Ranglega sakaður um að klípa konu í rassinn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. febrúar 2015 10:42 Rúnar Helgi Vignisson Vísir/Pjetur Rúnar Helgi Vignisson, rithöfundur og og dósent í ritlist, varð fyrir þeirri óþægilegu lífsreynslu að vera sakaður um kynferðislega áreitni á þorrablóti Stjörnunnar á dögunum. Rúnar Helgi lýsir í pistli á vef Kvennablaðsins hvernig gestur blótsins af hinu kyninu setti hann í erfiða aðstöðu. „Það er komið fram yfir miðnætti og fjörið að ná hámarki undir stjórn glimmergæjans Páls Óskars. Ég er á leiðinni niður þröngan stigann af efri hæðinni eftir að hafa farið á salernið,“ segir Rúnar Helgi. Mikil umferð hafi verið í stiganum, stífla myndast eins og oft gerist þegar hann heyrir kvenmannsrödd segja: „Varstu að klípa mig í rassinn?“ Rúnar Helgi lýsir því hvernig konan fyrir framan hann hafi horft framan í sig og augljóslega beint orðunum að honum. Ásökunin hafi verið svo afdráttarlaus að spurningamerkið hafi varla átt rétt á sér. Í sömu andrá hafi helst yfir hann fyrirsagnir eldri frétta og mögulegra frétta af kynferðisbrotamálum. Allt frá nauðgunum á Þjóðhátíð yfir í kynferðisbrot innan kaþólsku kirkjunnar. „Maður á sextugsaldri kleip konu í rassinn á þorrablóti Stjörnunnar...“ var fyrirsögnin sem kom upp í kollinn á augnablikinu sem áskökunin lá í loftinu.„Nei, ég gerði það!“ Rúnar Helgi segir að á augnarráði konunnar í stiganum, raddblæ og fasi, hefði helst verið að skilja að allir karlmenn væru kynferðisbrotamenn. Ýmist virkir eða óvirkir. „Það breytti engu þótt eiginmaður konunnar flýtti sér að segja, eins og til að losa mig úr snörunni: „Nei, ég gerði það!“ – konan hélt áfram að horfa á mig eins og hún tryði ekki manninum sínum og teldi allt eins líklegt að þetta hefðu verið samantekin ráð hjá okkur.“ Engin afsökunarbeiðni fylgdi þótt eiginmaðurinn hefði tekið af allan vafa. Konunni virtist ekki detta það í hug. Ekki frekar en Rúnari Helga að biðja konuna afsökunar á framferði karla allra alda, þar á meðal mannsins hennar. „Ég fann heldur enga leið til að bera af mér sakir á þessu augnabliki meintrar samsektar, til þess var málaflokkurinn einfaldlega of stór og eldfimur.“Afar athyglisverðan pistil Rúnars Helga má lesa í heild sinni á vef Kvennablaðsins. Hér að neðan má sjá myndasyrpu frá umræddu þorrablóti sem er án nokkurs vafa eitt vinsælasta þorrablót landsins. Þorrablót Tengdar fréttir „Skiljanlega urðu margir góðir Stjörnumenn sárir“ Þorrablótsnefnd Stjörnunnar hringdi í þá sem keyptu miða á blótið og fékk staðfest að þeir væru í langflestum tilvikum Stjörnumenn. 15. janúar 2015 16:09 Aðeins 22 náðu að kaupa miða í almennri sölu á 1100 manna þorrablót „Þvílíkt rugl,“ segir ein sem er ósátt með miðasölu á þorrablót Stjörnunnar. 14. janúar 2015 15:48 Mest lesið Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Sjá meira
Rúnar Helgi Vignisson, rithöfundur og og dósent í ritlist, varð fyrir þeirri óþægilegu lífsreynslu að vera sakaður um kynferðislega áreitni á þorrablóti Stjörnunnar á dögunum. Rúnar Helgi lýsir í pistli á vef Kvennablaðsins hvernig gestur blótsins af hinu kyninu setti hann í erfiða aðstöðu. „Það er komið fram yfir miðnætti og fjörið að ná hámarki undir stjórn glimmergæjans Páls Óskars. Ég er á leiðinni niður þröngan stigann af efri hæðinni eftir að hafa farið á salernið,“ segir Rúnar Helgi. Mikil umferð hafi verið í stiganum, stífla myndast eins og oft gerist þegar hann heyrir kvenmannsrödd segja: „Varstu að klípa mig í rassinn?“ Rúnar Helgi lýsir því hvernig konan fyrir framan hann hafi horft framan í sig og augljóslega beint orðunum að honum. Ásökunin hafi verið svo afdráttarlaus að spurningamerkið hafi varla átt rétt á sér. Í sömu andrá hafi helst yfir hann fyrirsagnir eldri frétta og mögulegra frétta af kynferðisbrotamálum. Allt frá nauðgunum á Þjóðhátíð yfir í kynferðisbrot innan kaþólsku kirkjunnar. „Maður á sextugsaldri kleip konu í rassinn á þorrablóti Stjörnunnar...“ var fyrirsögnin sem kom upp í kollinn á augnablikinu sem áskökunin lá í loftinu.„Nei, ég gerði það!“ Rúnar Helgi segir að á augnarráði konunnar í stiganum, raddblæ og fasi, hefði helst verið að skilja að allir karlmenn væru kynferðisbrotamenn. Ýmist virkir eða óvirkir. „Það breytti engu þótt eiginmaður konunnar flýtti sér að segja, eins og til að losa mig úr snörunni: „Nei, ég gerði það!“ – konan hélt áfram að horfa á mig eins og hún tryði ekki manninum sínum og teldi allt eins líklegt að þetta hefðu verið samantekin ráð hjá okkur.“ Engin afsökunarbeiðni fylgdi þótt eiginmaðurinn hefði tekið af allan vafa. Konunni virtist ekki detta það í hug. Ekki frekar en Rúnari Helga að biðja konuna afsökunar á framferði karla allra alda, þar á meðal mannsins hennar. „Ég fann heldur enga leið til að bera af mér sakir á þessu augnabliki meintrar samsektar, til þess var málaflokkurinn einfaldlega of stór og eldfimur.“Afar athyglisverðan pistil Rúnars Helga má lesa í heild sinni á vef Kvennablaðsins. Hér að neðan má sjá myndasyrpu frá umræddu þorrablóti sem er án nokkurs vafa eitt vinsælasta þorrablót landsins.
Þorrablót Tengdar fréttir „Skiljanlega urðu margir góðir Stjörnumenn sárir“ Þorrablótsnefnd Stjörnunnar hringdi í þá sem keyptu miða á blótið og fékk staðfest að þeir væru í langflestum tilvikum Stjörnumenn. 15. janúar 2015 16:09 Aðeins 22 náðu að kaupa miða í almennri sölu á 1100 manna þorrablót „Þvílíkt rugl,“ segir ein sem er ósátt með miðasölu á þorrablót Stjörnunnar. 14. janúar 2015 15:48 Mest lesið Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Sjá meira
„Skiljanlega urðu margir góðir Stjörnumenn sárir“ Þorrablótsnefnd Stjörnunnar hringdi í þá sem keyptu miða á blótið og fékk staðfest að þeir væru í langflestum tilvikum Stjörnumenn. 15. janúar 2015 16:09
Aðeins 22 náðu að kaupa miða í almennri sölu á 1100 manna þorrablót „Þvílíkt rugl,“ segir ein sem er ósátt með miðasölu á þorrablót Stjörnunnar. 14. janúar 2015 15:48