Audi sló við Benz og BMW í janúar Finnur Thorlacius skrifar 10. febrúar 2015 13:28 Á síðasta ári seldi BMW fleiri bíla um heim allan en hinir þýsku samkeppnisaðilarnir Audi og Mercedes Benz. Það hefur BMW reyndar gert frá því árið 2005. Nú í janúar bar þó svo við að bæði Audi og Mercedes Benz slógu við BMW í sölu. Audi seldi 137.700 bíla í janúar, Mercedes Benz 125.865 og BMW 124.561. Söluaukning Audi var 10% í mánuðinum, 6,3% hjá BMW, en Mercedes Benz sló þeim báðum við með 14% aukningu. Mercedes Benz hefur undanfarið sótt verulega á hina tvo í sölu og var með mestu aukninguna í fyrra og nær ef til vill því markmiði sínu að endurheimta toppsætið í sölu, rétt eins og fyrirtækið hafði allar götur þangað til BMW náði því fyrir tíu árum. Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent
Á síðasta ári seldi BMW fleiri bíla um heim allan en hinir þýsku samkeppnisaðilarnir Audi og Mercedes Benz. Það hefur BMW reyndar gert frá því árið 2005. Nú í janúar bar þó svo við að bæði Audi og Mercedes Benz slógu við BMW í sölu. Audi seldi 137.700 bíla í janúar, Mercedes Benz 125.865 og BMW 124.561. Söluaukning Audi var 10% í mánuðinum, 6,3% hjá BMW, en Mercedes Benz sló þeim báðum við með 14% aukningu. Mercedes Benz hefur undanfarið sótt verulega á hina tvo í sölu og var með mestu aukninguna í fyrra og nær ef til vill því markmiði sínu að endurheimta toppsætið í sölu, rétt eins og fyrirtækið hafði allar götur þangað til BMW náði því fyrir tíu árum.
Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent