Kíghósti viðvarandi vandamál: Yfir sextíu tilfelli á síðustu þremur árum Aðalsteinn Kjartansson skrifar 26. febrúar 2015 12:52 Kíghóstabólusetning ekki nógu góð segir yfirlæknir sóttvarna hjá Landlækni. Vísir/Getty Images Bólusett er fyrir kíghósta á Íslandi allt frá þriggja mánaða aldri. Engu að síður h efur reglulega komið upp hrina kíghóstatilfella hér á landi. Á síðasta ári greind ist eitt kíghóstatilfelli en árin 201 2 og 201 3 voru þau yfir þrjátíu hvort ár. Þórólfur Guðnason, yfirlæknir sóttvarna hjá LandlæknisembættinuVísir/Stefán Bóluefnið ekki nógu gott Þórólfur Guðnason, yfirlæknir sóttvarna hjá Landlæknisembættinu, segir að kíghósti sé viðvarandi vandamál í samfélaginu. Áhersla sé lögð á að vernda ung börn fyrir kíghósta en sjúkdómurinn getur reynst kornabörnum afar erfið ur . „Kíghósti kemur upp alltaf af og til og ástæðan fyrir því er að bólusetningin er ekki nógu góð. Það er ekki nógu gott bóluefni til. Það endist ekki nógu lengi,“ segir hann. „Aðal markmiðið með kíghóstabólusetning u nni er að vernda þessa litlu krakka.“ Bóluefnið endist í skamman tíma samanborið við önnur bóluefni. Þórólfur talar um að mótefnið með bólusetningunni dvíni eftir einhverja mánuði og ár eftir sprautu. „Kíghósti er viðvarandi sjúkdómur í samfélaginu og okkur tekst aldrei með núverandi bóluefnum að útrýma kíghóstanum,“ segir Þórólfur. „Fullorðnir fá kíghósta en þeir fá ekki eins skæðan og litlu börnin. Það eru yngstu börnin, mánaða gömlu krakkarnir, sem fara illa út úr kíghóstanum.“ Hér má sjá yfirlit yfir hvernig drengurinn stækkaði í kringum kíghóstasmitið. Eins og sést hætti hann nánast að stækka fyrst eftir smitið.Vísir Hætti að stækka eftir kíghóstasmit Kíghósti getur haft mikil áhrif á ung börn. Vísir ræddi við móður drengs sem smitaðist af kíghósta þegar hann var nokkurra vikna gamall. Hann er eitt af rúmlega þrjátíu tilfellum sem greindust árið 2013. Þar var drengurinn í einangrun um tíma. Foreldrar drengsins fylgdust vel með þróuninni og reyndu að halda skráningu yfir hóstaköst. Í gögnunum kemur í ljós hvaða áhrif kíghóstinn hafði á burði drengsins til að stækka í takt við vaxtarkúrfu sína. Í gögnum foreldranna sést hvernig drengurinn hættir nánast að stækka fyrstu vikurnar eftir kíghóstasmitið. Það er ekki fyrr en um hálfu ári eftir að drengurinn smitaðist fyrst sem hann náði sér aftur á réttan stað á vaxtarkúrfunni. Hvað er kíghósti? Unglingar og fullorðnir ráða betur við kíghósta en ungabörn. Hjá þeim birtist sjúkdómurinn sem þrálátur hósti. Samkvæmt gögnum Alþjóðaheilbrigðisstofnun arinnar , WHO, koma á bilinu tuttugu til fjörutíu milljón tilfelli kíghósta upp árlega í heiminum. Í myndbandinu til hliðar má heyra hvernig kíghósti hljómar hjá börnum. Á Íslandi eru börn fyrst bólusett við kíghósta við þriggja mánaða aldur. Bólusetningin er svo endurtekin tveimur mánuðum seinna, aftur við tólf mánaða aldur og svo endurbólusett fjögurra ára og fjórtán ára. Samkvæmt upplýsingum á vef Landlæknis verndar bóluefnið einstaklinga ekki lengur en í tíu ár og er því möguleiki á smiti síðar um ævina. Bólusetningar Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Fleiri fréttir Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Sjá meira
Bólusett er fyrir kíghósta á Íslandi allt frá þriggja mánaða aldri. Engu að síður h efur reglulega komið upp hrina kíghóstatilfella hér á landi. Á síðasta ári greind ist eitt kíghóstatilfelli en árin 201 2 og 201 3 voru þau yfir þrjátíu hvort ár. Þórólfur Guðnason, yfirlæknir sóttvarna hjá LandlæknisembættinuVísir/Stefán Bóluefnið ekki nógu gott Þórólfur Guðnason, yfirlæknir sóttvarna hjá Landlæknisembættinu, segir að kíghósti sé viðvarandi vandamál í samfélaginu. Áhersla sé lögð á að vernda ung börn fyrir kíghósta en sjúkdómurinn getur reynst kornabörnum afar erfið ur . „Kíghósti kemur upp alltaf af og til og ástæðan fyrir því er að bólusetningin er ekki nógu góð. Það er ekki nógu gott bóluefni til. Það endist ekki nógu lengi,“ segir hann. „Aðal markmiðið með kíghóstabólusetning u nni er að vernda þessa litlu krakka.“ Bóluefnið endist í skamman tíma samanborið við önnur bóluefni. Þórólfur talar um að mótefnið með bólusetningunni dvíni eftir einhverja mánuði og ár eftir sprautu. „Kíghósti er viðvarandi sjúkdómur í samfélaginu og okkur tekst aldrei með núverandi bóluefnum að útrýma kíghóstanum,“ segir Þórólfur. „Fullorðnir fá kíghósta en þeir fá ekki eins skæðan og litlu börnin. Það eru yngstu börnin, mánaða gömlu krakkarnir, sem fara illa út úr kíghóstanum.“ Hér má sjá yfirlit yfir hvernig drengurinn stækkaði í kringum kíghóstasmitið. Eins og sést hætti hann nánast að stækka fyrst eftir smitið.Vísir Hætti að stækka eftir kíghóstasmit Kíghósti getur haft mikil áhrif á ung börn. Vísir ræddi við móður drengs sem smitaðist af kíghósta þegar hann var nokkurra vikna gamall. Hann er eitt af rúmlega þrjátíu tilfellum sem greindust árið 2013. Þar var drengurinn í einangrun um tíma. Foreldrar drengsins fylgdust vel með þróuninni og reyndu að halda skráningu yfir hóstaköst. Í gögnunum kemur í ljós hvaða áhrif kíghóstinn hafði á burði drengsins til að stækka í takt við vaxtarkúrfu sína. Í gögnum foreldranna sést hvernig drengurinn hættir nánast að stækka fyrstu vikurnar eftir kíghóstasmitið. Það er ekki fyrr en um hálfu ári eftir að drengurinn smitaðist fyrst sem hann náði sér aftur á réttan stað á vaxtarkúrfunni. Hvað er kíghósti? Unglingar og fullorðnir ráða betur við kíghósta en ungabörn. Hjá þeim birtist sjúkdómurinn sem þrálátur hósti. Samkvæmt gögnum Alþjóðaheilbrigðisstofnun arinnar , WHO, koma á bilinu tuttugu til fjörutíu milljón tilfelli kíghósta upp árlega í heiminum. Í myndbandinu til hliðar má heyra hvernig kíghósti hljómar hjá börnum. Á Íslandi eru börn fyrst bólusett við kíghósta við þriggja mánaða aldur. Bólusetningin er svo endurtekin tveimur mánuðum seinna, aftur við tólf mánaða aldur og svo endurbólusett fjögurra ára og fjórtán ára. Samkvæmt upplýsingum á vef Landlæknis verndar bóluefnið einstaklinga ekki lengur en í tíu ár og er því möguleiki á smiti síðar um ævina.
Bólusetningar Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Fleiri fréttir Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Sjá meira