Hálka er á Hellisheiði og í Þrengslum og eins á Mosfellsheiði en á Suðurlandi er víða nokkur hálka.
Í tilkynningu frá Vegagerðinni segir að hálkublettir séu á Reykjanesi og Suðurnesjum, og eins á Kjalarnesi en þar er einnig hvasst og hviður í kringum 30 m/s.
„Á Vesturlandi er mikið autt á láglendi eða aðeins með hálkublettum. Hálka er á Holtavörðuheiði en snjóþekja á Bröttubrekku og Svínadal og verið að hreinsa. Fróðárheiði er ófær.
Verið er að moka vegi á Vestfjörðum en þar er víða nokkur fyrirstaða á vegum, t.a.m. er ófært á Klettshálsi, Gemlufallsheiði og Þröskuldum en þungfært á Kleifaheiði og Steingrímsfjarðarheiði.
Á Norðurlandi er vetrarfærð, hálka eða snjóþekja víðast hvar. Verið er að opna Þverárfjall og einnig Hófaskarð og Hálsa. Þæfingsfærð er á Hólasandi.
Þungfært er á kafla yfir Möðrudalsöræfi en unnið er að mokstri. Fært er orðið frá Vopnafirði til Egilsstaða. Snjóþekja er á Fjarðarheiði, Fagradal og Oddsskarði og eins milli Fáskrúðsfjarðar og Breiðdalsvíkur. Annars er víða hálka á vegum á Austurlandi en frá Hvalnesi er autt með suðausturströndinni vestur úr.“
Fróðárheiði er ófær
Atli Ísleifsson skrifar
