Forstjóri Tesla hótar brottrekstri yfirmanna í Kína Finnur Thorlacius skrifar 12. febrúar 2015 09:50 Það er hálfgert sólarlag í sölu Tesla bíla í Kína. Forstjóri Tesla, Elon Musk, er ekkert alltof kátur með dræma sölu Tesla bíla í Kína í síðasta mánuði og hefur hótað yfirmönnum Tesla í Kína brottvikningu ef svo dræm sala heldur áfram. Sala Tesla bíla gekk líka illa í Kína á síðasta fjórðungi liðins árs. Í janúar seldi Tesla aðeins 120 bíla í Kína. Tesla hefur reynt að auka sölu bíla sinna í Kína með uppsetningu hleðslustöðva, en annaðhvort eru þær ekki orðnar nógu margar eða Tesla bílar höfða bara ekki til Kínverja. Rétt er þó að hafa í huga að Tesla bílar eru ansi dýrir í Kína og kostar Tesla Model S þar 121.000 dollara, eða um 16 milljónir króna. Hann er því dýrari þar en hér á landi. Tesla hafði áætlað að sala Tesla bíla í Kína myndi nema þriðjungi heimssölunnar á Tesla bílum. Salan í janúar er þó líklega ekki nema um 5% af sölunni í heiminum og því vill Elon Musk ekki una. Ef Musk rekur stjórnendur Tesla í Kína yrði það reyndar ekki í fyrsta skiptið sem það er gert, því þeir fengu allir að fjúka í fyrra. Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira
Forstjóri Tesla, Elon Musk, er ekkert alltof kátur með dræma sölu Tesla bíla í Kína í síðasta mánuði og hefur hótað yfirmönnum Tesla í Kína brottvikningu ef svo dræm sala heldur áfram. Sala Tesla bíla gekk líka illa í Kína á síðasta fjórðungi liðins árs. Í janúar seldi Tesla aðeins 120 bíla í Kína. Tesla hefur reynt að auka sölu bíla sinna í Kína með uppsetningu hleðslustöðva, en annaðhvort eru þær ekki orðnar nógu margar eða Tesla bílar höfða bara ekki til Kínverja. Rétt er þó að hafa í huga að Tesla bílar eru ansi dýrir í Kína og kostar Tesla Model S þar 121.000 dollara, eða um 16 milljónir króna. Hann er því dýrari þar en hér á landi. Tesla hafði áætlað að sala Tesla bíla í Kína myndi nema þriðjungi heimssölunnar á Tesla bílum. Salan í janúar er þó líklega ekki nema um 5% af sölunni í heiminum og því vill Elon Musk ekki una. Ef Musk rekur stjórnendur Tesla í Kína yrði það reyndar ekki í fyrsta skiptið sem það er gert, því þeir fengu allir að fjúka í fyrra.
Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira