Dæmdur í 18 mánaða fangelsi fyrir ofsaakstur undir áhrifum áfengis Birgir Olgeirsson. skrifar 10. febrúar 2015 14:21 Draupnir Gestsson, til vinstri, í Héraðsdómi Reykjavíkur. Vísir/GVA Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag Draupni Gestsson, 35 ára, í átján mánaða fangelsi fyrir hegningar- og umferðarlagabrot. Draupnir varð valdur að alvarlegu bílslysi við Reykjanesbraut í Hafnarfirði í mars 2012 og stefndi lífi fjögurra farþega í hættu. Héraðsdómur taldi sannað að Draupnir hefði ekið bifreiðinni, sem ekki var í ökuhæfu ástandi, undir áhrifum áfengis og á ofsahraða eftir Reykjanesbraut, sem er með fjölförnustu vegum landsins.Neitaði sök Við aðalmeðferð málsins hafnaði Draupnir því að hafa verið undir áhrifum áfengis og kannaðist ekki við að hafa ekið bifreiðinni á ofsahraða. Verjandi hans vildi meina að líkur væru á að blóðsýni hefðu víxlast við rannsókn en dómurinn taldi sannað að svo var ekki. Þá var rannsókn á vettvangi talin sanna að hann hefði aldrei verið undir 150 kílómetra hraða þegar slysið átti sér stað. Var talið að lágmarkshraði hefði verið 168, líklegur hraði 178 og hámarkshraði 188 kílómetrar á klukkustund. Draupnir bar við að orsök slyssins hefði verið hálka á veginum en héraðsdómur segir gögn málsins, þar með talinn framburður vitna, ekki styðja þessa skýringu hans og var henni því hafnað.Refsingin þyngd Á árinu 2006 var Draupni þrívegis sektaður og sviptur ökurétti fyrir ölvunarakstur og önnur umferðarlagabrot. Hann var sektaður 25. mars 2014 og sviptur ökurétti í tólf mánuði frá þeim degi fyrir ölvunar og fíkniefnaakstur. Ákvað héraðsdómur því að þyngja refsingu Draupnis og vísar til þess að Draupnir hefði sest ölvaður undir stýri og ekið á þeim á ofsahraða. Afleiðingar af akstri hans voru að tveir farþeganna stórslösuðust og er annar þeirra bundinn við hjólastól. Hinir farþegarnir slösuðust einnig þótt ekki eins mikið. Var refsing Draupnis því ákveðin 18 mánaða fangelsi og voru ekki talin skilyrði til að skilorðsbinda refsinguna. Þá var hann sviptur ökurétti í þrjú ár frá 25. mars árið 2015. Tengdar fréttir „Ég tel mig ekki hafa verið á ofsahraða“ Sakaður um að hafa ekið ölvaður á 178 kílómetra hraða. Fjórir farþegar voru í bílnum og er einn þeirrra í dag varanlega lamaður. 15. janúar 2015 10:48 Bíllinn kastaðist rúma 30 metra Matsmaður taldi útilokað að bílnum hefði verið ekið undir 150 kílómetra hraða á klukkustund 15. janúar 2015 14:21 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag Draupni Gestsson, 35 ára, í átján mánaða fangelsi fyrir hegningar- og umferðarlagabrot. Draupnir varð valdur að alvarlegu bílslysi við Reykjanesbraut í Hafnarfirði í mars 2012 og stefndi lífi fjögurra farþega í hættu. Héraðsdómur taldi sannað að Draupnir hefði ekið bifreiðinni, sem ekki var í ökuhæfu ástandi, undir áhrifum áfengis og á ofsahraða eftir Reykjanesbraut, sem er með fjölförnustu vegum landsins.Neitaði sök Við aðalmeðferð málsins hafnaði Draupnir því að hafa verið undir áhrifum áfengis og kannaðist ekki við að hafa ekið bifreiðinni á ofsahraða. Verjandi hans vildi meina að líkur væru á að blóðsýni hefðu víxlast við rannsókn en dómurinn taldi sannað að svo var ekki. Þá var rannsókn á vettvangi talin sanna að hann hefði aldrei verið undir 150 kílómetra hraða þegar slysið átti sér stað. Var talið að lágmarkshraði hefði verið 168, líklegur hraði 178 og hámarkshraði 188 kílómetrar á klukkustund. Draupnir bar við að orsök slyssins hefði verið hálka á veginum en héraðsdómur segir gögn málsins, þar með talinn framburður vitna, ekki styðja þessa skýringu hans og var henni því hafnað.Refsingin þyngd Á árinu 2006 var Draupni þrívegis sektaður og sviptur ökurétti fyrir ölvunarakstur og önnur umferðarlagabrot. Hann var sektaður 25. mars 2014 og sviptur ökurétti í tólf mánuði frá þeim degi fyrir ölvunar og fíkniefnaakstur. Ákvað héraðsdómur því að þyngja refsingu Draupnis og vísar til þess að Draupnir hefði sest ölvaður undir stýri og ekið á þeim á ofsahraða. Afleiðingar af akstri hans voru að tveir farþeganna stórslösuðust og er annar þeirra bundinn við hjólastól. Hinir farþegarnir slösuðust einnig þótt ekki eins mikið. Var refsing Draupnis því ákveðin 18 mánaða fangelsi og voru ekki talin skilyrði til að skilorðsbinda refsinguna. Þá var hann sviptur ökurétti í þrjú ár frá 25. mars árið 2015.
Tengdar fréttir „Ég tel mig ekki hafa verið á ofsahraða“ Sakaður um að hafa ekið ölvaður á 178 kílómetra hraða. Fjórir farþegar voru í bílnum og er einn þeirrra í dag varanlega lamaður. 15. janúar 2015 10:48 Bíllinn kastaðist rúma 30 metra Matsmaður taldi útilokað að bílnum hefði verið ekið undir 150 kílómetra hraða á klukkustund 15. janúar 2015 14:21 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Sjá meira
„Ég tel mig ekki hafa verið á ofsahraða“ Sakaður um að hafa ekið ölvaður á 178 kílómetra hraða. Fjórir farþegar voru í bílnum og er einn þeirrra í dag varanlega lamaður. 15. janúar 2015 10:48
Bíllinn kastaðist rúma 30 metra Matsmaður taldi útilokað að bílnum hefði verið ekið undir 150 kílómetra hraða á klukkustund 15. janúar 2015 14:21