Ranglega sakaður um að klípa konu í rassinn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. febrúar 2015 10:42 Rúnar Helgi Vignisson Vísir/Pjetur Rúnar Helgi Vignisson, rithöfundur og og dósent í ritlist, varð fyrir þeirri óþægilegu lífsreynslu að vera sakaður um kynferðislega áreitni á þorrablóti Stjörnunnar á dögunum. Rúnar Helgi lýsir í pistli á vef Kvennablaðsins hvernig gestur blótsins af hinu kyninu setti hann í erfiða aðstöðu. „Það er komið fram yfir miðnætti og fjörið að ná hámarki undir stjórn glimmergæjans Páls Óskars. Ég er á leiðinni niður þröngan stigann af efri hæðinni eftir að hafa farið á salernið,“ segir Rúnar Helgi. Mikil umferð hafi verið í stiganum, stífla myndast eins og oft gerist þegar hann heyrir kvenmannsrödd segja: „Varstu að klípa mig í rassinn?“ Rúnar Helgi lýsir því hvernig konan fyrir framan hann hafi horft framan í sig og augljóslega beint orðunum að honum. Ásökunin hafi verið svo afdráttarlaus að spurningamerkið hafi varla átt rétt á sér. Í sömu andrá hafi helst yfir hann fyrirsagnir eldri frétta og mögulegra frétta af kynferðisbrotamálum. Allt frá nauðgunum á Þjóðhátíð yfir í kynferðisbrot innan kaþólsku kirkjunnar. „Maður á sextugsaldri kleip konu í rassinn á þorrablóti Stjörnunnar...“ var fyrirsögnin sem kom upp í kollinn á augnablikinu sem áskökunin lá í loftinu.„Nei, ég gerði það!“ Rúnar Helgi segir að á augnarráði konunnar í stiganum, raddblæ og fasi, hefði helst verið að skilja að allir karlmenn væru kynferðisbrotamenn. Ýmist virkir eða óvirkir. „Það breytti engu þótt eiginmaður konunnar flýtti sér að segja, eins og til að losa mig úr snörunni: „Nei, ég gerði það!“ – konan hélt áfram að horfa á mig eins og hún tryði ekki manninum sínum og teldi allt eins líklegt að þetta hefðu verið samantekin ráð hjá okkur.“ Engin afsökunarbeiðni fylgdi þótt eiginmaðurinn hefði tekið af allan vafa. Konunni virtist ekki detta það í hug. Ekki frekar en Rúnari Helga að biðja konuna afsökunar á framferði karla allra alda, þar á meðal mannsins hennar. „Ég fann heldur enga leið til að bera af mér sakir á þessu augnabliki meintrar samsektar, til þess var málaflokkurinn einfaldlega of stór og eldfimur.“Afar athyglisverðan pistil Rúnars Helga má lesa í heild sinni á vef Kvennablaðsins. Hér að neðan má sjá myndasyrpu frá umræddu þorrablóti sem er án nokkurs vafa eitt vinsælasta þorrablót landsins. Þorrablót Tengdar fréttir „Skiljanlega urðu margir góðir Stjörnumenn sárir“ Þorrablótsnefnd Stjörnunnar hringdi í þá sem keyptu miða á blótið og fékk staðfest að þeir væru í langflestum tilvikum Stjörnumenn. 15. janúar 2015 16:09 Aðeins 22 náðu að kaupa miða í almennri sölu á 1100 manna þorrablót „Þvílíkt rugl,“ segir ein sem er ósátt með miðasölu á þorrablót Stjörnunnar. 14. janúar 2015 15:48 Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Innlent Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Fleiri fréttir Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Sjá meira
Rúnar Helgi Vignisson, rithöfundur og og dósent í ritlist, varð fyrir þeirri óþægilegu lífsreynslu að vera sakaður um kynferðislega áreitni á þorrablóti Stjörnunnar á dögunum. Rúnar Helgi lýsir í pistli á vef Kvennablaðsins hvernig gestur blótsins af hinu kyninu setti hann í erfiða aðstöðu. „Það er komið fram yfir miðnætti og fjörið að ná hámarki undir stjórn glimmergæjans Páls Óskars. Ég er á leiðinni niður þröngan stigann af efri hæðinni eftir að hafa farið á salernið,“ segir Rúnar Helgi. Mikil umferð hafi verið í stiganum, stífla myndast eins og oft gerist þegar hann heyrir kvenmannsrödd segja: „Varstu að klípa mig í rassinn?“ Rúnar Helgi lýsir því hvernig konan fyrir framan hann hafi horft framan í sig og augljóslega beint orðunum að honum. Ásökunin hafi verið svo afdráttarlaus að spurningamerkið hafi varla átt rétt á sér. Í sömu andrá hafi helst yfir hann fyrirsagnir eldri frétta og mögulegra frétta af kynferðisbrotamálum. Allt frá nauðgunum á Þjóðhátíð yfir í kynferðisbrot innan kaþólsku kirkjunnar. „Maður á sextugsaldri kleip konu í rassinn á þorrablóti Stjörnunnar...“ var fyrirsögnin sem kom upp í kollinn á augnablikinu sem áskökunin lá í loftinu.„Nei, ég gerði það!“ Rúnar Helgi segir að á augnarráði konunnar í stiganum, raddblæ og fasi, hefði helst verið að skilja að allir karlmenn væru kynferðisbrotamenn. Ýmist virkir eða óvirkir. „Það breytti engu þótt eiginmaður konunnar flýtti sér að segja, eins og til að losa mig úr snörunni: „Nei, ég gerði það!“ – konan hélt áfram að horfa á mig eins og hún tryði ekki manninum sínum og teldi allt eins líklegt að þetta hefðu verið samantekin ráð hjá okkur.“ Engin afsökunarbeiðni fylgdi þótt eiginmaðurinn hefði tekið af allan vafa. Konunni virtist ekki detta það í hug. Ekki frekar en Rúnari Helga að biðja konuna afsökunar á framferði karla allra alda, þar á meðal mannsins hennar. „Ég fann heldur enga leið til að bera af mér sakir á þessu augnabliki meintrar samsektar, til þess var málaflokkurinn einfaldlega of stór og eldfimur.“Afar athyglisverðan pistil Rúnars Helga má lesa í heild sinni á vef Kvennablaðsins. Hér að neðan má sjá myndasyrpu frá umræddu þorrablóti sem er án nokkurs vafa eitt vinsælasta þorrablót landsins.
Þorrablót Tengdar fréttir „Skiljanlega urðu margir góðir Stjörnumenn sárir“ Þorrablótsnefnd Stjörnunnar hringdi í þá sem keyptu miða á blótið og fékk staðfest að þeir væru í langflestum tilvikum Stjörnumenn. 15. janúar 2015 16:09 Aðeins 22 náðu að kaupa miða í almennri sölu á 1100 manna þorrablót „Þvílíkt rugl,“ segir ein sem er ósátt með miðasölu á þorrablót Stjörnunnar. 14. janúar 2015 15:48 Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Innlent Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Fleiri fréttir Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Sjá meira
„Skiljanlega urðu margir góðir Stjörnumenn sárir“ Þorrablótsnefnd Stjörnunnar hringdi í þá sem keyptu miða á blótið og fékk staðfest að þeir væru í langflestum tilvikum Stjörnumenn. 15. janúar 2015 16:09
Aðeins 22 náðu að kaupa miða í almennri sölu á 1100 manna þorrablót „Þvílíkt rugl,“ segir ein sem er ósátt með miðasölu á þorrablót Stjörnunnar. 14. janúar 2015 15:48