bóluefnið ekki nógu gott Þórólfur Guðnason, yfirlæknir sóttvarna hjá Landlæknisembættinu, segir að kíghósti sé viðvarandi vandamál í samfélaginu. Áhersla sé lögð á að vernda ung börn fyrir kíghósta en sjúkdómurinn getur reynst kornabörnum afar erfið ur . „Kíghósti kemur upp alltaf af og til og ástæðan fyrir því er að bólusetningin er ekki nógu góð. Það er ekki nógu gott bóluefni til. Það endist ekki nógu lengi,“ segir hann. „Aðal markmiðið með kíghóstabólusetning u nni er að vernda þessa litlu krakka.“ Bóluefnið endist í skamman tíma samanborið við önnur bóluefni. Þórólfur talar um að mótefnið með bólusetningunni dvíni eftir einhverja mánuði og ár eftir sprautu. „Kíghósti er viðvarandi sjúkdómur í samfélaginu og okkur tekst aldrei með núverandi bóluefnum að útrýma kíghóstanum,“ segir Þórólfur. „Fullorðnir fá kíghósta en þeir fá ekki eins skæðan og litlu börnin. Það eru yngstu börnin, mánaða gömlu krakkarnir, sem fara illa út úr kíghóstanum.“ Hér má sjá yfirlit yfir hvernig drengurinn stækkaði í kringum kíghóstasmitið. Eins og sést hætti hann nánast að stækka fyrst eftir smitið.Vísir Hætti að stækka eftir kíghóstasmit Kíghósti getur haft mikil áhrif á ung börn. Vísir ræddi við móður drengs sem smitaðist af kíghósta þegar hann var nokkurra vikna gamall. Hann er eitt af rúmlega þrjátíu tilfellum sem greindust árið 2013. Þar var drengurinn í einangrun um tíma. Foreldrar drengsins fylgdust vel með þróuninni og reyndu að halda skráningu yfir hóstaköst. Í gögnunum kemur í ljós hvaða áhrif kíghóstinn hafði á burði drengsins til að stækka í takt við vaxtarkúrfu sína. Í gögnum foreldranna sést hvernig drengurinn hættir nánast að stækka fyrstu vikurnar eftir kíghóstasmitið. Það er ekki fyrr en um hálfu ári eftir að drengurinn smitaðist fyrst sem hann náði sér aftur á réttan stað á vaxtarkúrfunni. Hvað er kíghósti? Unglingar og fullorðnir ráða betur við kíghósta en ungabörn. Hjá þeim birtist sjúkdómurinn sem þrálátur hósti. Samkvæmt gögnum Alþjóðaheilbrigðisstofnun arinnar , WHO, koma á bilinu tuttugu til fjörutíu milljón tilfelli kíghósta upp árlega í heiminum. Í myndbandinu til hliðar má heyra hvernig kíghósti hljómar hjá börnum. Á Íslandi eru börn fyrst bólusett við kíghósta við þriggja mánaða aldur. Bólusetningin er svo endurtekin tveimur mánuðum seinna, aftur við tólf mánaða aldur og svo endurbólusett fjögurra ára og fjórtán ára. Samkvæmt upplýsingum á vef Landlæknis verndar bóluefnið einstaklinga ekki lengur en í tíu ár og er því möguleiki á smiti síðar um ævina.
Bólusetningar Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Erlent Fleiri fréttir Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna slyssins og skoðar leiðir til úrbóta Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Sjá meira
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent