Vigdís Finnbogadóttir er brautryðjandi ársins Samúel Karl Ólason skrifar 27. febrúar 2015 14:04 Á myndinni má sjá frú Vigdísi Finnbogadóttur, Þorstein Inga Sigfússon forstjóra Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og Sigríði Ingvarsdóttur framkvæmdastjóra Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands. Táknmynd viðurkenningarinnar sem veitt var í dag var í formi listaverks eftir Eddu Heiðrúnu Bachman sem hún málaði sérstaklega fyrir þessa viðurkenningu. „Frú Vigdís er lifandi goðsögn og ein merkilegasta persóna íslandssögunnar. Nýsköpunarmiðstöð Íslands er afar stolt af því að heiðra hana með viðurkenningunni og sýna henni þakklæti fyrir hennar elju og dug. Virðing fyrir hennar framlagi og ævistarfi er okkur ofarlega í huga í dag,“ segir í tilkynningu frá Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Tilkynninguna í heild sinni má sjá hér að neðan:Frú Vigdís Finnbogadóttir sem nú hlaut viðurkenninguna Brautryðjandinn hefur komið víða við á sínum ferli m.a. bæði í kennslu við menntaskóla og Háskóla Íslands. Í mörg sumur vann Vigdís hjá Ferðaskrifstofu ríkisins og segja má að hún hafi verið frumkvöðull að því sem síðar var kallað menningartengd ferðaþjónusta og vann kynningarefni um land og þjóð. Vigdís var einnig leikhússtjóri Leikfélags Reykjavíkur en síðast en ekki síst var hún kjörin forseti Íslands árið 1980 og gegndi því starfi í 16 ár. Athygli vakti um gjörvallan heim þegar kona var í fyrsta sinn kjörin leiðtogi þjóðar sinnar í lýðræðislegri kosningu. Óhætt er að segja að sögulegt kjör Vigdísar Finnbogadóttur og farsælt starf hennar jafnt heima sem heiman hafi reynst ein besta landkynning sem íslenska þjóðin hefur fengið. Vigdís heillaði ekki bara landa sína í hlutverki forseta heldur einnig heimsbyggðina um leið með framkomu sinni, hlýju viðmóti og snjöllum orðum. Landgræðsla, skógrækt og náttúruvernd voru og eru Vigdísi afar hugleikin og hefur hún veitt þessum málefnum ómetanlegan stuðning. Hún hefur vakið athygli á uppeldislegu gildi þess að kenna börnum ræktun og að vernda náttúruna. Í forsetatíð sinni lagði Vigdís mikla áherslu á að græða upp landið. Hún hefur líkt jarðyrkju við uppeldi barna og sagt að ræktun landsins sé nátengd mannyrkju. Vigdís hefur ekki setið auðum höndum eftir að hún lét af embætti forseta Íslands árið 1996. Hún hefur unnið ötullega að því að styrkja tungumál, rannsóknir og menningu, heima fyrir og á alþjóðavettvangi og hefur stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum notið mikilvægrar liðveislu hennar í uppbyggingarstarfinu. Vigdís Finnbogadóttir Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira
„Frú Vigdís er lifandi goðsögn og ein merkilegasta persóna íslandssögunnar. Nýsköpunarmiðstöð Íslands er afar stolt af því að heiðra hana með viðurkenningunni og sýna henni þakklæti fyrir hennar elju og dug. Virðing fyrir hennar framlagi og ævistarfi er okkur ofarlega í huga í dag,“ segir í tilkynningu frá Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Tilkynninguna í heild sinni má sjá hér að neðan:Frú Vigdís Finnbogadóttir sem nú hlaut viðurkenninguna Brautryðjandinn hefur komið víða við á sínum ferli m.a. bæði í kennslu við menntaskóla og Háskóla Íslands. Í mörg sumur vann Vigdís hjá Ferðaskrifstofu ríkisins og segja má að hún hafi verið frumkvöðull að því sem síðar var kallað menningartengd ferðaþjónusta og vann kynningarefni um land og þjóð. Vigdís var einnig leikhússtjóri Leikfélags Reykjavíkur en síðast en ekki síst var hún kjörin forseti Íslands árið 1980 og gegndi því starfi í 16 ár. Athygli vakti um gjörvallan heim þegar kona var í fyrsta sinn kjörin leiðtogi þjóðar sinnar í lýðræðislegri kosningu. Óhætt er að segja að sögulegt kjör Vigdísar Finnbogadóttur og farsælt starf hennar jafnt heima sem heiman hafi reynst ein besta landkynning sem íslenska þjóðin hefur fengið. Vigdís heillaði ekki bara landa sína í hlutverki forseta heldur einnig heimsbyggðina um leið með framkomu sinni, hlýju viðmóti og snjöllum orðum. Landgræðsla, skógrækt og náttúruvernd voru og eru Vigdísi afar hugleikin og hefur hún veitt þessum málefnum ómetanlegan stuðning. Hún hefur vakið athygli á uppeldislegu gildi þess að kenna börnum ræktun og að vernda náttúruna. Í forsetatíð sinni lagði Vigdís mikla áherslu á að græða upp landið. Hún hefur líkt jarðyrkju við uppeldi barna og sagt að ræktun landsins sé nátengd mannyrkju. Vigdís hefur ekki setið auðum höndum eftir að hún lét af embætti forseta Íslands árið 1996. Hún hefur unnið ötullega að því að styrkja tungumál, rannsóknir og menningu, heima fyrir og á alþjóðavettvangi og hefur stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum notið mikilvægrar liðveislu hennar í uppbyggingarstarfinu.
Vigdís Finnbogadóttir Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira